Hissa á ákvörðun Hamilton Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. febrúar 2024 17:46 Toto Wolff er hissa á ákvörðun Lewis Hamilton um að yfirgefa Mercedes, en skilur hana þó. James Gasperotti/Ciancaphoto Studio/Getty Images Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes í Formúlu 1, viðurkennir að það hafi komið honum á óvart að sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton hafi tekið ákvörðun um að yfirgefa liðið að komandi tímabili loknu. Snemma í gær fóru að berast sögusagnir um það að Hamilton ætlaði sér að virkja ákvæði í samningi sínum við Mercedes og yfirgefa liðið til að skipta yfir til Ferrari eftir næsta tímabil. Í gærkvöldi fengust sögusagnirnar svo staðfestar og komandi tímabil verður síðasta tímabil Hamilton hjá Mercedes. Hamilton, sem hefur ekið fyrir Mercedes undanfarin ellefu ár, greindi Wolff frá ákvörðun sinni síðastliðinn miðvikudag. Wolff segist hafa verið hissa á ákvörðuninni, en að hann væri ekki fúll út í Hamilton og að hann hafi ekki reynt að fá sjöfalda heimsmeistarann til að skipta um skoðun. „Honum leið eins og hann þyrfti að breyta til og ég get skilið það,“ sagði Wolff. „Við höfum náð ótrúlegum árangri saman. Við vorum sammála um að hann myndi skrifa undir stuttan samning á sinum tíma og að önnur tækifæri gætu boðist, bæði fyrir hann og fyrir okkur.“ „Það gæti verið að hann hafi getað skrifað undir lengri samning hjá Ferrari og að hann ætli að láta virkilega á þetta reyna undir lok ferilsins,“ bættu Wolff við um hinn 39 ára gamla Hamilton. „Við erum búnir að ganga í gegnum magnað ferðalag saman. Ferðalag sem löngu er komið í sögubækurnar. Við viljum enda þetta á jákvæðum nótum, en við munum byggja í átt að nýju, árangursríku tímabili.“ Akstursíþróttir Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Snemma í gær fóru að berast sögusagnir um það að Hamilton ætlaði sér að virkja ákvæði í samningi sínum við Mercedes og yfirgefa liðið til að skipta yfir til Ferrari eftir næsta tímabil. Í gærkvöldi fengust sögusagnirnar svo staðfestar og komandi tímabil verður síðasta tímabil Hamilton hjá Mercedes. Hamilton, sem hefur ekið fyrir Mercedes undanfarin ellefu ár, greindi Wolff frá ákvörðun sinni síðastliðinn miðvikudag. Wolff segist hafa verið hissa á ákvörðuninni, en að hann væri ekki fúll út í Hamilton og að hann hafi ekki reynt að fá sjöfalda heimsmeistarann til að skipta um skoðun. „Honum leið eins og hann þyrfti að breyta til og ég get skilið það,“ sagði Wolff. „Við höfum náð ótrúlegum árangri saman. Við vorum sammála um að hann myndi skrifa undir stuttan samning á sinum tíma og að önnur tækifæri gætu boðist, bæði fyrir hann og fyrir okkur.“ „Það gæti verið að hann hafi getað skrifað undir lengri samning hjá Ferrari og að hann ætli að láta virkilega á þetta reyna undir lok ferilsins,“ bættu Wolff við um hinn 39 ára gamla Hamilton. „Við erum búnir að ganga í gegnum magnað ferðalag saman. Ferðalag sem löngu er komið í sögubækurnar. Við viljum enda þetta á jákvæðum nótum, en við munum byggja í átt að nýju, árangursríku tímabili.“
Akstursíþróttir Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira