Mátti taka bjór úr hillum eftir allt saman Árni Sæberg skrifar 10. febrúar 2024 08:41 Faxe IPA og Witbier fá ekki inni í þessum kæli. Landsréttur segir það í himnalagi. Vísir/Vilhelm Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins mátti taka tvær tegundir af bjór úr sölu vegna dræmrar framlegðar af sölu þeirra eftir allt saman. Þetta er niðurstaða Landsréttar í máli áfengisinnflutningsfyrirtækisins Dista ehf. á hendur ÁTVR. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt ákvörðun ÁTVR ólögmæta. Málið snerist um ákvörðun ÁTVR um að taka bjórtegundirnar Faxe Witbier og Faxe IPA úr sölu vegna þess að þeir næðu ekki inn á lista yfir þá fimmtíu bjóra í flokknum annar bjór sem hafa mesta framlegð. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi að ÁTVR hefði ekki verið heimilt að miða við framlegð við úthlutun á hilluplássi vegna skorts á lagaheimild til þess. Miða hefði átt við eftirspurn, líkt og segir í lögum. Dista vísaði meðal annars til þess að með því að meta verðleika vara út frá framlegð frekar en eftirspurn væri dýrari vörum haldið að neytendum. Allt í lagi að byggja á reglugerð Í niðurstöðu Landsréttar, sem kvað upp dóm í gær, segir að samkvæmt ákvæði laga um verslun með áfengi og tóbak skyldi ráðherra setja nánari reglur um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi, sem skyldu miða að því að tryggja vöruúrval, meðal annars með hliðsjón af eftirspurn kaupenda, jafnframt því að tryggja framleiðendum og birgjum áfengis möguleika á að koma vörum í sölu í áfengisverslunum. Að virtri breytingarsögu ákvæðisins hafi ekki verið ráðið að ætlun löggjafans hefði verið að hrófla við þeirri áralöngu tilhögun að miða árangursviðmið um vöruval við framlegð. Þá hafi verið fallist á með ÁTVR að viðmið um framlegð endurspeglaði eftirspurn og væri betur til þess fallið að tryggja vöruúrval í verslunum og sölumöguleika birgja. Einsýnt hafi verið að mati réttarins að þau sjónarmið sem lágu til grundvallar framlegðarviðmiði teldust málefnaleg og í samræmi við markmið áfengislaga um að ÁTVR skyldi starfa með samfélagslega ábyrgð og lýðheilsu að leiðarljósi. Því væri niðurstaða Landsréttar að framlegðarviðmiðið ætti sér fullnægjandi lagastoð. Þurftu ekki að veita andmælarétt vegna augljósrar afstöðu Þá hafi ekki verið fallist á með Dista að ÁTVR hefði brotið gegn andmælareglu stjórnsýsluréttar, en ljóst hafi þótt að Dista væri kunnugt um þau viðmið sem réðu vöruvali ÁTVR og að afstaða fyrirtækisins til þeirra lægi fyrir. Því hafi verið óþarft að gefa Dista kost á að tjá sig um efni málsins. Loks hafi málsástæðum Dista um valdþurrð þess starfsmanns ÁTVR sem tók hinar umþrættu ákvarðanir og um brot á öðrum meginreglum stjórnsýslulaga verið hafnað. Dista var gert að greiða ÁTVR 1,5 milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Áfengi og tóbak Dómsmál Verslun Mest lesið Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Fleiri fréttir Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Sjá meira
Þetta er niðurstaða Landsréttar í máli áfengisinnflutningsfyrirtækisins Dista ehf. á hendur ÁTVR. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt ákvörðun ÁTVR ólögmæta. Málið snerist um ákvörðun ÁTVR um að taka bjórtegundirnar Faxe Witbier og Faxe IPA úr sölu vegna þess að þeir næðu ekki inn á lista yfir þá fimmtíu bjóra í flokknum annar bjór sem hafa mesta framlegð. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi að ÁTVR hefði ekki verið heimilt að miða við framlegð við úthlutun á hilluplássi vegna skorts á lagaheimild til þess. Miða hefði átt við eftirspurn, líkt og segir í lögum. Dista vísaði meðal annars til þess að með því að meta verðleika vara út frá framlegð frekar en eftirspurn væri dýrari vörum haldið að neytendum. Allt í lagi að byggja á reglugerð Í niðurstöðu Landsréttar, sem kvað upp dóm í gær, segir að samkvæmt ákvæði laga um verslun með áfengi og tóbak skyldi ráðherra setja nánari reglur um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi, sem skyldu miða að því að tryggja vöruúrval, meðal annars með hliðsjón af eftirspurn kaupenda, jafnframt því að tryggja framleiðendum og birgjum áfengis möguleika á að koma vörum í sölu í áfengisverslunum. Að virtri breytingarsögu ákvæðisins hafi ekki verið ráðið að ætlun löggjafans hefði verið að hrófla við þeirri áralöngu tilhögun að miða árangursviðmið um vöruval við framlegð. Þá hafi verið fallist á með ÁTVR að viðmið um framlegð endurspeglaði eftirspurn og væri betur til þess fallið að tryggja vöruúrval í verslunum og sölumöguleika birgja. Einsýnt hafi verið að mati réttarins að þau sjónarmið sem lágu til grundvallar framlegðarviðmiði teldust málefnaleg og í samræmi við markmið áfengislaga um að ÁTVR skyldi starfa með samfélagslega ábyrgð og lýðheilsu að leiðarljósi. Því væri niðurstaða Landsréttar að framlegðarviðmiðið ætti sér fullnægjandi lagastoð. Þurftu ekki að veita andmælarétt vegna augljósrar afstöðu Þá hafi ekki verið fallist á með Dista að ÁTVR hefði brotið gegn andmælareglu stjórnsýsluréttar, en ljóst hafi þótt að Dista væri kunnugt um þau viðmið sem réðu vöruvali ÁTVR og að afstaða fyrirtækisins til þeirra lægi fyrir. Því hafi verið óþarft að gefa Dista kost á að tjá sig um efni málsins. Loks hafi málsástæðum Dista um valdþurrð þess starfsmanns ÁTVR sem tók hinar umþrættu ákvarðanir og um brot á öðrum meginreglum stjórnsýslulaga verið hafnað. Dista var gert að greiða ÁTVR 1,5 milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti.
Áfengi og tóbak Dómsmál Verslun Mest lesið Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Fleiri fréttir Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent