Enn eitt dauðsfallið í sofandi samfélagi Sigmar Guðmundsson skrifar 6. febrúar 2024 13:30 Enn eitt dauðsfallið. Fjölmiðlar greina frá því í dag að átján ára drengur er dáin. Úr ofneyslu. Þessi ungi maður og öll hans fjölskylda átti sér draum um fallega framtíð. Draum um gott líf í góðu landi. En harkalegur veruleikinn er sá að skæður sjúkdómur lagði hann af velli í samfélagi sem er sinnulaust og sofandi þegar kemur að veikindum hans og annara. Sorgin er óendanlega mikil hjá fjölskyldu hans og vinum og ég votta þeim öllum mína dýpstu samúð. Af hverju reynist það okkur sem samfélagi um megn að vera sorgmædd yfir þeirri staðreynd að um 100 einstaklinga deyja á hverju einasta ári á Íslandi úr þessum sama fíknisjúkdómi? Ef 100 manns myndu deyja í náttúruhamförum á morgun þá yrði þjóðfélagið lamað í sameiginlegri sorg. Sorg sem myndi svo þróast yfir í vilja og verkfæri til að gera allt sem í okkar valdi stæði til að koma í veg fyrir annað sambærilegt áfall. Af hverju nær þessi hugsun og samkennd ekki til þeirra sem deyja vegna fíknar? Við erum sífellt að móta stefnu til framtíðar í mörgum málaflokkum. Til dæmis samþykkjum við samgönguáætlun til að forgangsraða fjármunum í tímasett verkefni, meðal annars út frá öryggi og samfélagslegum hagsmunum. Fjöldi banaslysa á fyrstu vikum ársins vekur með okkur vilja til að gera betur. Við sáum ógn og bregðumst blessunarlega við, bæði með umræðu og aðgerðum. Það er ekki til of mikils ætlast að einn alvarlegasti heilbrigðisvandi þjóðarinnar fái sömu athygli hjá ráðamönnum. Við verðum að viðurkenna í verki að sorg og áfall fjölskyldu sem missir átján ára dreng úr banvænum sjúkdómi, er sorgin okkar allra. Það er tilviljun að á sama degi og fjölmiðlar greina frá andláti unga mannsins mun ég mæla fyrir þingmáli þar sem stjórnvöldum er falið það hlutverk að móta stefnu í áfengis og vímuvarnarmálum til framtíðar. Að stjórnvöld viðurkenni í verki að við þurfum plan og áætlun til að lágmarka skaðann af sjúkdómi sem fellir um 100 einstaklinga og varpar þjáningu, sorg og myrkri yfir þúsundir annara á hverju einasta ári. Slík stefna hefur ekki verið í gildi á Íslandi síðan 2020. Þetta leysir auðvitað ekki allan vandann. En verður kannski til þess að sorgin og þjáningin finni sér farveg í raunverulegum aðgerðum. Vöknum! Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Fíkn Viðreisn Mest lesið Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Enn eitt dauðsfallið. Fjölmiðlar greina frá því í dag að átján ára drengur er dáin. Úr ofneyslu. Þessi ungi maður og öll hans fjölskylda átti sér draum um fallega framtíð. Draum um gott líf í góðu landi. En harkalegur veruleikinn er sá að skæður sjúkdómur lagði hann af velli í samfélagi sem er sinnulaust og sofandi þegar kemur að veikindum hans og annara. Sorgin er óendanlega mikil hjá fjölskyldu hans og vinum og ég votta þeim öllum mína dýpstu samúð. Af hverju reynist það okkur sem samfélagi um megn að vera sorgmædd yfir þeirri staðreynd að um 100 einstaklinga deyja á hverju einasta ári á Íslandi úr þessum sama fíknisjúkdómi? Ef 100 manns myndu deyja í náttúruhamförum á morgun þá yrði þjóðfélagið lamað í sameiginlegri sorg. Sorg sem myndi svo þróast yfir í vilja og verkfæri til að gera allt sem í okkar valdi stæði til að koma í veg fyrir annað sambærilegt áfall. Af hverju nær þessi hugsun og samkennd ekki til þeirra sem deyja vegna fíknar? Við erum sífellt að móta stefnu til framtíðar í mörgum málaflokkum. Til dæmis samþykkjum við samgönguáætlun til að forgangsraða fjármunum í tímasett verkefni, meðal annars út frá öryggi og samfélagslegum hagsmunum. Fjöldi banaslysa á fyrstu vikum ársins vekur með okkur vilja til að gera betur. Við sáum ógn og bregðumst blessunarlega við, bæði með umræðu og aðgerðum. Það er ekki til of mikils ætlast að einn alvarlegasti heilbrigðisvandi þjóðarinnar fái sömu athygli hjá ráðamönnum. Við verðum að viðurkenna í verki að sorg og áfall fjölskyldu sem missir átján ára dreng úr banvænum sjúkdómi, er sorgin okkar allra. Það er tilviljun að á sama degi og fjölmiðlar greina frá andláti unga mannsins mun ég mæla fyrir þingmáli þar sem stjórnvöldum er falið það hlutverk að móta stefnu í áfengis og vímuvarnarmálum til framtíðar. Að stjórnvöld viðurkenni í verki að við þurfum plan og áætlun til að lágmarka skaðann af sjúkdómi sem fellir um 100 einstaklinga og varpar þjáningu, sorg og myrkri yfir þúsundir annara á hverju einasta ári. Slík stefna hefur ekki verið í gildi á Íslandi síðan 2020. Þetta leysir auðvitað ekki allan vandann. En verður kannski til þess að sorgin og þjáningin finni sér farveg í raunverulegum aðgerðum. Vöknum! Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun