Körfubolti

Elvar Már og fé­lagar skoruðu 35 stig í heilum körfu­bolta­leik

Siggeir Ævarsson skrifar
Elvar í leik með PAOK.
Elvar í leik með PAOK. Heimasíða PAOK

Sá fáheyrði atburður átti sér stað í grísku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag að lið PAOK skoraði aðeins 35 stig þegar liðið tapaði gegn Peristeri 71 - 35. 

Elvar Már Friðriksson, leikmaður PAOK, náði sér ekki á strik frekar en nokkur annar í liðinu, skoraði fjögur stig, tók þrjú fráköst og gaf tvær stoðsendingar á 25 mínútum. Elvar var raunar stoðsendingarhæstur allra félaga sinna, en alls gaf liðið þrjár stoðsendingar í leiknum.

Leikurinn fór hægt af stað hjá gestunum og staðan 22-11 eftir fyrsta leikhluta. Í seinni hálfleik varð algjört hrun í leik PAOK en liðið skoraði aðeins fjögur stig í þriðja leikhluta og sjö í þeim fjórða.

PAOK reyndu 17 þrista í leiknum en enginn þeirra rataði ofan í. 

Þetta var þriðja tap PAOK í deildinni í röð en liðið er þrátt fyrir það enn í toppbaráttunni, í 5. sæti með 20 stig eftir 14 leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×