Handbolti

Teitur orðaður við Gummersbach

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Teitur Örn Einarsson skoraði sjö mörk í sigri Flensburg á Lemgo í gær.
Teitur Örn Einarsson skoraði sjö mörk í sigri Flensburg á Lemgo í gær. vísir/getty

Teitur Örn Einarsson gæti gengið í raðir Íslendingaliðs Gummersbach frá Flensburg í sumar. 

Frá þessu er greint á Instagram-síðunni Handball Leaks sem er venjulega með puttann á púlsinum þegar kemur að félagaskiptum í handboltaheiminum.

Teitur gekk í raðir Flensburg frá Kristianstad í Svíþjóð fyrir tveimur árum. Í síðasta mánuði var greint frá því að hann myndi yfirgefa Flensburg þegar samningur hans við félagið rennur út næsta sumar.

Svo virðist sem Teitur ætli að halda kyrru fyrir í Þýskalandi og leika undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Gummersbach. Landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson leikur líka með liðinu.

Gummersbach er í 7. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. Liðið mætir Melsungen í Íslendingaslag í kvöld.

Teitur skoraði sjö mörk í sigri Flensburg á Lemgo í gær, 34-29. Flensburg er í 3. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×