Þjóðarsátt – um hvað og fyrir hverja? Þórarinn Eyfjörð skrifar 8. janúar 2024 06:00 Kjarasamningar starfsfólks hjá ríkinu og sveitarfélögum sem eru innan BSRB, BHM og KÍ renna flestir út þann 31. mars næstkomandi en kjarasamningar verkalýðsfélaga innan ASÍ og á almenna markaðnum renna út um næstu mánaðarmót. Það er mikilvægt að vel takist til við samningaborðið því stétta- og verkalýðsfélögin og bandalög þeirra verða að ná góðum árangri fyrir félagsfólk sitt. Launafólk verður að fá fullvissu um að kjarasamningar hverju sinni séu skref fram á við, bæði í beinhörðum launagreiðslum og öðrum þáttum sem hafa mikil áhrif á afkomu fólks og gangverk samfélagsins í heild. Á síðustu vikum hafa tiltekin stéttarfélög innan ASÍ verið í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Aðilar beggja vegna borðsins hafa notað hugtökin Breiðfylking og Þjóðarsátt um þau samtöl og lýst vilja til að leggja áherslu á kjarasamninga til lengri tíma, gera breytingar á tilfærslukerfunum og vinna að því að ná verðbólgunni niður. En það þarf meira en góðan vilja og samtöl þessara aðila til að leggja drög að þjóðarsátt um kjarasamninga, fleiri samnings- og hagsmunaaðilar þurfa að koma að málum ef alvöru þjóðarsátt er í sigtinu. Bandalög launafólks og stéttarfélögin innan þeirra þurfa öll að koma að málum með virku samráði. Það þarf að tryggja aðkomu BSRB, BHM, KÍ og fjölmennra félaga sem standa utan bandalaga. Þá þarf að tryggja aðkomu ríkisins, Reykjavíkurborgar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og samtaka allra atvinnurekenda á almennum markaði. Samkomulag um þjóðarsátt þarf einnig að gera í samráði við mikilvæg hagsmuna- og velferðarsamtök eins og Öryrkjabandalagið og samtök eldri borgara. Og það þarf víðtækt samkomulag um breytingar á velferðar-, heilbrigðis-, skatta- og fjármálakerfinu. Eitt stærsta hagsmunamál almennings, launafólks og fjölskyldna á Íslandi er að heilbrigðiskerfið sé rekið með sómasamlegum hætti, að gjaldtöku fyrir heilbrigðisþjónustu verði hætt og þar á tannlæknaþjónusta ekki að vera undanskilin. Það þarf róttækar breytingar á skattkerfinu þannig að létt verði á skattbyrði þeirra sem minna hafa milli handanna og meira verði sótt til hinna efnameiri. Hækka þarf skattheimtu á arðgreiðslum og fjármagnstekjum og miklu öflugri skattheimta þarf að koma til vegna nýtingar á sameiginlegum auðlindum. Það er löngu tímabært að styrkja fjármögnun sveitarfélaganna þannig að þau geti með sóma sinnt hlutverki sínu við uppvöxt og menntun barna og almennt styrkt þjónustuhlutverk sitt gagnvart íbúum. Það þarf að koma á öflugum bankaskatti, setja reglur um heimildir bankanna hvað varðar vaxtamun á milli inn- og útlána og setja hömlur á þjónustugjöld bankanna út frá hagsmunum almennings. Það er aðkallandi að efla húsnæðiskerfið, gera samkomulag um verðþróun á nauðsynjum og lækka álagningu og opinber gjöld. Síðast en ekki síst þá þarf aðgerðir til að útrýma fátækt á Íslandi og setja á oddinn að fátæk börn fái sömu tækifæri og önnur börn til að þroskast og dafna. Til þess að ná þjóðarsátt þarf því að líta til allra átta. Breið samstaða og samhent átak til að ná meiri jöfnuði í samfélaginu og meira jafnvægi í hagkerfinu, verður einungis að veruleika ef heiðarleg tilraun verður gerð til að leiða alla aðila saman í að byggja upp betra samfélag fyrir okkur öll. Það er örugglega ómaksins vert að reyna að ná samstöðu um það góða markmið. Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélag í almannaþjónustu og 1. varaformaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Eyfjörð Kjaramál Stéttarfélög ASÍ Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Magnús Jochum Pálsson skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kjarasamningar starfsfólks hjá ríkinu og sveitarfélögum sem eru innan BSRB, BHM og KÍ renna flestir út þann 31. mars næstkomandi en kjarasamningar verkalýðsfélaga innan ASÍ og á almenna markaðnum renna út um næstu mánaðarmót. Það er mikilvægt að vel takist til við samningaborðið því stétta- og verkalýðsfélögin og bandalög þeirra verða að ná góðum árangri fyrir félagsfólk sitt. Launafólk verður að fá fullvissu um að kjarasamningar hverju sinni séu skref fram á við, bæði í beinhörðum launagreiðslum og öðrum þáttum sem hafa mikil áhrif á afkomu fólks og gangverk samfélagsins í heild. Á síðustu vikum hafa tiltekin stéttarfélög innan ASÍ verið í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Aðilar beggja vegna borðsins hafa notað hugtökin Breiðfylking og Þjóðarsátt um þau samtöl og lýst vilja til að leggja áherslu á kjarasamninga til lengri tíma, gera breytingar á tilfærslukerfunum og vinna að því að ná verðbólgunni niður. En það þarf meira en góðan vilja og samtöl þessara aðila til að leggja drög að þjóðarsátt um kjarasamninga, fleiri samnings- og hagsmunaaðilar þurfa að koma að málum ef alvöru þjóðarsátt er í sigtinu. Bandalög launafólks og stéttarfélögin innan þeirra þurfa öll að koma að málum með virku samráði. Það þarf að tryggja aðkomu BSRB, BHM, KÍ og fjölmennra félaga sem standa utan bandalaga. Þá þarf að tryggja aðkomu ríkisins, Reykjavíkurborgar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og samtaka allra atvinnurekenda á almennum markaði. Samkomulag um þjóðarsátt þarf einnig að gera í samráði við mikilvæg hagsmuna- og velferðarsamtök eins og Öryrkjabandalagið og samtök eldri borgara. Og það þarf víðtækt samkomulag um breytingar á velferðar-, heilbrigðis-, skatta- og fjármálakerfinu. Eitt stærsta hagsmunamál almennings, launafólks og fjölskyldna á Íslandi er að heilbrigðiskerfið sé rekið með sómasamlegum hætti, að gjaldtöku fyrir heilbrigðisþjónustu verði hætt og þar á tannlæknaþjónusta ekki að vera undanskilin. Það þarf róttækar breytingar á skattkerfinu þannig að létt verði á skattbyrði þeirra sem minna hafa milli handanna og meira verði sótt til hinna efnameiri. Hækka þarf skattheimtu á arðgreiðslum og fjármagnstekjum og miklu öflugri skattheimta þarf að koma til vegna nýtingar á sameiginlegum auðlindum. Það er löngu tímabært að styrkja fjármögnun sveitarfélaganna þannig að þau geti með sóma sinnt hlutverki sínu við uppvöxt og menntun barna og almennt styrkt þjónustuhlutverk sitt gagnvart íbúum. Það þarf að koma á öflugum bankaskatti, setja reglur um heimildir bankanna hvað varðar vaxtamun á milli inn- og útlána og setja hömlur á þjónustugjöld bankanna út frá hagsmunum almennings. Það er aðkallandi að efla húsnæðiskerfið, gera samkomulag um verðþróun á nauðsynjum og lækka álagningu og opinber gjöld. Síðast en ekki síst þá þarf aðgerðir til að útrýma fátækt á Íslandi og setja á oddinn að fátæk börn fái sömu tækifæri og önnur börn til að þroskast og dafna. Til þess að ná þjóðarsátt þarf því að líta til allra átta. Breið samstaða og samhent átak til að ná meiri jöfnuði í samfélaginu og meira jafnvægi í hagkerfinu, verður einungis að veruleika ef heiðarleg tilraun verður gerð til að leiða alla aðila saman í að byggja upp betra samfélag fyrir okkur öll. Það er örugglega ómaksins vert að reyna að ná samstöðu um það góða markmið. Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélag í almannaþjónustu og 1. varaformaður BSRB.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun