Körfubolti

Vince Carter til­nefndur til frægðarhallarinnar

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Vince Carter er 3. leikjahæsti leikmaður í sögu NBA deildarinnar og sá eini sem spilað hefur leik á fjórum mismunandi áratugum.
Vince Carter er 3. leikjahæsti leikmaður í sögu NBA deildarinnar og sá eini sem spilað hefur leik á fjórum mismunandi áratugum. MYND/Getty Images

Naismith frægðarhöll NBA deildarinnar hefur birt lista af tilnefndum leikmönnum til innvígslu árið 2024.  

Fjölmargir meðlimir Ólympíumeistaraliðs Bandaríkjanna árið 2008 skipa listann. Seimone Augustus, Bill Laimbeer, Rick Barnes, Mike Fratello og Penny Taylor eru meðal þekktra nafna sem hlutu tilnefningu. 

Vince Carter er líklega þekktasta nafnið á listanum og klárlega sá leikjahæsti. Carter var valinn fyrstur í nýliðavalinu 1998 af Toronto Raptors og leiddi liðið að fyrstu úrslitakeppni sinni árið 2000. Alls spilaði hann heil 22 tímabil í NBA deildinni með Nets, Magic, Suns, Maverciks, Grizzlies, Kings og Hawks. 

Hann lagði skóna á hilluna 43 ára gamall vorið 2020. Hann er þriðji leikjahæsti leikmaður í sögu deildarinnar og sá 20. stigahæsti. 

Þeir sem tilnefndir eru fá að vita þann 6. apríl 2024 hvort þeir hljóti innvígslu í frægðarhöllina á næsta ári. 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×