Vitundarvakning á vetrarsólstöðum Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 21. desember 2023 23:01 Um þetta leyti fara dagarnir að lengjast á ný og brátt fáum við fleiri birtustundir, mörgum til mikillar gleði. Í dag eru vetrarsólstöður og á meðan ég beið eftir læknaviðtali í grámyglunni í hádeginu, opnaði ég Morgunblaðið og fletti síðu eftir síðu, þangað til ég rak augun í frétt sem var bæði sorgleg en líka hugljúf í senn. Fréttin fjallaði um aðstandendur ungs manns sem höfðu afþakkað blóm og kransa eftir fráfall sonar síns en opnað styrktarsjóð í staðinn sem mun nýtast til að bæta aðstöðuna á Kleppi. Í nánustu framtíð verður þar herbergi sem fær heitið Daníelsherbergi og er hugsað til notkunar af skjólstæðingum stofnunarinnar og aðstandendum þeirra. Það er afar sorglegt að sjá að þessi ungi maður hafi fallið frá og aðstandendur Daníels fá mína dýpstu samúð. Þeir höfðu á orði að þessi málaflokkur hafi verið vanræktur of lengi og því er ég sammála. Þó ég hafi aldrei kynnst þessum unga herra er ég viss um að hann hafi verið góður drengur með fallegt hjartalag. Hann hafði lifað við andleg veikindi í áratug og reynt hvað hann gat til að halda áfram lífinu. Við Daníel vorum á sama báti án þess að þekkjast, því sjálf hef ég verið notandi geðheilbrigðiskerfisins í áratug og sjálf reyndi ég sjálfsvíg í haust. Það er nauðsynlegt að fá aukna innspýtingu í geðheilbrigðiskerfið og vinna að því að stytta biðlistana, bjóða upp á skjólhús og bæta almennt þjónustu við fólk sem býr við geðvanda. Hver veit nema í framtíðinni muni rísa heimilislegt og fallegt skjólhús sem fær nafnið Daníelshús? Það er samt undir samfélaginu og stjórnvöldum komið að búa fólki gott líf. Fyrir þig sem ert þarna úti að þrauka segi ég einfaldlega við þig: Haltu áfram sama hvað. Það munu koma betri tímar og þér mun líða betur. Fljótlega birtir til og þá muntu sjá lífið í öðru ljósi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Inga Kristinsdóttir Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um þetta leyti fara dagarnir að lengjast á ný og brátt fáum við fleiri birtustundir, mörgum til mikillar gleði. Í dag eru vetrarsólstöður og á meðan ég beið eftir læknaviðtali í grámyglunni í hádeginu, opnaði ég Morgunblaðið og fletti síðu eftir síðu, þangað til ég rak augun í frétt sem var bæði sorgleg en líka hugljúf í senn. Fréttin fjallaði um aðstandendur ungs manns sem höfðu afþakkað blóm og kransa eftir fráfall sonar síns en opnað styrktarsjóð í staðinn sem mun nýtast til að bæta aðstöðuna á Kleppi. Í nánustu framtíð verður þar herbergi sem fær heitið Daníelsherbergi og er hugsað til notkunar af skjólstæðingum stofnunarinnar og aðstandendum þeirra. Það er afar sorglegt að sjá að þessi ungi maður hafi fallið frá og aðstandendur Daníels fá mína dýpstu samúð. Þeir höfðu á orði að þessi málaflokkur hafi verið vanræktur of lengi og því er ég sammála. Þó ég hafi aldrei kynnst þessum unga herra er ég viss um að hann hafi verið góður drengur með fallegt hjartalag. Hann hafði lifað við andleg veikindi í áratug og reynt hvað hann gat til að halda áfram lífinu. Við Daníel vorum á sama báti án þess að þekkjast, því sjálf hef ég verið notandi geðheilbrigðiskerfisins í áratug og sjálf reyndi ég sjálfsvíg í haust. Það er nauðsynlegt að fá aukna innspýtingu í geðheilbrigðiskerfið og vinna að því að stytta biðlistana, bjóða upp á skjólhús og bæta almennt þjónustu við fólk sem býr við geðvanda. Hver veit nema í framtíðinni muni rísa heimilislegt og fallegt skjólhús sem fær nafnið Daníelshús? Það er samt undir samfélaginu og stjórnvöldum komið að búa fólki gott líf. Fyrir þig sem ert þarna úti að þrauka segi ég einfaldlega við þig: Haltu áfram sama hvað. Það munu koma betri tímar og þér mun líða betur. Fljótlega birtir til og þá muntu sjá lífið í öðru ljósi!
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar