Sara og Elvar áfram best á þessu ári Sindri Sverrisson skrifar 20. desember 2023 18:01 Sara Rún Hinriksdóttir og Elvar Már Friðriksson eru orðin vön því að vera heiðruð sem körfuknattleiksfólk ársins. KKÍ Sara Rún Hinriksdóttir er körfuboltakona ársins, fjórða árið í röð, og Elvar Már Friðriksson er körfuboltakarl ársins, þriðja árið í röð. Það eru stjórn, starfsmenn og afreksnefnd KKÍ, auk landsliðsþjálfara, sem sjá um að kjósa körfuboltafólk ársins. Níu karlar fengu atkvæði í kjörinu í ár og ellefu konur. Sara Rún, sem er uppalin hjá Keflavík, lék með Faenza Basket Projecte í efstu deild á Ítalíu fyrri hluta árs, og var í stóru hlutverki. Frammistaðan skilaði henni samningi hjá Cadi La Seu sem spilar í efstu deild Spánar og FIBA EuroCup Women. Þá hefur Sara Rún verið burðarás í íslenska landsliðinu síðustu ár en smávægileg meiðsli komu í veg fyrir að hún spilaði með liðinu í nóvember, í fyrstu leikjunum í undankeppni EM 2025. Elvar Már lék afar vel með stórliði Rytas Vilnius í Litháen fyrri hluta árs og vakti athygli gríska félagsins PAOK sem fékk hann í sumar. Hjá PAOK hefur Elvar einnig verið lykilmaður, bæði í grísku deildinni og í Meistaradeild Evrópu. Hann er efstur í liðinu í stigum og stoðsendingum, og í þriðja sæti yfir flestar stoðsendingar allra í grísku deildinni. Elvar hefur svo tekið við leiðtogahlutverki í íslenska landsliðinu og átti líklega stærstan þátt í því að Ísland kæmist hársbreidd, eða einni körfu, frá því að fara alla leið inn á HM í fyrsta sinn. Val á körfuknattleikskonu ársins 2023: 1. Sara Rún Hinriksdóttir 2. Thelma Dís Ágústsdóttir 3. Isabella Ósk Sigurðardóttir Aðrar sem fengu atkvæði, í stafrófsröð: Ásta Júlía Grímsdóttir, Birna Valgerður Benónýsdóttir, Eva Margrét Kristjánsdóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir, Ísold Sævarsdóttir, Jana Falsdóttir, Tinna Guðrún Alexandersdsóttir og Þóra Kristín Jónsdóttir. Val á körfuknattleikskarli ársins 2023: 1. Elvar Már Friðriksson 2. Tryggvi Snær Hlinason 3. Ægir Þór Steinarsson Aðrir sem fengu atkvæði, í stafrófsröð: Hilmar Smári Henningsson, Jón Axel Guðmundsson, Kári Jónsson, Orri Gunnarsson, Pétur Rúnar Birgisson og Sigtryggur Arnar Björnsson. Landslið kvenna í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Það eru stjórn, starfsmenn og afreksnefnd KKÍ, auk landsliðsþjálfara, sem sjá um að kjósa körfuboltafólk ársins. Níu karlar fengu atkvæði í kjörinu í ár og ellefu konur. Sara Rún, sem er uppalin hjá Keflavík, lék með Faenza Basket Projecte í efstu deild á Ítalíu fyrri hluta árs, og var í stóru hlutverki. Frammistaðan skilaði henni samningi hjá Cadi La Seu sem spilar í efstu deild Spánar og FIBA EuroCup Women. Þá hefur Sara Rún verið burðarás í íslenska landsliðinu síðustu ár en smávægileg meiðsli komu í veg fyrir að hún spilaði með liðinu í nóvember, í fyrstu leikjunum í undankeppni EM 2025. Elvar Már lék afar vel með stórliði Rytas Vilnius í Litháen fyrri hluta árs og vakti athygli gríska félagsins PAOK sem fékk hann í sumar. Hjá PAOK hefur Elvar einnig verið lykilmaður, bæði í grísku deildinni og í Meistaradeild Evrópu. Hann er efstur í liðinu í stigum og stoðsendingum, og í þriðja sæti yfir flestar stoðsendingar allra í grísku deildinni. Elvar hefur svo tekið við leiðtogahlutverki í íslenska landsliðinu og átti líklega stærstan þátt í því að Ísland kæmist hársbreidd, eða einni körfu, frá því að fara alla leið inn á HM í fyrsta sinn. Val á körfuknattleikskonu ársins 2023: 1. Sara Rún Hinriksdóttir 2. Thelma Dís Ágústsdóttir 3. Isabella Ósk Sigurðardóttir Aðrar sem fengu atkvæði, í stafrófsröð: Ásta Júlía Grímsdóttir, Birna Valgerður Benónýsdóttir, Eva Margrét Kristjánsdóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir, Ísold Sævarsdóttir, Jana Falsdóttir, Tinna Guðrún Alexandersdsóttir og Þóra Kristín Jónsdóttir. Val á körfuknattleikskarli ársins 2023: 1. Elvar Már Friðriksson 2. Tryggvi Snær Hlinason 3. Ægir Þór Steinarsson Aðrir sem fengu atkvæði, í stafrófsröð: Hilmar Smári Henningsson, Jón Axel Guðmundsson, Kári Jónsson, Orri Gunnarsson, Pétur Rúnar Birgisson og Sigtryggur Arnar Björnsson.
Landslið kvenna í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira