Vitundarvakning um félagsfælni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 5. febrúar 2024 10:31 Undanfarin misseri hafa komið fram vísbendingar um að einsemd hafi færst í vöxt á heimsvísu og kunna breyttir samskiptahættir og heimsfaraldur kórónuveirunnar að hafa haft þar áhrif. Þeir sem viðkvæmir voru fyrir, til dæmis kvíðnir eða einangraðir, hafa átt hvað erfiðast með að fóta sig eftir heimsfaraldurinn. Því hefur verið hrint af stað vitundarvakningu um félagsfælni á vegum Kvíðameðferðarstöðvarinnar. Félagsfælni er hamlandi kvíðavandi sem veldur einsemd og einkennist af þrálátum áhyggjum af álit annarra. Meðal þess sem fólk óttast er að koma illa fyrir, virðast stressað; roðna, svitna, stama, eða segja eitthvað sem fellur í grýttan jarðveg. Fólk kvíðir félagslegum aðstæðum, forðast þær eða þraukar þrátt fyrir vanlíðan og fær bakþanka þegar heim er komið. Kvíðinn getur einskorðast við ákveðnar aðstæður, eins og þeim að leika á hljóðfæri fyrir framan aðra, en tengist þó oftar margvíslegum félagslegum aðstæðum eins og þeim að tjá sig í hópi, taka þátt í félagslífi og fara á stefnumót. Flestum er annt um álit annarra. Hóflegur félagskvíði fær fólk til að vanda sig í samskiptum og varast að særa aðra. Óhóflegur félagskvíði skerðir hins vegar lífsgæði og möguleika fólks á því að tengjast öðrum, eignast félaga, afla sér menntunar, sinna áhugamálum og ná framgöngu í starfi. Af honum getur jafnframt hlotist þunglyndi og misnotkun á áfengi eða lyfjum. Breytt birtingarmynd Félagsfælni er ein algengasta kvíðaröskunin og hrjáir um 10% fólks, eða sem samsvarar 40.000 Íslendingum. Algengast er að hún hefjist á unglingsárum og vill því miður vill festast í sessi, ef ekkert er að gert, sér í lagi ef hún rjátlast ekki af fólki á fyrstu árunum. Ekki er vitað til þess að félagsfælni hafi færst í aukana en þó fara áhyggjur vaxandi af ungu kynslóðinni sem dvelur löngum stundum á samfélagsmiðlum. Einhverjir kunna af þeim sökum að eiga erfiðara með samskipti í raunheimum en áður. Það getur til dæmis reynst ungu fólki erfitt að hringja og afla sér upplýsinga, enda er orðið auðveldara að koma sér hjá slíkum aðstæðum. Þó hafa samskipti yfir netið sína kosti og gera sumum kleift að stofna til kynna sem annars hefði gengið brösulega. Ýmsar aðstæður í netheimum geta hins vegar reynst erfiðar þegar félagskvíði er annars vegar, svo sem það að pósta myndum af sér, taka þátt í netspjalli, tjá skoðun og „læka“ við færslur. Því má segja að það séu að einhverju leyti annars konar aðstæður sem eru krefjandi í dag. Félagsfælni er ekki ný af nálinni og hefur fylgt manninum frá örófi alda. Óttinn við álit og höfnun annarra er mannskepnunni í blóð borinn, enda gat á öldum árum verið erfitt fyrir þann mann að bjarga sér, sem kallað hafði yfir sig höfnun hópsins. Enn er okkur í mun að falla öðrum í geð og getur það eitt að vera hafnað í tölvuleik, kallað fram sterk líkamleg og tilfinningaleg viðbrögð. Góðar batahorfur Félagsfælnir trúa því oft að vandinn sé hluti af þeirra persónuleika og vita ekki alltaf að um algenga kvíðaröskun sé að ræða sem ráða megi bót á. Hugræn atferlismeðferð er hvað mest rannsakaða meðferðarúrræðið og ber þann árangur að að 80% fólks mælist umtalsvert betra eða innan eðlilegra marka á félagskvíða eftir aðeins tíu tíma meðferð. Er þar unnið markvisst að því að uppræta viðbrögð sem eiga þátt í að viðhalda vandanum. Sem betur fer kemur fólk sífellt yngra til meðferðar en áður var, en þó er aldrei of seint að leita sér aðstoðar og öðlast nýtt og kvíðaminna líf. Á næstu mánuðum verður fjallað betur um félagsfælni á samfélagsmiðlum Kvíðameðferðarstöðvarinnar og fræðsluerindi haldin fyrir almenning. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Dröfn Davíðsdóttir Geðheilbrigði Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hafa komið fram vísbendingar um að einsemd hafi færst í vöxt á heimsvísu og kunna breyttir samskiptahættir og heimsfaraldur kórónuveirunnar að hafa haft þar áhrif. Þeir sem viðkvæmir voru fyrir, til dæmis kvíðnir eða einangraðir, hafa átt hvað erfiðast með að fóta sig eftir heimsfaraldurinn. Því hefur verið hrint af stað vitundarvakningu um félagsfælni á vegum Kvíðameðferðarstöðvarinnar. Félagsfælni er hamlandi kvíðavandi sem veldur einsemd og einkennist af þrálátum áhyggjum af álit annarra. Meðal þess sem fólk óttast er að koma illa fyrir, virðast stressað; roðna, svitna, stama, eða segja eitthvað sem fellur í grýttan jarðveg. Fólk kvíðir félagslegum aðstæðum, forðast þær eða þraukar þrátt fyrir vanlíðan og fær bakþanka þegar heim er komið. Kvíðinn getur einskorðast við ákveðnar aðstæður, eins og þeim að leika á hljóðfæri fyrir framan aðra, en tengist þó oftar margvíslegum félagslegum aðstæðum eins og þeim að tjá sig í hópi, taka þátt í félagslífi og fara á stefnumót. Flestum er annt um álit annarra. Hóflegur félagskvíði fær fólk til að vanda sig í samskiptum og varast að særa aðra. Óhóflegur félagskvíði skerðir hins vegar lífsgæði og möguleika fólks á því að tengjast öðrum, eignast félaga, afla sér menntunar, sinna áhugamálum og ná framgöngu í starfi. Af honum getur jafnframt hlotist þunglyndi og misnotkun á áfengi eða lyfjum. Breytt birtingarmynd Félagsfælni er ein algengasta kvíðaröskunin og hrjáir um 10% fólks, eða sem samsvarar 40.000 Íslendingum. Algengast er að hún hefjist á unglingsárum og vill því miður vill festast í sessi, ef ekkert er að gert, sér í lagi ef hún rjátlast ekki af fólki á fyrstu árunum. Ekki er vitað til þess að félagsfælni hafi færst í aukana en þó fara áhyggjur vaxandi af ungu kynslóðinni sem dvelur löngum stundum á samfélagsmiðlum. Einhverjir kunna af þeim sökum að eiga erfiðara með samskipti í raunheimum en áður. Það getur til dæmis reynst ungu fólki erfitt að hringja og afla sér upplýsinga, enda er orðið auðveldara að koma sér hjá slíkum aðstæðum. Þó hafa samskipti yfir netið sína kosti og gera sumum kleift að stofna til kynna sem annars hefði gengið brösulega. Ýmsar aðstæður í netheimum geta hins vegar reynst erfiðar þegar félagskvíði er annars vegar, svo sem það að pósta myndum af sér, taka þátt í netspjalli, tjá skoðun og „læka“ við færslur. Því má segja að það séu að einhverju leyti annars konar aðstæður sem eru krefjandi í dag. Félagsfælni er ekki ný af nálinni og hefur fylgt manninum frá örófi alda. Óttinn við álit og höfnun annarra er mannskepnunni í blóð borinn, enda gat á öldum árum verið erfitt fyrir þann mann að bjarga sér, sem kallað hafði yfir sig höfnun hópsins. Enn er okkur í mun að falla öðrum í geð og getur það eitt að vera hafnað í tölvuleik, kallað fram sterk líkamleg og tilfinningaleg viðbrögð. Góðar batahorfur Félagsfælnir trúa því oft að vandinn sé hluti af þeirra persónuleika og vita ekki alltaf að um algenga kvíðaröskun sé að ræða sem ráða megi bót á. Hugræn atferlismeðferð er hvað mest rannsakaða meðferðarúrræðið og ber þann árangur að að 80% fólks mælist umtalsvert betra eða innan eðlilegra marka á félagskvíða eftir aðeins tíu tíma meðferð. Er þar unnið markvisst að því að uppræta viðbrögð sem eiga þátt í að viðhalda vandanum. Sem betur fer kemur fólk sífellt yngra til meðferðar en áður var, en þó er aldrei of seint að leita sér aðstoðar og öðlast nýtt og kvíðaminna líf. Á næstu mánuðum verður fjallað betur um félagsfælni á samfélagsmiðlum Kvíðameðferðarstöðvarinnar og fræðsluerindi haldin fyrir almenning. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun