Alþjóðasamstarf í menntun setur frið í forgrunn Rúna Vigdís Guðmarsdóttir og Eydís Inga Valsdóttir skrifa 24. janúar 2024 07:01 Alþjóðlegur dagur menntunar er haldinn hátíðlegur þann 24. janúar og að þessu sinni hafa Sameinuðu þjóðirnar tileinkað hann námi í þágu friðar. Menntun á öllum stigum gegnir lykilhlutverki við að efla víðsýni og tryggja samstöðu milli ólíkra landa og menningarheima. Til þess þurfa skólar og einstaklingar stuðning – og þar getur erlent samstarf gert gæfumuninn. Rannís hefur umsjón með þátttöku Íslands í alþjóðlegum samstarfsáætlunum, svo sem Nordplus, Erasmus+ og European Solidarity Corps, sem allar stefna að því að tryggja friðsöm og lýðræðisleg samfélög og samstarf þeirra á milli, meðal annars gegnum nám og kennslu. Nordplus er menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar og vinnur að því að efla þátttökulöndin, sem eru Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin auk sjálfstjórnarsvæðanna þriggja, sem eitt heildstætt menntasvæði. Hér er höfð til grundvallar sú sýn Norrænu ráðherranefndarinnar að við séum sterkari saman og því sé mikilvægt að allt fólk geti tekið virkan þátt í samfélaginu og hafi réttindi og skyldur. Með því að styrkja menntasamstarf milli þessara landa er verið stuðla að öruggu samfélagi og leggja grunninn að sjálfbærasta og samþættasta svæði heims fyrir árið 2030. Í sama anda hafa Evrópusambandsáætlanirnar Erasmus+ og European Solidarity Corps (ESC) og forverar þeirra í áraraðir unnið að því að efla frið þvert á landamæri. Frelsi, lýðræði og mannréttindi eru lykilþættir í áætlununum tveimur og þær leggja áherslu á inngildingu og jöfn tækifæri alls fólks. Í þessu samhengi má nefna að yfir 130 umsóknir um styrk í þessar tvær áætlanir frá árinu 2021 hafa unnið með sértækt markmið um frið og réttlæti innan heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun samkvæmt nýlegri úttekt Landskrifstofu. Þetta eru göfug markmið, en hvernig geta þessar áætlanir haft bein áhrif á nám í þágu friðar? Í fyrsta lagi má nefna að bæði Nordplus og Erasmus+ styrkja ferðir einstaklinga út fyrir landsteinana, sem gefa fólki á öllum aldri ekki aðeins tækifæri til að efla sig í námi og starfi heldur líka víkka sjóndeildarhring sinn og öðlast aukinn skilning á menningu og siðum annarra. Erasmus+ býður einnig 18 ára fólki að skrá sig í DiscoverEU happdrættið og eiga þannig kost á lestarferð um Evrópu. Verkefnið hefur það markmið að berjast gegn hatri, fordómum og skorti á umburðarlyndi. Þá má nefna sjálfboðaliðastarf í European Solidarity Corps, sem gefur ungu fólki tækifæri til að gefa af sér til samfélagsins hérlendis, í Evrópu eða utan Evrópu ef um mannúðaraðstoð er að ræða. Í öðru lagi leiða samstarfsverkefni á vegum Nordplus og Erasmus+ saman stofnanir og samtök í ólíkum Evrópulöndum. Þau geta haft friðartengingu á ýmsan hátt, svo sem með því að taka fyrir móttöku og aðlögun flóttafólks, baráttuna gegn falsfréttum og stuðning við norræn og/eða samevrópsk gildi, svo nokkur dæmi séu nefnd. Auk þess að styrkja verkefni með beina skírskotun til málaflokksins stuðla aukin samskipti milli landa og svæða ávallt að því að byggja upp auknu trausti og virðingu þvert á landamæri. Störf í þágu friðar og félagslegs réttlætis eru einnig mikilvæg í innlendu samhengi og því styrkir ESC svokölluð samfélagsverkefni, sem eru framkvæmd af ungu fólki sem vilja hafa jákvæð áhrif á sitt nærsamfélag. Dæmi um verkefni sem stuðla að friði og lýðræðisfærni: Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur hlotið styrki til að vinna að verkefnum um menntun til friðar. Árið 2019 fengu þau styrk bæði frá Erasmus+ fyrir verkefnið People, Communities and Cities in Peacebuilding: An Inclusive and Intersectional Approach to Peace Studies auk þess sem að þau hlutu styrk sama ár fyrir verkefnið InPeace 2019 frá Nordplus og aftur árið 2021, þá í samstarfi við Tampere Peace Research Institute við Háskólann í Tampere og The Centre for Peace studies við Arktíska háskólann í Noregi. Hérna vinna báðar áætlanir, Erasmus+ og Nordplus að því að styrkja verkefni sem setja frið í forgrunn. Lágafellsskóli í Mosfellsbæ fékk Nordplus styrk árið 2022 fyrir verkefnið Grænni framtíð með lýðræðismyndun þar sem grunnskólanemar á Íslandi og í Danmörku fengu kennslu í hvernig lýðræði virkar og var sú kennsla tengd við áhersluatriði Nordplus um græna framtíð. Markmiðið er að stuðla að því að nemendurnir upplifi sig sem þátttakendur í lýðræðislegu lærdómssamfélagi þvert á þjóðerni, og að þau læri að skipuleggja lýðræðislega ferla þar sem að jafnframt er gefið rými fyrir umræður og ágreining. Rúna Vigdís er forstöðukona landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi og Eydís Inga er verkefnastjóri Nordplus, menntaáætlunar Norrænu ráðherranefndarinnar, á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Evrópusambandið Grunnskólar Mest lesið Halldór 17.01.2026 Halldór Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur dagur menntunar er haldinn hátíðlegur þann 24. janúar og að þessu sinni hafa Sameinuðu þjóðirnar tileinkað hann námi í þágu friðar. Menntun á öllum stigum gegnir lykilhlutverki við að efla víðsýni og tryggja samstöðu milli ólíkra landa og menningarheima. Til þess þurfa skólar og einstaklingar stuðning – og þar getur erlent samstarf gert gæfumuninn. Rannís hefur umsjón með þátttöku Íslands í alþjóðlegum samstarfsáætlunum, svo sem Nordplus, Erasmus+ og European Solidarity Corps, sem allar stefna að því að tryggja friðsöm og lýðræðisleg samfélög og samstarf þeirra á milli, meðal annars gegnum nám og kennslu. Nordplus er menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar og vinnur að því að efla þátttökulöndin, sem eru Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin auk sjálfstjórnarsvæðanna þriggja, sem eitt heildstætt menntasvæði. Hér er höfð til grundvallar sú sýn Norrænu ráðherranefndarinnar að við séum sterkari saman og því sé mikilvægt að allt fólk geti tekið virkan þátt í samfélaginu og hafi réttindi og skyldur. Með því að styrkja menntasamstarf milli þessara landa er verið stuðla að öruggu samfélagi og leggja grunninn að sjálfbærasta og samþættasta svæði heims fyrir árið 2030. Í sama anda hafa Evrópusambandsáætlanirnar Erasmus+ og European Solidarity Corps (ESC) og forverar þeirra í áraraðir unnið að því að efla frið þvert á landamæri. Frelsi, lýðræði og mannréttindi eru lykilþættir í áætlununum tveimur og þær leggja áherslu á inngildingu og jöfn tækifæri alls fólks. Í þessu samhengi má nefna að yfir 130 umsóknir um styrk í þessar tvær áætlanir frá árinu 2021 hafa unnið með sértækt markmið um frið og réttlæti innan heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun samkvæmt nýlegri úttekt Landskrifstofu. Þetta eru göfug markmið, en hvernig geta þessar áætlanir haft bein áhrif á nám í þágu friðar? Í fyrsta lagi má nefna að bæði Nordplus og Erasmus+ styrkja ferðir einstaklinga út fyrir landsteinana, sem gefa fólki á öllum aldri ekki aðeins tækifæri til að efla sig í námi og starfi heldur líka víkka sjóndeildarhring sinn og öðlast aukinn skilning á menningu og siðum annarra. Erasmus+ býður einnig 18 ára fólki að skrá sig í DiscoverEU happdrættið og eiga þannig kost á lestarferð um Evrópu. Verkefnið hefur það markmið að berjast gegn hatri, fordómum og skorti á umburðarlyndi. Þá má nefna sjálfboðaliðastarf í European Solidarity Corps, sem gefur ungu fólki tækifæri til að gefa af sér til samfélagsins hérlendis, í Evrópu eða utan Evrópu ef um mannúðaraðstoð er að ræða. Í öðru lagi leiða samstarfsverkefni á vegum Nordplus og Erasmus+ saman stofnanir og samtök í ólíkum Evrópulöndum. Þau geta haft friðartengingu á ýmsan hátt, svo sem með því að taka fyrir móttöku og aðlögun flóttafólks, baráttuna gegn falsfréttum og stuðning við norræn og/eða samevrópsk gildi, svo nokkur dæmi séu nefnd. Auk þess að styrkja verkefni með beina skírskotun til málaflokksins stuðla aukin samskipti milli landa og svæða ávallt að því að byggja upp auknu trausti og virðingu þvert á landamæri. Störf í þágu friðar og félagslegs réttlætis eru einnig mikilvæg í innlendu samhengi og því styrkir ESC svokölluð samfélagsverkefni, sem eru framkvæmd af ungu fólki sem vilja hafa jákvæð áhrif á sitt nærsamfélag. Dæmi um verkefni sem stuðla að friði og lýðræðisfærni: Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur hlotið styrki til að vinna að verkefnum um menntun til friðar. Árið 2019 fengu þau styrk bæði frá Erasmus+ fyrir verkefnið People, Communities and Cities in Peacebuilding: An Inclusive and Intersectional Approach to Peace Studies auk þess sem að þau hlutu styrk sama ár fyrir verkefnið InPeace 2019 frá Nordplus og aftur árið 2021, þá í samstarfi við Tampere Peace Research Institute við Háskólann í Tampere og The Centre for Peace studies við Arktíska háskólann í Noregi. Hérna vinna báðar áætlanir, Erasmus+ og Nordplus að því að styrkja verkefni sem setja frið í forgrunn. Lágafellsskóli í Mosfellsbæ fékk Nordplus styrk árið 2022 fyrir verkefnið Grænni framtíð með lýðræðismyndun þar sem grunnskólanemar á Íslandi og í Danmörku fengu kennslu í hvernig lýðræði virkar og var sú kennsla tengd við áhersluatriði Nordplus um græna framtíð. Markmiðið er að stuðla að því að nemendurnir upplifi sig sem þátttakendur í lýðræðislegu lærdómssamfélagi þvert á þjóðerni, og að þau læri að skipuleggja lýðræðislega ferla þar sem að jafnframt er gefið rými fyrir umræður og ágreining. Rúna Vigdís er forstöðukona landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi og Eydís Inga er verkefnastjóri Nordplus, menntaáætlunar Norrænu ráðherranefndarinnar, á Íslandi.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun