Fyrrverandi félagar í samfloti? Helgi Pétursson skrifar 8. janúar 2024 11:30 Við félagar í LEB - Landssambandi eldri borgara, stjórn þess og kjaranefnd í samráði við 55 félög eldra fólks um allt land, höfum gengið frá sameiginlegri stefnu í kjaramálum og kynnt hana á fjölmörgum fundum víða um land. Umfangsmesta kynningin var á málþingi í Reykjavík núna í haust með yfirskriftinni Við bíðum... ekki lengur! sem var mjög fjölsótt og streymt til þúsunda manna um allt land. Þingmenn, ráðherrar og aðilar vinnumarkaðarins komu til málþingsins þar sem við lögðum m.a. áherslu á hækkun almenna frítekjumarksins, að ellilífeyrir almannatrygginga verði aldrei lægri en lægsti launataxti og að árlegar hækkanir þessa fylgi launavísitölu. Við höfum lagt sérstaka áherslu á aðgerðir fyrir þau verst settu, en eins og fram hefur komið er talið að uppundir tuttugu þúsund manns séu við eða undir lágmarks framfærslumöguleikum. Þar höfum við rætt um sérstakt skattþrep, engar skerðingar og að skoðaðar verði sérstakar greiðslur til þeirra sem eru undir almennu framfærsluviðmiði. Gera þarf fjölmargar breytingar á stagbættu lífeyriskerfi svo að auðvelda megi - og það verði hvetjandi - fyrir þá sem geta og vilja vinna lengur, öllum til hagsbóta. Við höfum sótt samráðsfundi með Tryggingastofnun ríkisins sem m.a. telur að fullbúnir launaseðlar frá TR sjái dagsins ljós á fyrstu mánuðum nýja ársins. Sérstaka ánægju vekja viðbrögð forystu Alþýðusambands Íslands sem telja eðlilegt að verkalýðshreyfingin styðji baráttu sinna fyrrum félagsmanna sem flestir hafa tengst launþegahreyfingunni með einum eða öðrum hætti í meira en fimmtíu ár. Hugmyndir LEB falla vel að sameiginlegum áherslum aðila vinnumarkaðarins um breytingar á tilfærslukerfum. Ég vil að endingu þakka formönnum og stjórnarmönnum eina fimmtán fjarfundi um allt milli himins og jarðar sem viðkemur málefnum eldra fólks og geng glaður til starfa á nýju ári. Gleðilegt ár! Höfundur er formaður LEB - Landssambands eldri borgara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Kjaramál Lífeyrissjóðir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Við félagar í LEB - Landssambandi eldri borgara, stjórn þess og kjaranefnd í samráði við 55 félög eldra fólks um allt land, höfum gengið frá sameiginlegri stefnu í kjaramálum og kynnt hana á fjölmörgum fundum víða um land. Umfangsmesta kynningin var á málþingi í Reykjavík núna í haust með yfirskriftinni Við bíðum... ekki lengur! sem var mjög fjölsótt og streymt til þúsunda manna um allt land. Þingmenn, ráðherrar og aðilar vinnumarkaðarins komu til málþingsins þar sem við lögðum m.a. áherslu á hækkun almenna frítekjumarksins, að ellilífeyrir almannatrygginga verði aldrei lægri en lægsti launataxti og að árlegar hækkanir þessa fylgi launavísitölu. Við höfum lagt sérstaka áherslu á aðgerðir fyrir þau verst settu, en eins og fram hefur komið er talið að uppundir tuttugu þúsund manns séu við eða undir lágmarks framfærslumöguleikum. Þar höfum við rætt um sérstakt skattþrep, engar skerðingar og að skoðaðar verði sérstakar greiðslur til þeirra sem eru undir almennu framfærsluviðmiði. Gera þarf fjölmargar breytingar á stagbættu lífeyriskerfi svo að auðvelda megi - og það verði hvetjandi - fyrir þá sem geta og vilja vinna lengur, öllum til hagsbóta. Við höfum sótt samráðsfundi með Tryggingastofnun ríkisins sem m.a. telur að fullbúnir launaseðlar frá TR sjái dagsins ljós á fyrstu mánuðum nýja ársins. Sérstaka ánægju vekja viðbrögð forystu Alþýðusambands Íslands sem telja eðlilegt að verkalýðshreyfingin styðji baráttu sinna fyrrum félagsmanna sem flestir hafa tengst launþegahreyfingunni með einum eða öðrum hætti í meira en fimmtíu ár. Hugmyndir LEB falla vel að sameiginlegum áherslum aðila vinnumarkaðarins um breytingar á tilfærslukerfum. Ég vil að endingu þakka formönnum og stjórnarmönnum eina fimmtán fjarfundi um allt milli himins og jarðar sem viðkemur málefnum eldra fólks og geng glaður til starfa á nýju ári. Gleðilegt ár! Höfundur er formaður LEB - Landssambands eldri borgara.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun