„Þarna sá ég í fyrsta skipti á ævinni mann tolleraðan á typpinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2023 08:31 Það var gaman hjá Kára Kristjáni Kristjánssyni og félögum í ÍBV liðinu þegar þeir fengu Axel Bigisson, aka BigSexy, til að skemmta í kveðjupartýi Dánjals Ragnarssonar. Vísir/Vilhelm Eyjamenn kvöddu á dögunum Færeyinginn Dánjal Ragnarsson og við það tilefni var hóað í sjálfan Big Sexy. Axel Birgisson, það er Big Sexy, sagði söguna af þessu kveðjupartýi í nýjasta þættinum af Subway Körfuboltakvöldi Extra. Handknattleiksdeild ÍBV hafði orðið við beiðni Dánjal um að kveðja félagið vegna fjölskylduaðstæðna. Dánjal spilaði sinn síðasta leik fyrir ÍBV á laugardaginn en leikurinn var á móti Víkingi. Dánjal hafði stimplað sig einstaklega vel inn í Eyjasamfélagið og var stór partur af ÍBV liðinu sem varð Íslandsmeistari í fyrra. Stefán Árni Pálsson og Tómas Steindórsson fengu Axel til sín í þáttinn Subway Körfuboltakvöld Extra sem er alltaf á þriðjudagskvöldum á Stöð 2 Sport. Útvarpsmaðurinn Axel Birgisson hefur séð lengi um þátt á FM957 á laugardögum þar sem hann heldur úti útvarpsþættinum Brodies ásamt góðum vinum sínum. Útvarpsmaðurinn Axel Birgisson með Tómasi Steindórssyni.S2 Sport „Ég verð að viðurkenna að þetta kom mér á óvart. Það var einhver búinn að lauma því að mér að ég væri á leiðinni í podcast. Ég fékk einhverjar lágmarksupplýsingar um það hvað væri að fara að gerast hérna í dag. Allt í einu er ég mættur hingað inn í ‚smink' í einu körfuboltatreyjunni sem ég á,“ sagði Axel Birgisson. „Þú hefur alltaf verið þungur á ÍBV-vagninum,“ skaut Stefán Árni þá inn í. „Sérstaklega í körfunni en ég er ekki hrifinn af þeim í fótboltanum. Í körfunni þar er ég þungur. Ég eignaðist þessa ÍBV-treyju, reyndar frá handboltamanni. Ég á ekki körfuboltatreyjuna frá þeim,“ sagði Axel. „Það er skemmtileg saga um hvernig þú fékkst þessa treyju gefins. Þú lentir í svolitlu um helgina í tengslum við þessa treyju,“ sagði Stefán. „Eigum við að fara eldsnöggt yfir það,“ sagði Axel og fékk strax jákvæð viðbrögð við því. „Hún á heima í sjónvarpi þessi saga,“ sagði Stefán. „Ég fer til Eyja um helgina með góðvini mínum Inga Bauer og þar erum við að skemmta fyrir ÍBV menn í handboltanum. Það tók svona tvö lög inn í klefanum hjá þeim þangað til að þeir voru allir farnir úr öllum fötunum sínum,“ sagði Axel. „Allir komnir á typpið. Þarna sá ég í fyrsta skiptið á ævinni mann tolleraðan á typpinu. Stemmningin var slík og alveg galin. Ég held að enginn annar en ÍBV maður gæti gert þetta,“ sagði Axel. Það má hlusta á þessa sögu hér fyrir neðan. Klippa: Subway Körfuboltakvöld Extra: Eftirminnileg stund í klefanum í Eyjum ÍBV Olís-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira
Axel Birgisson, það er Big Sexy, sagði söguna af þessu kveðjupartýi í nýjasta þættinum af Subway Körfuboltakvöldi Extra. Handknattleiksdeild ÍBV hafði orðið við beiðni Dánjal um að kveðja félagið vegna fjölskylduaðstæðna. Dánjal spilaði sinn síðasta leik fyrir ÍBV á laugardaginn en leikurinn var á móti Víkingi. Dánjal hafði stimplað sig einstaklega vel inn í Eyjasamfélagið og var stór partur af ÍBV liðinu sem varð Íslandsmeistari í fyrra. Stefán Árni Pálsson og Tómas Steindórsson fengu Axel til sín í þáttinn Subway Körfuboltakvöld Extra sem er alltaf á þriðjudagskvöldum á Stöð 2 Sport. Útvarpsmaðurinn Axel Birgisson hefur séð lengi um þátt á FM957 á laugardögum þar sem hann heldur úti útvarpsþættinum Brodies ásamt góðum vinum sínum. Útvarpsmaðurinn Axel Birgisson með Tómasi Steindórssyni.S2 Sport „Ég verð að viðurkenna að þetta kom mér á óvart. Það var einhver búinn að lauma því að mér að ég væri á leiðinni í podcast. Ég fékk einhverjar lágmarksupplýsingar um það hvað væri að fara að gerast hérna í dag. Allt í einu er ég mættur hingað inn í ‚smink' í einu körfuboltatreyjunni sem ég á,“ sagði Axel Birgisson. „Þú hefur alltaf verið þungur á ÍBV-vagninum,“ skaut Stefán Árni þá inn í. „Sérstaklega í körfunni en ég er ekki hrifinn af þeim í fótboltanum. Í körfunni þar er ég þungur. Ég eignaðist þessa ÍBV-treyju, reyndar frá handboltamanni. Ég á ekki körfuboltatreyjuna frá þeim,“ sagði Axel. „Það er skemmtileg saga um hvernig þú fékkst þessa treyju gefins. Þú lentir í svolitlu um helgina í tengslum við þessa treyju,“ sagði Stefán. „Eigum við að fara eldsnöggt yfir það,“ sagði Axel og fékk strax jákvæð viðbrögð við því. „Hún á heima í sjónvarpi þessi saga,“ sagði Stefán. „Ég fer til Eyja um helgina með góðvini mínum Inga Bauer og þar erum við að skemmta fyrir ÍBV menn í handboltanum. Það tók svona tvö lög inn í klefanum hjá þeim þangað til að þeir voru allir farnir úr öllum fötunum sínum,“ sagði Axel. „Allir komnir á typpið. Þarna sá ég í fyrsta skiptið á ævinni mann tolleraðan á typpinu. Stemmningin var slík og alveg galin. Ég held að enginn annar en ÍBV maður gæti gert þetta,“ sagði Axel. Það má hlusta á þessa sögu hér fyrir neðan. Klippa: Subway Körfuboltakvöld Extra: Eftirminnileg stund í klefanum í Eyjum
ÍBV Olís-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira