Hissa á ákvörðun Hamilton Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. febrúar 2024 17:46 Toto Wolff er hissa á ákvörðun Lewis Hamilton um að yfirgefa Mercedes, en skilur hana þó. James Gasperotti/Ciancaphoto Studio/Getty Images Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes í Formúlu 1, viðurkennir að það hafi komið honum á óvart að sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton hafi tekið ákvörðun um að yfirgefa liðið að komandi tímabili loknu. Snemma í gær fóru að berast sögusagnir um það að Hamilton ætlaði sér að virkja ákvæði í samningi sínum við Mercedes og yfirgefa liðið til að skipta yfir til Ferrari eftir næsta tímabil. Í gærkvöldi fengust sögusagnirnar svo staðfestar og komandi tímabil verður síðasta tímabil Hamilton hjá Mercedes. Hamilton, sem hefur ekið fyrir Mercedes undanfarin ellefu ár, greindi Wolff frá ákvörðun sinni síðastliðinn miðvikudag. Wolff segist hafa verið hissa á ákvörðuninni, en að hann væri ekki fúll út í Hamilton og að hann hafi ekki reynt að fá sjöfalda heimsmeistarann til að skipta um skoðun. „Honum leið eins og hann þyrfti að breyta til og ég get skilið það,“ sagði Wolff. „Við höfum náð ótrúlegum árangri saman. Við vorum sammála um að hann myndi skrifa undir stuttan samning á sinum tíma og að önnur tækifæri gætu boðist, bæði fyrir hann og fyrir okkur.“ „Það gæti verið að hann hafi getað skrifað undir lengri samning hjá Ferrari og að hann ætli að láta virkilega á þetta reyna undir lok ferilsins,“ bættu Wolff við um hinn 39 ára gamla Hamilton. „Við erum búnir að ganga í gegnum magnað ferðalag saman. Ferðalag sem löngu er komið í sögubækurnar. Við viljum enda þetta á jákvæðum nótum, en við munum byggja í átt að nýju, árangursríku tímabili.“ Akstursíþróttir Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Snemma í gær fóru að berast sögusagnir um það að Hamilton ætlaði sér að virkja ákvæði í samningi sínum við Mercedes og yfirgefa liðið til að skipta yfir til Ferrari eftir næsta tímabil. Í gærkvöldi fengust sögusagnirnar svo staðfestar og komandi tímabil verður síðasta tímabil Hamilton hjá Mercedes. Hamilton, sem hefur ekið fyrir Mercedes undanfarin ellefu ár, greindi Wolff frá ákvörðun sinni síðastliðinn miðvikudag. Wolff segist hafa verið hissa á ákvörðuninni, en að hann væri ekki fúll út í Hamilton og að hann hafi ekki reynt að fá sjöfalda heimsmeistarann til að skipta um skoðun. „Honum leið eins og hann þyrfti að breyta til og ég get skilið það,“ sagði Wolff. „Við höfum náð ótrúlegum árangri saman. Við vorum sammála um að hann myndi skrifa undir stuttan samning á sinum tíma og að önnur tækifæri gætu boðist, bæði fyrir hann og fyrir okkur.“ „Það gæti verið að hann hafi getað skrifað undir lengri samning hjá Ferrari og að hann ætli að láta virkilega á þetta reyna undir lok ferilsins,“ bættu Wolff við um hinn 39 ára gamla Hamilton. „Við erum búnir að ganga í gegnum magnað ferðalag saman. Ferðalag sem löngu er komið í sögubækurnar. Við viljum enda þetta á jákvæðum nótum, en við munum byggja í átt að nýju, árangursríku tímabili.“
Akstursíþróttir Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira