Vitundarvakning um félagsfælni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 5. febrúar 2024 10:31 Undanfarin misseri hafa komið fram vísbendingar um að einsemd hafi færst í vöxt á heimsvísu og kunna breyttir samskiptahættir og heimsfaraldur kórónuveirunnar að hafa haft þar áhrif. Þeir sem viðkvæmir voru fyrir, til dæmis kvíðnir eða einangraðir, hafa átt hvað erfiðast með að fóta sig eftir heimsfaraldurinn. Því hefur verið hrint af stað vitundarvakningu um félagsfælni á vegum Kvíðameðferðarstöðvarinnar. Félagsfælni er hamlandi kvíðavandi sem veldur einsemd og einkennist af þrálátum áhyggjum af álit annarra. Meðal þess sem fólk óttast er að koma illa fyrir, virðast stressað; roðna, svitna, stama, eða segja eitthvað sem fellur í grýttan jarðveg. Fólk kvíðir félagslegum aðstæðum, forðast þær eða þraukar þrátt fyrir vanlíðan og fær bakþanka þegar heim er komið. Kvíðinn getur einskorðast við ákveðnar aðstæður, eins og þeim að leika á hljóðfæri fyrir framan aðra, en tengist þó oftar margvíslegum félagslegum aðstæðum eins og þeim að tjá sig í hópi, taka þátt í félagslífi og fara á stefnumót. Flestum er annt um álit annarra. Hóflegur félagskvíði fær fólk til að vanda sig í samskiptum og varast að særa aðra. Óhóflegur félagskvíði skerðir hins vegar lífsgæði og möguleika fólks á því að tengjast öðrum, eignast félaga, afla sér menntunar, sinna áhugamálum og ná framgöngu í starfi. Af honum getur jafnframt hlotist þunglyndi og misnotkun á áfengi eða lyfjum. Breytt birtingarmynd Félagsfælni er ein algengasta kvíðaröskunin og hrjáir um 10% fólks, eða sem samsvarar 40.000 Íslendingum. Algengast er að hún hefjist á unglingsárum og vill því miður vill festast í sessi, ef ekkert er að gert, sér í lagi ef hún rjátlast ekki af fólki á fyrstu árunum. Ekki er vitað til þess að félagsfælni hafi færst í aukana en þó fara áhyggjur vaxandi af ungu kynslóðinni sem dvelur löngum stundum á samfélagsmiðlum. Einhverjir kunna af þeim sökum að eiga erfiðara með samskipti í raunheimum en áður. Það getur til dæmis reynst ungu fólki erfitt að hringja og afla sér upplýsinga, enda er orðið auðveldara að koma sér hjá slíkum aðstæðum. Þó hafa samskipti yfir netið sína kosti og gera sumum kleift að stofna til kynna sem annars hefði gengið brösulega. Ýmsar aðstæður í netheimum geta hins vegar reynst erfiðar þegar félagskvíði er annars vegar, svo sem það að pósta myndum af sér, taka þátt í netspjalli, tjá skoðun og „læka“ við færslur. Því má segja að það séu að einhverju leyti annars konar aðstæður sem eru krefjandi í dag. Félagsfælni er ekki ný af nálinni og hefur fylgt manninum frá örófi alda. Óttinn við álit og höfnun annarra er mannskepnunni í blóð borinn, enda gat á öldum árum verið erfitt fyrir þann mann að bjarga sér, sem kallað hafði yfir sig höfnun hópsins. Enn er okkur í mun að falla öðrum í geð og getur það eitt að vera hafnað í tölvuleik, kallað fram sterk líkamleg og tilfinningaleg viðbrögð. Góðar batahorfur Félagsfælnir trúa því oft að vandinn sé hluti af þeirra persónuleika og vita ekki alltaf að um algenga kvíðaröskun sé að ræða sem ráða megi bót á. Hugræn atferlismeðferð er hvað mest rannsakaða meðferðarúrræðið og ber þann árangur að að 80% fólks mælist umtalsvert betra eða innan eðlilegra marka á félagskvíða eftir aðeins tíu tíma meðferð. Er þar unnið markvisst að því að uppræta viðbrögð sem eiga þátt í að viðhalda vandanum. Sem betur fer kemur fólk sífellt yngra til meðferðar en áður var, en þó er aldrei of seint að leita sér aðstoðar og öðlast nýtt og kvíðaminna líf. Á næstu mánuðum verður fjallað betur um félagsfælni á samfélagsmiðlum Kvíðameðferðarstöðvarinnar og fræðsluerindi haldin fyrir almenning. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Dröfn Davíðsdóttir Geðheilbrigði Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hafa komið fram vísbendingar um að einsemd hafi færst í vöxt á heimsvísu og kunna breyttir samskiptahættir og heimsfaraldur kórónuveirunnar að hafa haft þar áhrif. Þeir sem viðkvæmir voru fyrir, til dæmis kvíðnir eða einangraðir, hafa átt hvað erfiðast með að fóta sig eftir heimsfaraldurinn. Því hefur verið hrint af stað vitundarvakningu um félagsfælni á vegum Kvíðameðferðarstöðvarinnar. Félagsfælni er hamlandi kvíðavandi sem veldur einsemd og einkennist af þrálátum áhyggjum af álit annarra. Meðal þess sem fólk óttast er að koma illa fyrir, virðast stressað; roðna, svitna, stama, eða segja eitthvað sem fellur í grýttan jarðveg. Fólk kvíðir félagslegum aðstæðum, forðast þær eða þraukar þrátt fyrir vanlíðan og fær bakþanka þegar heim er komið. Kvíðinn getur einskorðast við ákveðnar aðstæður, eins og þeim að leika á hljóðfæri fyrir framan aðra, en tengist þó oftar margvíslegum félagslegum aðstæðum eins og þeim að tjá sig í hópi, taka þátt í félagslífi og fara á stefnumót. Flestum er annt um álit annarra. Hóflegur félagskvíði fær fólk til að vanda sig í samskiptum og varast að særa aðra. Óhóflegur félagskvíði skerðir hins vegar lífsgæði og möguleika fólks á því að tengjast öðrum, eignast félaga, afla sér menntunar, sinna áhugamálum og ná framgöngu í starfi. Af honum getur jafnframt hlotist þunglyndi og misnotkun á áfengi eða lyfjum. Breytt birtingarmynd Félagsfælni er ein algengasta kvíðaröskunin og hrjáir um 10% fólks, eða sem samsvarar 40.000 Íslendingum. Algengast er að hún hefjist á unglingsárum og vill því miður vill festast í sessi, ef ekkert er að gert, sér í lagi ef hún rjátlast ekki af fólki á fyrstu árunum. Ekki er vitað til þess að félagsfælni hafi færst í aukana en þó fara áhyggjur vaxandi af ungu kynslóðinni sem dvelur löngum stundum á samfélagsmiðlum. Einhverjir kunna af þeim sökum að eiga erfiðara með samskipti í raunheimum en áður. Það getur til dæmis reynst ungu fólki erfitt að hringja og afla sér upplýsinga, enda er orðið auðveldara að koma sér hjá slíkum aðstæðum. Þó hafa samskipti yfir netið sína kosti og gera sumum kleift að stofna til kynna sem annars hefði gengið brösulega. Ýmsar aðstæður í netheimum geta hins vegar reynst erfiðar þegar félagskvíði er annars vegar, svo sem það að pósta myndum af sér, taka þátt í netspjalli, tjá skoðun og „læka“ við færslur. Því má segja að það séu að einhverju leyti annars konar aðstæður sem eru krefjandi í dag. Félagsfælni er ekki ný af nálinni og hefur fylgt manninum frá örófi alda. Óttinn við álit og höfnun annarra er mannskepnunni í blóð borinn, enda gat á öldum árum verið erfitt fyrir þann mann að bjarga sér, sem kallað hafði yfir sig höfnun hópsins. Enn er okkur í mun að falla öðrum í geð og getur það eitt að vera hafnað í tölvuleik, kallað fram sterk líkamleg og tilfinningaleg viðbrögð. Góðar batahorfur Félagsfælnir trúa því oft að vandinn sé hluti af þeirra persónuleika og vita ekki alltaf að um algenga kvíðaröskun sé að ræða sem ráða megi bót á. Hugræn atferlismeðferð er hvað mest rannsakaða meðferðarúrræðið og ber þann árangur að að 80% fólks mælist umtalsvert betra eða innan eðlilegra marka á félagskvíða eftir aðeins tíu tíma meðferð. Er þar unnið markvisst að því að uppræta viðbrögð sem eiga þátt í að viðhalda vandanum. Sem betur fer kemur fólk sífellt yngra til meðferðar en áður var, en þó er aldrei of seint að leita sér aðstoðar og öðlast nýtt og kvíðaminna líf. Á næstu mánuðum verður fjallað betur um félagsfælni á samfélagsmiðlum Kvíðameðferðarstöðvarinnar og fræðsluerindi haldin fyrir almenning. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun