Morðin á Rósu Luxemburg og Karli Liebknecht 1919 Erlingur Hansson skrifar 24. janúar 2024 14:30 15. janúar 2024 eru 105 ár liðin frá því Rósa Luxemburg og Karl Liebknecht voru myrt án dóms og laga í Berlín. Heimsstyrjöldin sem hófst fyrir 110 árum átti sér aðdraganda. Á áratugunum fyrir 1914 höfðu starfað víða í Evrópu og öðrum heimsálfum jafnaðarmannaflokkar. Þeir byggðu fylgi sinn á sífellt vaxandi verkamannastétt. Í öllum styrjöldum fyrir 1914 höfðu stjórnvöld sótt mannafla í hernaði með því að kveða unga karla í herinn. Þeir voru notaðir á 19. og á 20. öld sem fallbyssufóður og att út á vígvöllinn. Stefna allra sósíaldemókrata frá stofnun 2. alþjóðasambandsins árið 1889 var að beita sér gegn hernaðarhyggju stjórnvalda og beita sér gegn þeirri stefnu valdhafa að senda unga karla sem fótgönguliða í stríð en allir vissu að án óbreyttra hermanna virkaði ekki stríðsvél valdhafanna í Berlín, París, Pétursborg, Vín eða í London. Jafnaðarmannaflokkar höfðu hvergi náð völdum en margítrekuð stefna þeirra var að þeir ætluðu ekki að samþykkja að verkafólk ætti að taka þátt í stríðsbrölti valdhafa í hverju landi fyrir sig. Langöflugasti flokkur jafnaðarmanna var í Þýskalandi í byrjun 20. aldar. Sá flokkur var langstærstur þeirra flokka sem áttu sæti í þýska löggjafarsamkundunni. Þessi flokkur gaf út tugi dagblaða og naut stuðnings launafólks víða í Þýskalandi. Aðrir sósíaldemókratar víðs vegar í veröldinni litu til þýska flokksins sem var þeirra fyrirmynd. Í kosningum árið 1912 fékk þýski jafnaðarmannaflokkurinn 35% atkvæða. Þingið í Berlín var hins vegar valdalítið. Keisarinn og ráðgjafar hans hundsuðu flokkinn en fóru sínu fram Keisarinn valdi sér ríkisstjórn en þurfti ekki að taka við fyrirmælum frá löggjafarþinginu. Þingræði var ekki í Þýskalandi árið 1914. En þingið hafði fjárveitingavald. 4. ágúst 1914 var fjárveiting til stríðsrekstursins samþykkt í þýska þinginu. Allir þingmenn jafnaðarmanna samþykktu fjárveitinguna. Þessi nýja stefna jafnaðarmanna í ágúst 1914 kom ýmsum á óvart. Hún braut algerlega gegn margítrekuðum samþykktum jafnaðarmanna á ýmsum flokksþingum og á þingum Annars alþjóðsambandsins. Keisarinn og áhangendur hans lofuðu sumarið 1914 þýsku þjóðinni skjótum sigri en svo fór ekki. Sósíaldemókrataflokkurinn klofnaði. Í desember 1914 var enn á ný borin undir þýska þingið beiðni um fjárveitingu til stríðsrekstarins. Þá greiddi Karl Liebknecht atkvæði gegn tillögunni. Rósa Luxemburg hafði verið dæmd sek fyrir að halda ræðu á opinberum vettvangi gegn stríðsundirbúningi valdstjórnarinnar. Í febrúar 1915 var hún fangelsuð. Hún sat eftir það mestöll stríðsárin í fangelsi. Karl Liebknecht losnaði úr fangelsi 23. október 1918 en Rósa Luxemburg 9. nóvember 1918. Þau höfðu bæði verið virkir félagar í jafnaðarmannaflokknum árum saman fyrir árið 1914. Stríðinu lauk 11. nóvember 1918 þegar ritað undir vopnahléssamninga. Keisarinn flúði land en Þýskalandi var eftir það stjórnað af sósíaldemókrataforingjunum Noske, Scheidemann og Ebert. Gustav Noske fór með stjórn hersins. Hann skipaði Waldimar Pabst að fara með herdeild sína til Berlínar. Sú herdeild bældi niður uppreisn byltingarmanna í Berlín árslok 1918. Noske og Pabst töluðu saman í síma og voru allar aðgerðir herdeildarinnar framkvæmdar í samráði við Noske. Karl Liebknecht og Rósa Luxemburg voru tekin af lífi án dóms og laga þann 15. janúar 1919 að boði Noske með fullu samþykki hinna krataforingjanna. Þröstur Ólafsson gaf út bók á liðnu ári sem hann nefnir Horfinn heimur-minningaglefsur. Á blaðsíðu 31 í þeirri bók lýsir hann því ófriðarástandi sem upp kom eftir að þýska stórveldið tapaði styrjöldinni í árslok 1918. Hann segir:“Ófriðarseggir óðu uppi og götuvígi voru reist um alla borg.“ Hann velur þó helsta ófriðarseggjum álfunnar ekki þetta orð. Fyrri heimsstyrjöldin var mannskæður ófriður. Þeir valdamenn sem hófu þann ófrið árið 1914 eru réttnefndir ófriðarseggir. Ber þá fyrst og fremst að nefna þrjá keisara sem hófu ófrið sumarið 1914 en þeir stjórnuðu í Pétursborg, Vínarborg og Berlín. Þröstur velur þeim virðulegri heiti en í umfjöllun sinni segir hann alþýðu manna sem gerði uppreisn í árslok 1918 ófriðarseggi. Það lýsir afstöðu Þrastar til þessa fólks. Keisarar sem árið 1914 hófu styrjöld sem kostaði að lokum milljónir mannslífa voru þeir sem rétt væri að nefna ófriðarseggi. Sjóliðar, verkafólk og öll alþýða í Þýskalandi sem blekkt var af stjórnvöldum sumarið 1914 til að styðja stríðsrekstur keisarans var í réttmætri uppreisn gegn kúgurum sínum í árslok 1918 og í ársbyrjun 1919. Þetta fólk var alls ekki ófriðarseggir. Pabst sem stjórnaði herdeild þeirri er myrti Luxemburg og Liebknecht slapp vel frá þessum tímum. Hann lifði fram til ársins 1970. Hann starfaði sem herforingi alla stjórnartíð Hitlers. Hann var auðugur vopnasali er hann lést árið 1970. Ebert, Scheidemann og Noske höfðu setið lengi í forystu þingflokks þýskra jafnaðarmanna. Þeir og flokkbræður þeirra báru pólitíska ábyrgð á morðunum á Rósu Luxemburg og Karli Liebknecht þó Pabst og undirmenn hans hafi séð um illvirkin. Höfundur er áhugamaður um sögu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fyrri heimsstyrjöldin Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
15. janúar 2024 eru 105 ár liðin frá því Rósa Luxemburg og Karl Liebknecht voru myrt án dóms og laga í Berlín. Heimsstyrjöldin sem hófst fyrir 110 árum átti sér aðdraganda. Á áratugunum fyrir 1914 höfðu starfað víða í Evrópu og öðrum heimsálfum jafnaðarmannaflokkar. Þeir byggðu fylgi sinn á sífellt vaxandi verkamannastétt. Í öllum styrjöldum fyrir 1914 höfðu stjórnvöld sótt mannafla í hernaði með því að kveða unga karla í herinn. Þeir voru notaðir á 19. og á 20. öld sem fallbyssufóður og att út á vígvöllinn. Stefna allra sósíaldemókrata frá stofnun 2. alþjóðasambandsins árið 1889 var að beita sér gegn hernaðarhyggju stjórnvalda og beita sér gegn þeirri stefnu valdhafa að senda unga karla sem fótgönguliða í stríð en allir vissu að án óbreyttra hermanna virkaði ekki stríðsvél valdhafanna í Berlín, París, Pétursborg, Vín eða í London. Jafnaðarmannaflokkar höfðu hvergi náð völdum en margítrekuð stefna þeirra var að þeir ætluðu ekki að samþykkja að verkafólk ætti að taka þátt í stríðsbrölti valdhafa í hverju landi fyrir sig. Langöflugasti flokkur jafnaðarmanna var í Þýskalandi í byrjun 20. aldar. Sá flokkur var langstærstur þeirra flokka sem áttu sæti í þýska löggjafarsamkundunni. Þessi flokkur gaf út tugi dagblaða og naut stuðnings launafólks víða í Þýskalandi. Aðrir sósíaldemókratar víðs vegar í veröldinni litu til þýska flokksins sem var þeirra fyrirmynd. Í kosningum árið 1912 fékk þýski jafnaðarmannaflokkurinn 35% atkvæða. Þingið í Berlín var hins vegar valdalítið. Keisarinn og ráðgjafar hans hundsuðu flokkinn en fóru sínu fram Keisarinn valdi sér ríkisstjórn en þurfti ekki að taka við fyrirmælum frá löggjafarþinginu. Þingræði var ekki í Þýskalandi árið 1914. En þingið hafði fjárveitingavald. 4. ágúst 1914 var fjárveiting til stríðsrekstursins samþykkt í þýska þinginu. Allir þingmenn jafnaðarmanna samþykktu fjárveitinguna. Þessi nýja stefna jafnaðarmanna í ágúst 1914 kom ýmsum á óvart. Hún braut algerlega gegn margítrekuðum samþykktum jafnaðarmanna á ýmsum flokksþingum og á þingum Annars alþjóðsambandsins. Keisarinn og áhangendur hans lofuðu sumarið 1914 þýsku þjóðinni skjótum sigri en svo fór ekki. Sósíaldemókrataflokkurinn klofnaði. Í desember 1914 var enn á ný borin undir þýska þingið beiðni um fjárveitingu til stríðsrekstarins. Þá greiddi Karl Liebknecht atkvæði gegn tillögunni. Rósa Luxemburg hafði verið dæmd sek fyrir að halda ræðu á opinberum vettvangi gegn stríðsundirbúningi valdstjórnarinnar. Í febrúar 1915 var hún fangelsuð. Hún sat eftir það mestöll stríðsárin í fangelsi. Karl Liebknecht losnaði úr fangelsi 23. október 1918 en Rósa Luxemburg 9. nóvember 1918. Þau höfðu bæði verið virkir félagar í jafnaðarmannaflokknum árum saman fyrir árið 1914. Stríðinu lauk 11. nóvember 1918 þegar ritað undir vopnahléssamninga. Keisarinn flúði land en Þýskalandi var eftir það stjórnað af sósíaldemókrataforingjunum Noske, Scheidemann og Ebert. Gustav Noske fór með stjórn hersins. Hann skipaði Waldimar Pabst að fara með herdeild sína til Berlínar. Sú herdeild bældi niður uppreisn byltingarmanna í Berlín árslok 1918. Noske og Pabst töluðu saman í síma og voru allar aðgerðir herdeildarinnar framkvæmdar í samráði við Noske. Karl Liebknecht og Rósa Luxemburg voru tekin af lífi án dóms og laga þann 15. janúar 1919 að boði Noske með fullu samþykki hinna krataforingjanna. Þröstur Ólafsson gaf út bók á liðnu ári sem hann nefnir Horfinn heimur-minningaglefsur. Á blaðsíðu 31 í þeirri bók lýsir hann því ófriðarástandi sem upp kom eftir að þýska stórveldið tapaði styrjöldinni í árslok 1918. Hann segir:“Ófriðarseggir óðu uppi og götuvígi voru reist um alla borg.“ Hann velur þó helsta ófriðarseggjum álfunnar ekki þetta orð. Fyrri heimsstyrjöldin var mannskæður ófriður. Þeir valdamenn sem hófu þann ófrið árið 1914 eru réttnefndir ófriðarseggir. Ber þá fyrst og fremst að nefna þrjá keisara sem hófu ófrið sumarið 1914 en þeir stjórnuðu í Pétursborg, Vínarborg og Berlín. Þröstur velur þeim virðulegri heiti en í umfjöllun sinni segir hann alþýðu manna sem gerði uppreisn í árslok 1918 ófriðarseggi. Það lýsir afstöðu Þrastar til þessa fólks. Keisarar sem árið 1914 hófu styrjöld sem kostaði að lokum milljónir mannslífa voru þeir sem rétt væri að nefna ófriðarseggi. Sjóliðar, verkafólk og öll alþýða í Þýskalandi sem blekkt var af stjórnvöldum sumarið 1914 til að styðja stríðsrekstur keisarans var í réttmætri uppreisn gegn kúgurum sínum í árslok 1918 og í ársbyrjun 1919. Þetta fólk var alls ekki ófriðarseggir. Pabst sem stjórnaði herdeild þeirri er myrti Luxemburg og Liebknecht slapp vel frá þessum tímum. Hann lifði fram til ársins 1970. Hann starfaði sem herforingi alla stjórnartíð Hitlers. Hann var auðugur vopnasali er hann lést árið 1970. Ebert, Scheidemann og Noske höfðu setið lengi í forystu þingflokks þýskra jafnaðarmanna. Þeir og flokkbræður þeirra báru pólitíska ábyrgð á morðunum á Rósu Luxemburg og Karli Liebknecht þó Pabst og undirmenn hans hafi séð um illvirkin. Höfundur er áhugamaður um sögu.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun