Góð ráð til að fljúga ekki á hausinn Ágúst Mogensen skrifar 18. janúar 2024 14:31 Snjókoma, frost og bleyta undanfarna daga hefur framkallað hálku og margir sem hafa leitað á bráðamóttöku eftir byltu. Afleiðingar þess að detta geta verið allt frá öri á sálinni yfir í brot á útlimum og höfuðhögg. Þegar verst lætur og hálkan er mest þurfa tugir að leita sér aðstoðar á dag vegna hálkuslysa. Fylgjumst vel með veðurspám og veljum skóbúnað í samræmi við aðstæður hverju sinni. Þó veðurspá ákveðins dagsi sýni rauðar hitatölur þá getur áhrifa næturfrosts gætt fram undir morgun og hálka verið á götum. Mannbroddar og mörgæsgangur Gripgóðir skór og mannbroddar er besta lausnin ef ganga þarf í hálku. Sléttbotna skór eru vondur kostur við þessar aðstæður þó meiri stíll kunni að vera yfir þeim. Til eru margar gerðir af mannbroddum eftir grófleika og innanbæjar dugir okkur einföld gerð með skrúfum eða litlum járnbólum. En óþarfi er að grípa til ísklifurs- eða fjallabrodda til þess að komast yfir bílaplan. Göngulagið skiptir líka máli en oft er talað um svokallaðan mörgæsagang. Höfum hendur aðeins frá síðu til að auka jafnvægi, tökum stutt skref og látum líkamsþunga hvíla á fremra skrefi. Vörumst að ganga löngum skrefum á hælunum og alls ekki með hendur í vösum eða með hluti í báðum höndum. Hvar fæ ég salt eða sand? Blautur þjappaður ís er með álíka viðnám og teflon, það loðir fátt við hann. En til þess að leysa klakann upp er hægt að nota salt. Virkni saltsins er þannig að það lækkar frostmark vatnsins og leysir klakann upp ef svo má segja. Sandurinn virkar vel líka en hann eykur viðnám íssins og gefur meira grip. Á mörgum þjónustustöðvum sveitarfélaga er hægt að fá salt og sand í kistum en einnig er hægt að versla í byggingavöruverslunum. Innkeyrslur, inngangar, tröppur og brekkur eru staðir sem hús- og fyrirtækjaeigendur eiga að moka, salta eða sanda reglulega. Stígum varlega út úr bílnum Vanalega getum við stigið inn og út úr bíl með aðra löppina fyrst. En ófáir hafa misst fæturna undan sér og flogið á hausinn í hálku með þessari tækni sem gagnast vel þegar ekki er hálka. Ef þú ert búin að leggja á svellhálu bílaplani þá er öruggast fyrir þig að opna hurðina, snúa þér í sætinu þangað til báðar lappir eru komnar út og hafa gott tak með aðra hönd á á bifreiðinni. Þannig ertu stöðugri á hálu yfirborði og dettur síður. Styðjum okkur við handrið Hvort sem þú ert að ganga upp hálar tröppur utan við heimahús eða blautar tröppur inni þá skaltu styðja þig við handrið. Fall í tröppum eru algeng og dæmigert atvik þegar einhver er að flýta sér, heldur sér ekki í og fellur fram eða aftur fyrir sig. Ef þú fellur þá þarftu að geta borið hendur fyrir þig. Kastaðu innkaupapokanum eða símanum frá þér og reyndu að draga úr fallinu og verja höfuðið eins og kostur er. Hálkuslys geta verið alvarleg en með þessum einföldu ráðum má koma í veg fyrir þau: salta, sanda, styðja sig við, smella á sig mannbroddum og ganga eins og mörgæs. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Slysavarnir Færð á vegum Tryggingar Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Snjókoma, frost og bleyta undanfarna daga hefur framkallað hálku og margir sem hafa leitað á bráðamóttöku eftir byltu. Afleiðingar þess að detta geta verið allt frá öri á sálinni yfir í brot á útlimum og höfuðhögg. Þegar verst lætur og hálkan er mest þurfa tugir að leita sér aðstoðar á dag vegna hálkuslysa. Fylgjumst vel með veðurspám og veljum skóbúnað í samræmi við aðstæður hverju sinni. Þó veðurspá ákveðins dagsi sýni rauðar hitatölur þá getur áhrifa næturfrosts gætt fram undir morgun og hálka verið á götum. Mannbroddar og mörgæsgangur Gripgóðir skór og mannbroddar er besta lausnin ef ganga þarf í hálku. Sléttbotna skór eru vondur kostur við þessar aðstæður þó meiri stíll kunni að vera yfir þeim. Til eru margar gerðir af mannbroddum eftir grófleika og innanbæjar dugir okkur einföld gerð með skrúfum eða litlum járnbólum. En óþarfi er að grípa til ísklifurs- eða fjallabrodda til þess að komast yfir bílaplan. Göngulagið skiptir líka máli en oft er talað um svokallaðan mörgæsagang. Höfum hendur aðeins frá síðu til að auka jafnvægi, tökum stutt skref og látum líkamsþunga hvíla á fremra skrefi. Vörumst að ganga löngum skrefum á hælunum og alls ekki með hendur í vösum eða með hluti í báðum höndum. Hvar fæ ég salt eða sand? Blautur þjappaður ís er með álíka viðnám og teflon, það loðir fátt við hann. En til þess að leysa klakann upp er hægt að nota salt. Virkni saltsins er þannig að það lækkar frostmark vatnsins og leysir klakann upp ef svo má segja. Sandurinn virkar vel líka en hann eykur viðnám íssins og gefur meira grip. Á mörgum þjónustustöðvum sveitarfélaga er hægt að fá salt og sand í kistum en einnig er hægt að versla í byggingavöruverslunum. Innkeyrslur, inngangar, tröppur og brekkur eru staðir sem hús- og fyrirtækjaeigendur eiga að moka, salta eða sanda reglulega. Stígum varlega út úr bílnum Vanalega getum við stigið inn og út úr bíl með aðra löppina fyrst. En ófáir hafa misst fæturna undan sér og flogið á hausinn í hálku með þessari tækni sem gagnast vel þegar ekki er hálka. Ef þú ert búin að leggja á svellhálu bílaplani þá er öruggast fyrir þig að opna hurðina, snúa þér í sætinu þangað til báðar lappir eru komnar út og hafa gott tak með aðra hönd á á bifreiðinni. Þannig ertu stöðugri á hálu yfirborði og dettur síður. Styðjum okkur við handrið Hvort sem þú ert að ganga upp hálar tröppur utan við heimahús eða blautar tröppur inni þá skaltu styðja þig við handrið. Fall í tröppum eru algeng og dæmigert atvik þegar einhver er að flýta sér, heldur sér ekki í og fellur fram eða aftur fyrir sig. Ef þú fellur þá þarftu að geta borið hendur fyrir þig. Kastaðu innkaupapokanum eða símanum frá þér og reyndu að draga úr fallinu og verja höfuðið eins og kostur er. Hálkuslys geta verið alvarleg en með þessum einföldu ráðum má koma í veg fyrir þau: salta, sanda, styðja sig við, smella á sig mannbroddum og ganga eins og mörgæs. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum hf.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun