Tónlistarvinir Rauða krossins vinna gegn einsemd og einangrun Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar 13. febrúar 2024 11:31 Í janúar hrinti Rauði krossinn á Íslandi af stað nýju Vinaverkefni, sem kallast Tónlistarvinir. Markmið Tónlistarvina, eins og annarra Vinaverkefna, er að efla og styrkja félagslega þátttöku og sporna við félagslegri einangrun. Í Tónlistarvinum taka sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins að sér tónlistarsamveru og heimsækja þátttakendur að jafnaði hálfsmánaðarlega eða vikulega í um það bil klukkustund í senn, en heimsóknir eru alltaf útfærðar í samráði við þátttakendur í verkefninu. Verkefnið er hugsað sem leið til þess að mæta félagslegri og tónlistartengdri þörf þeirra sem eiga erfitt með að komast á tónleikastaði af einhverri ástæðu. Í gegnum tíðina hefur verið notast við ýmsar aðferðir til þess að takast á við félagslega einangrun og einmanaleika. Til að mynda hefur verið unnið í því að bæta félagslega færni einstaklinga og hópa, efla félagslegan stuðning þeirra og að auka við tækifæri einstaklinga og hópa til félagslegra samskipta. Það er sömuleiðis ekki nýtt af nálinni að notast við tónlist til þess að sigla í gegnum flóknar og krefjandi tilfinningar, enda getur tónlist veitt mikinn stuðning við krefjandi aðstæður. Tónlist hjálpar fólki að mynda tengsl Félagsleg einangrun og einmanaleiki eru alvarleg þjóðfélagsleg vandamál sem bitna verulega á heilsu þeirra sem búa við slíkar aðstæður. Í réttu umhverfi getur tónlistarþátttaka styrkt félagslegar tengingar og dregið úr einmanaleika, en rannsóknir benda til þess að tónlist hafi víðtæka og mikilvæga verkun á skynjun okkar. Með tónlist geta hlustendur líka upplifað skilning og tilfinningalegan stuðning. Tónlist getur auk þess aðstoðað fólk við að tilheyra, því að í gegnum tónlist myndast oft góðar forsendur fyrir félagslegum tengslum, enda fylgir hlustun og iðkun tónlistar oft mikil samvera og samkennd. Ef þú eða einhver sem þú þekkir hefur áhuga á þátttöku í verkefninu, hvort sem það er sem sjálfboðaliði sem fer í heimsókn eða þátttakandi sem fær heimsóknir, er um að gera að hika ekki við að senda inn umsókn í gegnum vefsíðu Rauða krossins, www.raudikrossinn.is. Höfundur er verkefnastjóri í félagsverkefnum Rauða krossins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Í janúar hrinti Rauði krossinn á Íslandi af stað nýju Vinaverkefni, sem kallast Tónlistarvinir. Markmið Tónlistarvina, eins og annarra Vinaverkefna, er að efla og styrkja félagslega þátttöku og sporna við félagslegri einangrun. Í Tónlistarvinum taka sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins að sér tónlistarsamveru og heimsækja þátttakendur að jafnaði hálfsmánaðarlega eða vikulega í um það bil klukkustund í senn, en heimsóknir eru alltaf útfærðar í samráði við þátttakendur í verkefninu. Verkefnið er hugsað sem leið til þess að mæta félagslegri og tónlistartengdri þörf þeirra sem eiga erfitt með að komast á tónleikastaði af einhverri ástæðu. Í gegnum tíðina hefur verið notast við ýmsar aðferðir til þess að takast á við félagslega einangrun og einmanaleika. Til að mynda hefur verið unnið í því að bæta félagslega færni einstaklinga og hópa, efla félagslegan stuðning þeirra og að auka við tækifæri einstaklinga og hópa til félagslegra samskipta. Það er sömuleiðis ekki nýtt af nálinni að notast við tónlist til þess að sigla í gegnum flóknar og krefjandi tilfinningar, enda getur tónlist veitt mikinn stuðning við krefjandi aðstæður. Tónlist hjálpar fólki að mynda tengsl Félagsleg einangrun og einmanaleiki eru alvarleg þjóðfélagsleg vandamál sem bitna verulega á heilsu þeirra sem búa við slíkar aðstæður. Í réttu umhverfi getur tónlistarþátttaka styrkt félagslegar tengingar og dregið úr einmanaleika, en rannsóknir benda til þess að tónlist hafi víðtæka og mikilvæga verkun á skynjun okkar. Með tónlist geta hlustendur líka upplifað skilning og tilfinningalegan stuðning. Tónlist getur auk þess aðstoðað fólk við að tilheyra, því að í gegnum tónlist myndast oft góðar forsendur fyrir félagslegum tengslum, enda fylgir hlustun og iðkun tónlistar oft mikil samvera og samkennd. Ef þú eða einhver sem þú þekkir hefur áhuga á þátttöku í verkefninu, hvort sem það er sem sjálfboðaliði sem fer í heimsókn eða þátttakandi sem fær heimsóknir, er um að gera að hika ekki við að senda inn umsókn í gegnum vefsíðu Rauða krossins, www.raudikrossinn.is. Höfundur er verkefnastjóri í félagsverkefnum Rauða krossins.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun