Börn og ungmenni eiga meiri virðingu skilið Eymundur Eymundsson skrifar 6. febrúar 2024 08:00 Mig langar að leyfa ykkur að skyggnast í líf unglings sem glímir við mikla félagsfælni og hvaða afleiðingar geta orðið ef ekkert er að gert. Við vitum ansi margt í dag sem við vissum ekki áður og það hlýtur að vera öllum til góðs að efla forvarnir í grunn- og framhaldsskólum landsins. Ég var í mörg ár með fyrirlestra í grunn- og framhaldsskólum landsins um félagsfælni sem ég hef lifað með í 45 ár. Það er gott að hafa getað nýtt persónulega reynslu til góðs en börn og ungmenni sem glíma við mikla félagsfælni þurfa að fá hjálp strax í æsku annars erum við alltaf að taka á afleiðingum. Ég var barn sem byrjaði að finna fyrir ótta strax í grunnskólagöngu og sá ótti varð að enn meiri hræðslu og skömm um 12 ára aldur. Mig langaði helst ekki að mæta í skólann nema í leikfimi og í íþróttum en þar fann ég mig þótt mér liði ekki vel. Ég átti erfitt með einbeita mér og erfitt með að læra og maður verður óframfærinn. Það er nefnilega erfitt að eiga við taugakerfið og tilfinninganæmi er mikið. Félagsfælni fylgir mikil viðkvæmni og reiði yfir eigin líðan og það er erfitt að eiga í félagslegum samskiptum og segja sína skoðun við annað fólk. Neikvæðar hugsanir og að vilja ekki lifa glímdi ég við á hverjum degi. Mér leið best í mínu herbergi þar sem myrkur var en leið samt ömurlega að geta ekki sagt að mér liði illa þar sem ég var hræddur við dómhörku að lítið yrði gert úr minn vanlíðan. Mig langaði að geta tekið þátt með bekkjarfélögum í stað þess að leika trúð svo enginn myndi sjá mína vanlíðan sem var í minni sál. Í dag eigum við að vita betur og börn framtíðarinnar eiga skilið þá hjálp sem þau þurfa í stað afleiðinga. Það þekktist ekkert að tala um sína vanlíðan hér áður fyrr og ekkert annað í boði en að rífa sig upp og ég er hræddur um að margir hafi leitað í flöskuna eða fallið frá langt um aldur fram. Mikil einangrun, eiga erfitt með félagsleg tengsl og forðast flestar aðstæður, þunglyndi, vímuefnamisnotkun, sjálfsvíg, sjálfsmynd og sjálfstraust lítið sem ekkert er bara lítill hluti afleiðingar af félagsfælni. Ég lifi með minni félagsfælni og er þakklátur að þurfa ekki að skammast mín fyrir það var ekki eins fólk vilji láta sér líða illa eða ég vona ekki. Því miður hef ég þurft að fylgja nokkrum sem hafa fallið frá og aðrir sem glíma við vímuefnamisnotkun. Ég kalla bara eftir meiri virðingu og aðgerðum um félagsfælni og vanlíðan barna og ungmenna og þar geta fjölmiðlar m.a. haft meiri áhrif. Höfundur hefur glímt við félagsfælni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Geðheilbrigði Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Mig langar að leyfa ykkur að skyggnast í líf unglings sem glímir við mikla félagsfælni og hvaða afleiðingar geta orðið ef ekkert er að gert. Við vitum ansi margt í dag sem við vissum ekki áður og það hlýtur að vera öllum til góðs að efla forvarnir í grunn- og framhaldsskólum landsins. Ég var í mörg ár með fyrirlestra í grunn- og framhaldsskólum landsins um félagsfælni sem ég hef lifað með í 45 ár. Það er gott að hafa getað nýtt persónulega reynslu til góðs en börn og ungmenni sem glíma við mikla félagsfælni þurfa að fá hjálp strax í æsku annars erum við alltaf að taka á afleiðingum. Ég var barn sem byrjaði að finna fyrir ótta strax í grunnskólagöngu og sá ótti varð að enn meiri hræðslu og skömm um 12 ára aldur. Mig langaði helst ekki að mæta í skólann nema í leikfimi og í íþróttum en þar fann ég mig þótt mér liði ekki vel. Ég átti erfitt með einbeita mér og erfitt með að læra og maður verður óframfærinn. Það er nefnilega erfitt að eiga við taugakerfið og tilfinninganæmi er mikið. Félagsfælni fylgir mikil viðkvæmni og reiði yfir eigin líðan og það er erfitt að eiga í félagslegum samskiptum og segja sína skoðun við annað fólk. Neikvæðar hugsanir og að vilja ekki lifa glímdi ég við á hverjum degi. Mér leið best í mínu herbergi þar sem myrkur var en leið samt ömurlega að geta ekki sagt að mér liði illa þar sem ég var hræddur við dómhörku að lítið yrði gert úr minn vanlíðan. Mig langaði að geta tekið þátt með bekkjarfélögum í stað þess að leika trúð svo enginn myndi sjá mína vanlíðan sem var í minni sál. Í dag eigum við að vita betur og börn framtíðarinnar eiga skilið þá hjálp sem þau þurfa í stað afleiðinga. Það þekktist ekkert að tala um sína vanlíðan hér áður fyrr og ekkert annað í boði en að rífa sig upp og ég er hræddur um að margir hafi leitað í flöskuna eða fallið frá langt um aldur fram. Mikil einangrun, eiga erfitt með félagsleg tengsl og forðast flestar aðstæður, þunglyndi, vímuefnamisnotkun, sjálfsvíg, sjálfsmynd og sjálfstraust lítið sem ekkert er bara lítill hluti afleiðingar af félagsfælni. Ég lifi með minni félagsfælni og er þakklátur að þurfa ekki að skammast mín fyrir það var ekki eins fólk vilji láta sér líða illa eða ég vona ekki. Því miður hef ég þurft að fylgja nokkrum sem hafa fallið frá og aðrir sem glíma við vímuefnamisnotkun. Ég kalla bara eftir meiri virðingu og aðgerðum um félagsfælni og vanlíðan barna og ungmenna og þar geta fjölmiðlar m.a. haft meiri áhrif. Höfundur hefur glímt við félagsfælni.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun