Góðu fréttirnar sem gleymast... Sandra B. Franks skrifar 28. desember 2023 09:00 Það virðist vera eðli fjölmiðla að einblína á hið neikvæða í heiminum. Stríð, slys, glæpir, verðbólga, loftslagsbreytingar, Pisa-kannanir og allskonar átök. Það gleymist því oft að margt jákvætt gerist líka í þessari veröld. Til dæmis hefur dregið úr sárafátækt í heiminum, heilsufar fer almennt séð batnandi og fólk lifir lengur, leiðtogar heimsins sammæltust um að hætta að reiða sig á jarðefnaeldsneyti í náinni framtíð. Framfarir í heilbrigðisvísindum Á þessum tímum erum að upplifa ótrúlegar framfarir í erfðafræði ekki síst í svokallaðri CRISPR tækni sem gerir breytingar á genum mögulegar. Það getur virkað sem öflug vörn gegnum ýmsum sjúkdómum og kvillum. Ónæmisfræðin er jafnframt að taka miklum framförum og ekki síst þegar kemur að mRNA bóluefnatækni. Mikilvæg skref hafa náðst í baráttunni gegn Alzheimer, Parkinson og ýmsum krabbameinum sem verða algjör bylting innan tíðar. Svo er það auðvitað gervigreindin sem með réttri notkun getur virkað gríðarlega vel sem virkur samstarfsaðili innan heilbrigðisvísinda. Fjarheilbrigðisþjónusta er eitthvað sem við á Íslandi erum farin að sjá í auknum mæli og líklega líður ekki langt þar til slík þjónusta verði veitt almenningi. Áskoranir og vandamál Auðvitað blasa við allskonar áskoranir og vandamál hjá mannkyninu. Hér á Íslandi tökumst við á okkar úrlausnarefni og við höfum líka tækifæri til að takast á við þau. Við erum rík þjóð af mannauði og náttúruauðlindum. Við erum land sem tugir þúsunda vilja árlega búa og vinna á. Við erum tiltölulega öruggt samfélag þar sem nálægðin við náungann er mikil. Og við erum 10. ríkasta þjóð í heimi, þar sem hlutfall atvinnuþáttöku kvenna er mest á heimsvísu. Þess vegna er það stundum dapurlegt að við náum ekki að leysa úr hvað mest aðkallandi vandamálum þjóðarinnar. Við erum enn með of marga sem þurfa lifa á of litlu. Við erum þjóð vaxandi eignaójöfnuðar þar sem miklir fjármunir færast á milli kynslóða næstu árin. Við erum með allt of stóran hóp efnilegra drengja sem finna sig ekki í skólakerfinu og við erum enn að kljást við kynbundið ofbeldi sem aldrei á að líðast. Við erum jafnframt með brotakennt heilbrigðiskerfi sem keyrt er á örþreyttu starfsfólki og skammtímareddingum. Og þá glímum við enn við kynskipta vinnumarkaðinn sem nærir hinn kynbundna launamun. Finnum leið til betri vegar Framundan eru ekki bara nýir kjarasamningar heldur einnig ný fjármálaáætlun stjórnvalda til fimm ára. Hvernig væri að við myndum nýta þessi tæki og setja fókusinn á heilbrigði og velferð, og þá hópa sem eiga það skilið. Forgangsraða fjármunum ríkissjóðs í þágu velferðar landsmanna og leiðrétta kerfisbundin launamismun. Já, og hvernig væri að fjölmiðlar settu fókusinn á það jákvæða af og til, og gæfi þannig samborgurum okkar uppbyggilega hvatningu og von, í stað þess að elta upp það neikvæða og tilnefna einstaklinga ársins sem jafnvel hafa gerst brotlegir við lög? Fjölmiðlar móta viðhorf og skoðanir fólks, og þess vegna þarf líka að miðla því sem jákvætt er í þessum heimi. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sandra B. Franks Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Það virðist vera eðli fjölmiðla að einblína á hið neikvæða í heiminum. Stríð, slys, glæpir, verðbólga, loftslagsbreytingar, Pisa-kannanir og allskonar átök. Það gleymist því oft að margt jákvætt gerist líka í þessari veröld. Til dæmis hefur dregið úr sárafátækt í heiminum, heilsufar fer almennt séð batnandi og fólk lifir lengur, leiðtogar heimsins sammæltust um að hætta að reiða sig á jarðefnaeldsneyti í náinni framtíð. Framfarir í heilbrigðisvísindum Á þessum tímum erum að upplifa ótrúlegar framfarir í erfðafræði ekki síst í svokallaðri CRISPR tækni sem gerir breytingar á genum mögulegar. Það getur virkað sem öflug vörn gegnum ýmsum sjúkdómum og kvillum. Ónæmisfræðin er jafnframt að taka miklum framförum og ekki síst þegar kemur að mRNA bóluefnatækni. Mikilvæg skref hafa náðst í baráttunni gegn Alzheimer, Parkinson og ýmsum krabbameinum sem verða algjör bylting innan tíðar. Svo er það auðvitað gervigreindin sem með réttri notkun getur virkað gríðarlega vel sem virkur samstarfsaðili innan heilbrigðisvísinda. Fjarheilbrigðisþjónusta er eitthvað sem við á Íslandi erum farin að sjá í auknum mæli og líklega líður ekki langt þar til slík þjónusta verði veitt almenningi. Áskoranir og vandamál Auðvitað blasa við allskonar áskoranir og vandamál hjá mannkyninu. Hér á Íslandi tökumst við á okkar úrlausnarefni og við höfum líka tækifæri til að takast á við þau. Við erum rík þjóð af mannauði og náttúruauðlindum. Við erum land sem tugir þúsunda vilja árlega búa og vinna á. Við erum tiltölulega öruggt samfélag þar sem nálægðin við náungann er mikil. Og við erum 10. ríkasta þjóð í heimi, þar sem hlutfall atvinnuþáttöku kvenna er mest á heimsvísu. Þess vegna er það stundum dapurlegt að við náum ekki að leysa úr hvað mest aðkallandi vandamálum þjóðarinnar. Við erum enn með of marga sem þurfa lifa á of litlu. Við erum þjóð vaxandi eignaójöfnuðar þar sem miklir fjármunir færast á milli kynslóða næstu árin. Við erum með allt of stóran hóp efnilegra drengja sem finna sig ekki í skólakerfinu og við erum enn að kljást við kynbundið ofbeldi sem aldrei á að líðast. Við erum jafnframt með brotakennt heilbrigðiskerfi sem keyrt er á örþreyttu starfsfólki og skammtímareddingum. Og þá glímum við enn við kynskipta vinnumarkaðinn sem nærir hinn kynbundna launamun. Finnum leið til betri vegar Framundan eru ekki bara nýir kjarasamningar heldur einnig ný fjármálaáætlun stjórnvalda til fimm ára. Hvernig væri að við myndum nýta þessi tæki og setja fókusinn á heilbrigði og velferð, og þá hópa sem eiga það skilið. Forgangsraða fjármunum ríkissjóðs í þágu velferðar landsmanna og leiðrétta kerfisbundin launamismun. Já, og hvernig væri að fjölmiðlar settu fókusinn á það jákvæða af og til, og gæfi þannig samborgurum okkar uppbyggilega hvatningu og von, í stað þess að elta upp það neikvæða og tilnefna einstaklinga ársins sem jafnvel hafa gerst brotlegir við lög? Fjölmiðlar móta viðhorf og skoðanir fólks, og þess vegna þarf líka að miðla því sem jákvætt er í þessum heimi. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun