Mikilvægt samkomulag ríkis og sveitarfélaga í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 18. desember 2023 07:00 Mikilvæg niðurstaða er komin í kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk, en fulltrúar stjórnvalda skrifuðu undir samning þess efnis fyrir helgi. Umfangsmikil greiningarvinna hefur farið fram á tilurð kostnaðarauka sveitarfélaga á undanförnum árum sem liggur að baki þessari niðurstöðu. Að mínu mati er þetta mjög mikilvæg niðurstaða, en ríki og sveitarfélög munu halda vinnunni áfram við fleiri þætti svo bæta megi enn frekar þjónustu við fatlað fólk. Tæp 12 milljarða árleg aukning til sveitarfélaga Samkomulagið felur í sér tæplega 12 milljarða króna aukningu framlaga ríkisins til sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk. Tæpir sex milljarðar komu inn í upphafi þessa árs og aðrir sex bætast við á næsta ári. Þetta eru varanlegar tilfærslur fjármagns og koma verulega til móts við kröfur sveitarfélaganna. Meginástæður aukins kostnaðar sveitarfélaganna sem ríkið mætir hér er vegna ýmissa laga- og reglugerðabreytinga sem gerðar hafa verið á undanförnum árum og leitt hafa til mikilvægra breytinga og aukinnar þjónustu við fatlað fólk. Þar má nefna þjónustu á heimilum fatlaðs fólks vegna aukinnar áherslu á sjálfstæða búsetu, lögfestingu 15 klukkustunda almennrar þjónustu og lögfestingu NPA þjónustu, auk þess sem fjölgun notenda á árunum 2011-2021 umfram það sem áætlað var á sínum tíma skýrir stóran hluta kostnaðaraukans. Börn með fjölþættan vanda og öryggisþjónusta fyrir fullorðið fatlað fólk Starfshópur ríkis og sveitarfélaga mun halda áfram að vinna að mögulegum frekari breytingum á verkaskiptingu og kostnaðarskiptingu í málaflokki fatlaðs fólks. Kannaður verður fýsileiki þess að svokölluð þriðja stigs þjónustu við börn með fjölþættan vanda og fullorðið fatlað fólk sem þarf á öryggisþjónustu að halda færist yfir á ábyrgð ríkisins, en sveitarfélögin hafa kallað eftir því. Stefnt að útrýmingu biðlista eftir sértæku húsnæði Samkomulagið gerir einnig ráð fyrir að gerð verði 7-10 ára áætlun um uppbyggingu sértæks húsnæðis fyrir fatlað fólk með auknar stuðningsþarfir. Biðlistar eftir húsnæði hafa lengst á undanförnum árum. Markmiðið er að eyða biðlistum og uppfylla þjónustuþarfir fatlaðs fólks í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og íslensk lög. Aukin samræming og eftirlit með þjónustu Ríki og sveitarfélög eru einnig sammála um að skilgreina fyrirkomulag og ábyrgð á samræmingu og eftirliti með framkvæmd þjónustunnar hjá sveitarfélögum, og einnig viðbrögðum ef þjónusta er ekki í samræmi við lög, reglugerðir og almennar kröfur. Þetta er lykilatriði til að tryggja réttindi fatlaðs fólks. Starfshópur um framtíðar áskoranir Í samkomulaginu felst líka að stofnaður verður starfshópur sem vinnur að þróun og nýsköpun í þjónustu við fatlað fólk, meðal annars til að auka gæði og hagkvæmi. Samtökum fatlaðs fólks mun verða boðið að sitja í hópnum. Þessi vinna er sérlega mikilvæg því það hefur vantað skipulagðan vettvang til þess að horfa til framtíðar og vænti ég mikils af vinnunni framundan. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra og þingmaður VG í SV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Málefni fatlaðs fólks Sveitarstjórnarmál Rekstur hins opinbera Vinstri græn Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Mikilvæg niðurstaða er komin í kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk, en fulltrúar stjórnvalda skrifuðu undir samning þess efnis fyrir helgi. Umfangsmikil greiningarvinna hefur farið fram á tilurð kostnaðarauka sveitarfélaga á undanförnum árum sem liggur að baki þessari niðurstöðu. Að mínu mati er þetta mjög mikilvæg niðurstaða, en ríki og sveitarfélög munu halda vinnunni áfram við fleiri þætti svo bæta megi enn frekar þjónustu við fatlað fólk. Tæp 12 milljarða árleg aukning til sveitarfélaga Samkomulagið felur í sér tæplega 12 milljarða króna aukningu framlaga ríkisins til sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk. Tæpir sex milljarðar komu inn í upphafi þessa árs og aðrir sex bætast við á næsta ári. Þetta eru varanlegar tilfærslur fjármagns og koma verulega til móts við kröfur sveitarfélaganna. Meginástæður aukins kostnaðar sveitarfélaganna sem ríkið mætir hér er vegna ýmissa laga- og reglugerðabreytinga sem gerðar hafa verið á undanförnum árum og leitt hafa til mikilvægra breytinga og aukinnar þjónustu við fatlað fólk. Þar má nefna þjónustu á heimilum fatlaðs fólks vegna aukinnar áherslu á sjálfstæða búsetu, lögfestingu 15 klukkustunda almennrar þjónustu og lögfestingu NPA þjónustu, auk þess sem fjölgun notenda á árunum 2011-2021 umfram það sem áætlað var á sínum tíma skýrir stóran hluta kostnaðaraukans. Börn með fjölþættan vanda og öryggisþjónusta fyrir fullorðið fatlað fólk Starfshópur ríkis og sveitarfélaga mun halda áfram að vinna að mögulegum frekari breytingum á verkaskiptingu og kostnaðarskiptingu í málaflokki fatlaðs fólks. Kannaður verður fýsileiki þess að svokölluð þriðja stigs þjónustu við börn með fjölþættan vanda og fullorðið fatlað fólk sem þarf á öryggisþjónustu að halda færist yfir á ábyrgð ríkisins, en sveitarfélögin hafa kallað eftir því. Stefnt að útrýmingu biðlista eftir sértæku húsnæði Samkomulagið gerir einnig ráð fyrir að gerð verði 7-10 ára áætlun um uppbyggingu sértæks húsnæðis fyrir fatlað fólk með auknar stuðningsþarfir. Biðlistar eftir húsnæði hafa lengst á undanförnum árum. Markmiðið er að eyða biðlistum og uppfylla þjónustuþarfir fatlaðs fólks í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og íslensk lög. Aukin samræming og eftirlit með þjónustu Ríki og sveitarfélög eru einnig sammála um að skilgreina fyrirkomulag og ábyrgð á samræmingu og eftirliti með framkvæmd þjónustunnar hjá sveitarfélögum, og einnig viðbrögðum ef þjónusta er ekki í samræmi við lög, reglugerðir og almennar kröfur. Þetta er lykilatriði til að tryggja réttindi fatlaðs fólks. Starfshópur um framtíðar áskoranir Í samkomulaginu felst líka að stofnaður verður starfshópur sem vinnur að þróun og nýsköpun í þjónustu við fatlað fólk, meðal annars til að auka gæði og hagkvæmi. Samtökum fatlaðs fólks mun verða boðið að sitja í hópnum. Þessi vinna er sérlega mikilvæg því það hefur vantað skipulagðan vettvang til þess að horfa til framtíðar og vænti ég mikils af vinnunni framundan. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra og þingmaður VG í SV-kjördæmi.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun