Þorsteinn Siglaugsson

Fréttamynd

Gervi­greind og máttur tungu­málsins

Fyrir fáeinum dögum sagði Jamie Dimon forstjóri JPMorgan Chase bankans að tilkomu gervigreindar mætti líkja við uppgötvun rafmagnsins, svo umfangsmiklar yrðu samfélagsbreytingarnar sem hún leiddi af sér. 

Skoðun
Fréttamynd

Hin endan­lega lausn

„Hin mikla frásögn samfélags okkar er frásögn vélhyggjunnar, frásögn þar sem maðurinn er smættaður niður hreina líffræðilega tilvist. Frásögn sem hunsar algerlega sálræna og táknræna vídd manneskjunnar. Þessi sýn á manninn er kjarni vandans.”

Skoðun
Fréttamynd

Babels­turninn nýi

Ég fór á fund um daginn hjá alþjóðlegu hugbúnaðarfyrirtæki. Þar var fólk víðsvegar að úr heiminum að tala, allir á ensku. Enska er fyrirtækismálið. En enginn ræðumanna hafði ensku að móðurmáli, sem heyrðist auðvitað vel.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég er ekki ég, ég er annar“

Ég rakst um daginn á auglýsingu frá ansi hreint sniðugu sænsku fyrirtæki, sem hefur þróað gervigreindarlausn sem sendir út tölvupósta og skilaboð, svarar og bókar sölufundi, allt í nafni nafngreindra sölufulltrúa. Þetta fyrirtæki virðist fara vel af stað og mikill áhugi á þjónustunni. Það kemur ekki á óvart, enda mikill ávinningur af sjálfvirkninni.

Skoðun
Fréttamynd

Gervi­greind eða ekki - þar er efinn

Um það bil 99% af færslum sem tengjast gervigreind á samfélagsmiðlum eru af tvennum toga: Annars vegar fyndnar frásagnir af röngum svörum mállíkana við illa orðuðum fyrirspurnum. Hins vegar sniðugar myndir búnar til af gervigreind. Miðað við þetta gæti virst rétt að líta á stóru mállíkönin sem tískufyrirbrigði sem fljótt muni hverfa af sjónarsviðinu. En ekkert er fjær sannleikanum.

Skoðun
Fréttamynd

Gervi­greind og hröð og hæg hugsun

Samkvæmt gervigreindarbloggaranum Alberto Romero var upphafið að þeirri atburðarás sem átti sér stað innan OpenAI fyrirtækisins, sem þróar ChatGPT mállíkanið, fyrir um 10 dögum síðan líklega tengt ágreiningi varðandi nýja Q* (Q-Star) líkanið sem er talið geta leyst flókin stærðfræðileg vandamál, eitthvað sem núverandi stóru tungumálalíkön geta ekki gert.

Skoðun
Fréttamynd

At­lagan að kjarna frelsisins

Við getum í grófum dráttum greint frelsi okkar í þrjú lög. Ysta lagið er athafnafrelsi; frelsi til að eiga viðskipti, til að velja sér starf, til að nota sjálfsaflafé sitt. Stjórnmálaumræða dagsins hverfist yfirleitt að mestu um þetta lag frelsisins, hversu víðtækt hlutverk ríkisvaldsins eigi að vera og hversu miklar skorður megi reisa einstaklingsfrelsinu. Það er þarna sem hægri og vinstri takast á.

Skoðun
Fréttamynd

Roald Dahl og af­neitun veru­leikans

Um síðastliðna helgi bárust af því fregnir að verið væri að endurútgefa bækur barnabókahöfundarins vinsæla, Roald Dahl, með verulega breyttum texta. Dahl er meðal annars höfundur Kalla og súkkulaðiverksmiðjunnar en samnefnt leikrit var sett upp hérlendis fyrir fáum árum.

Skoðun
Fréttamynd

Tjáningar­frelsið stendur á kross­götum

Félagasamtökin Málfrelsi – samtök um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi, voru stofnuð af litlum en samheldnum hópi fólks sem ég tel nú meðal bestu vina minna. Við kynntumst í gegnum baráttu gegn þöggun og ritskoðun gagnvart þeim sem hafa lýst efasemdum um réttmæti margra þeirra aðgerða sem var gripið til á síðustu þremur árum.

Skoðun