Gos í Grímsvötnum líklega í vændum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. janúar 2024 12:02 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir helst undrandi á því að Grímsvötn séu ekki búin að gjósa. Vísir/Arnar Búast má við gosi í Grímsvötnum á næstu dögum eða vikum að mati eldfjallafræðings. Fluglitakóði yfir eldstöðinni var færður á gult í gær vegna óvenjulegrar skjálftahrinu en gosmökkurinn gæti haft áhrif á flugumferð. Á einni klukkustund síðdegis í gær mældust sex skjálftar sem voru yfir einum á stærð í Grímsvötnum. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, telur eldstöðina vera að undirbúa gos. „Maður er kannski bara mest undrandi á því að það skuli ekki vera búið að gjósa því að í venjulegu árferði eru Grímsvötn að gjósa einu sinni á tíu ára fresti og jafnvel oftar en síðasta gos var árið 2011. Það var reyndar óvenju stórt þannig að það hefur kannski tekið aðeins lengri tíma að fylla á tankin.“ Skjálftahrinan sé vísbending um að kvika sé komin á hreyfingu og þá megi búast við gosi hvenær sem er. „Ég held dagar og kannski vikur en ekki mikið meira. En ég á nú ekki von á því að Grímsvötn komi með stórt gos. Þetta eru yfirleitt frekar lítil gos. Byrja með sæmilegu afli og geta búið til gosmökk sem fer jafnvel upp í þrettán kílómetra hæð en á næstu þremur til fjórum dögum fjarar það út og gjóskufallið er að mestu leyti bundið við jökulinn,“ segir Þorvaldur. Það ógni því hvorki byggð né innviðum. „En gosmökkurinn getur nú náð upp í tíu til þrettán kílómetra hæð og þá ertu kominn í flughæðina þannig að það þarf náttúrulega að vara flugvélar við yfirvofandi hættu sem getur stafað af gosi í Grímsvötnum.“ Hann segir lítið að frétta af Reykjanesi en að smávægileg skjálftavirkni sé við Trölladyngju og Sundhnúka; landrisið haldi áfram. „Það hefur hægst pínulítið á því en það gerðist líka fyrir síðasta gos. Þannig það getur kannski farið að draga til tíðinda núna á næstunni,“ segir Þorvaldur. Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Skaftárhreppur Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira
Á einni klukkustund síðdegis í gær mældust sex skjálftar sem voru yfir einum á stærð í Grímsvötnum. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, telur eldstöðina vera að undirbúa gos. „Maður er kannski bara mest undrandi á því að það skuli ekki vera búið að gjósa því að í venjulegu árferði eru Grímsvötn að gjósa einu sinni á tíu ára fresti og jafnvel oftar en síðasta gos var árið 2011. Það var reyndar óvenju stórt þannig að það hefur kannski tekið aðeins lengri tíma að fylla á tankin.“ Skjálftahrinan sé vísbending um að kvika sé komin á hreyfingu og þá megi búast við gosi hvenær sem er. „Ég held dagar og kannski vikur en ekki mikið meira. En ég á nú ekki von á því að Grímsvötn komi með stórt gos. Þetta eru yfirleitt frekar lítil gos. Byrja með sæmilegu afli og geta búið til gosmökk sem fer jafnvel upp í þrettán kílómetra hæð en á næstu þremur til fjórum dögum fjarar það út og gjóskufallið er að mestu leyti bundið við jökulinn,“ segir Þorvaldur. Það ógni því hvorki byggð né innviðum. „En gosmökkurinn getur nú náð upp í tíu til þrettán kílómetra hæð og þá ertu kominn í flughæðina þannig að það þarf náttúrulega að vara flugvélar við yfirvofandi hættu sem getur stafað af gosi í Grímsvötnum.“ Hann segir lítið að frétta af Reykjanesi en að smávægileg skjálftavirkni sé við Trölladyngju og Sundhnúka; landrisið haldi áfram. „Það hefur hægst pínulítið á því en það gerðist líka fyrir síðasta gos. Þannig það getur kannski farið að draga til tíðinda núna á næstunni,“ segir Þorvaldur.
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Skaftárhreppur Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira