Gos í Grímsvötnum líklega í vændum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. janúar 2024 12:02 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir helst undrandi á því að Grímsvötn séu ekki búin að gjósa. Vísir/Arnar Búast má við gosi í Grímsvötnum á næstu dögum eða vikum að mati eldfjallafræðings. Fluglitakóði yfir eldstöðinni var færður á gult í gær vegna óvenjulegrar skjálftahrinu en gosmökkurinn gæti haft áhrif á flugumferð. Á einni klukkustund síðdegis í gær mældust sex skjálftar sem voru yfir einum á stærð í Grímsvötnum. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, telur eldstöðina vera að undirbúa gos. „Maður er kannski bara mest undrandi á því að það skuli ekki vera búið að gjósa því að í venjulegu árferði eru Grímsvötn að gjósa einu sinni á tíu ára fresti og jafnvel oftar en síðasta gos var árið 2011. Það var reyndar óvenju stórt þannig að það hefur kannski tekið aðeins lengri tíma að fylla á tankin.“ Skjálftahrinan sé vísbending um að kvika sé komin á hreyfingu og þá megi búast við gosi hvenær sem er. „Ég held dagar og kannski vikur en ekki mikið meira. En ég á nú ekki von á því að Grímsvötn komi með stórt gos. Þetta eru yfirleitt frekar lítil gos. Byrja með sæmilegu afli og geta búið til gosmökk sem fer jafnvel upp í þrettán kílómetra hæð en á næstu þremur til fjórum dögum fjarar það út og gjóskufallið er að mestu leyti bundið við jökulinn,“ segir Þorvaldur. Það ógni því hvorki byggð né innviðum. „En gosmökkurinn getur nú náð upp í tíu til þrettán kílómetra hæð og þá ertu kominn í flughæðina þannig að það þarf náttúrulega að vara flugvélar við yfirvofandi hættu sem getur stafað af gosi í Grímsvötnum.“ Hann segir lítið að frétta af Reykjanesi en að smávægileg skjálftavirkni sé við Trölladyngju og Sundhnúka; landrisið haldi áfram. „Það hefur hægst pínulítið á því en það gerðist líka fyrir síðasta gos. Þannig það getur kannski farið að draga til tíðinda núna á næstunni,“ segir Þorvaldur. Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Skaftárhreppur Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Á einni klukkustund síðdegis í gær mældust sex skjálftar sem voru yfir einum á stærð í Grímsvötnum. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, telur eldstöðina vera að undirbúa gos. „Maður er kannski bara mest undrandi á því að það skuli ekki vera búið að gjósa því að í venjulegu árferði eru Grímsvötn að gjósa einu sinni á tíu ára fresti og jafnvel oftar en síðasta gos var árið 2011. Það var reyndar óvenju stórt þannig að það hefur kannski tekið aðeins lengri tíma að fylla á tankin.“ Skjálftahrinan sé vísbending um að kvika sé komin á hreyfingu og þá megi búast við gosi hvenær sem er. „Ég held dagar og kannski vikur en ekki mikið meira. En ég á nú ekki von á því að Grímsvötn komi með stórt gos. Þetta eru yfirleitt frekar lítil gos. Byrja með sæmilegu afli og geta búið til gosmökk sem fer jafnvel upp í þrettán kílómetra hæð en á næstu þremur til fjórum dögum fjarar það út og gjóskufallið er að mestu leyti bundið við jökulinn,“ segir Þorvaldur. Það ógni því hvorki byggð né innviðum. „En gosmökkurinn getur nú náð upp í tíu til þrettán kílómetra hæð og þá ertu kominn í flughæðina þannig að það þarf náttúrulega að vara flugvélar við yfirvofandi hættu sem getur stafað af gosi í Grímsvötnum.“ Hann segir lítið að frétta af Reykjanesi en að smávægileg skjálftavirkni sé við Trölladyngju og Sundhnúka; landrisið haldi áfram. „Það hefur hægst pínulítið á því en það gerðist líka fyrir síðasta gos. Þannig það getur kannski farið að draga til tíðinda núna á næstunni,“ segir Þorvaldur.
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Skaftárhreppur Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira