Mark Cuban tilkynnti fyrir nokkru að hann ætlaði að selja félagið sem hann hefur átt í meira en tuttugu ár og nú virðist hann vera búinn að finna kaupanda. NBA-deildin hefur samþykkt söluna og því stendur ekkert lengur í vegi fyrir því að Dallas liðið skipti um meirihluta eiganda.
The NBA has approved the sale of the Dallas Mavericks to the family of Dr. Miriam Adelson.https://t.co/IF6XrDqJpd
— KOMO News (@komonews) December 28, 2023
Adelson er 78 ára gömul og er sögð ætla að borga 3,5 milljarða Bandaríkjadala fyrir NBA liðið. Það er búist við að gengi verði endanlega frá kaupunum fyrir vikulok. Þetta jafngildir 477 milljörðum íslenskra króna.
Samkvæmt Forbes þá er Adelson fimmta ríkasta kona heims og í 45. sæti yfir ríkustu einstaklinga heims.
Adelson kaupir félagið ásamt þeim Sivan og Patrick Dumont. Patrick Dumont er tengdasonur hennar og mun taka við yfirstjórn Mavericks.
Adelson er ekkja Sheldon Adelson sem hagnaðist mikið á rekstri spilavíta í Las Vegas.
Cuban mun halda áfram að taka körfuboltákvarðanir hjá Mavericks og það eru sagðar engar líkur á því að félagið yfirgefi Dallas.
In November, Miriam Adelson sold $2 billion in Las Vegas Sands stock to finance the acquisition of the NBA's @DallasMavs.
— Las Vegas Review-Journal (@reviewjournal) December 28, 2023
DETAILS: https://t.co/b3zwt9vFHK pic.twitter.com/nN1fMISwPQ
Adelson verður ekki fyrsti milljarðamæringurinn í Texas til að eignast NBA félag því Houston Rockets er í eigu Tilman Fertitta, sem hagnaðist einnig á spilavítum.
Bæði eru þau baráttufólk fyrir því að fá leyfi fyrir spilavítum í Texas en hefur enn ekki orðið ágengt enn í þeirri baráttu.