Lyfjameðferð í skaðaminnkun Bjarni Össurarson Rafnar og Valgerður Rúnarsdóttir skrifa 17. desember 2023 10:01 Tilefni þessara skrifa er umræða sem hefur átt sér stað vegna ávísana sjálfstætt starfandi læknis á morfíntöflum í nafni skaðaminnkunar, til handa fólks sem sprautar í æð. Í BNA hefur geisað ópíóíðafaraldur síðastliðin 20 ár. Þáttur lækna og lyfjafyrirtækja í honum er öllum ljós. Á Íslandi hefur misnotkun ópíóíða aukist mikið á síðustu árum og jafnvel er talað um faraldur. Ávísanir lækna á ópíóíðum á Íslandi hefur aukist á síðustu 10 árum. Tölur SÁÁ sýna mikla fjölgun einstaklinga sem eiga við ópíóíðavanda að stríða. Að lokum hefur dauðsföllum vegna ópíóíða fjölgað. Allir eru sammála um að misnotkun ópíóíða er alvarlegt vandamál sem þarf að bregðast við. Miklvægt er að einstaklingar sem vilja taka á ópíóíðavanda hafi greiðan aðgang að meðferð. Á hverjum tíma er hins vegar hópur sem ekki getur eða vill hætta allri neyslu. Fyrir þennan hóp er miklvægt að bjóða upp á svo kallaða skaðaminnkun. Í hugtakinu felst að reynt er af bestu getu að minnka skaðann af neyslunni og standa að öðru leyti með einstaklingnum og hans réttindum. Beinn skaði á líkamlega heilsu einstaklinga sem sprauta í æð er f.o.f. tvenns konar. Fyrst er sprautunotkunin sjálf sem ber með sér hættu á alvarlegum bakteríusýkingum (t.d. sýking á hjartalokum) og veirusýkingum sem smitast milli manna með blóði (HIV og lifrarbólga). Síðan er hættan af lyfjaflokknum sjálfum sem í tilfelli ópíóíða er dauði við ofskammt. Að skrifa morfíntöflur á stofu tekur ekki á neinum af þessum þáttum. Fólk sprautar sig áfram og er áfram í hættu hvað varðar sýkingar og ofskammt. Vissulega veit neytandinn hversu mikið magn er í hverri töflu sem gæti minnkað hættu á ofskammti. Hins vegar eru töflur ekki hannaðar til að sprauta þeim muldum beint í æð, í þeim eru margs konar aukaefni sem geta haft skaðleg áhrif á ýmiss líffæri. Grunngildi heilbrigðisstétta er að valda ekki skaða. Þess vegna verða allar meðferðir og inngrip að hafa traustan vísindalegan grunn. Engin vísindaleg gögn liggja fyrir sem sýna fram á að ávísun morfíns á töfluformi á stofu minnki skaða hjá fólki sem sprautar í æð. Það er enginn eðlismunur á að ávísa morfíntöflum eða OxyContin, bæði efnin eru ópíóíðar sem valda dauða í ofskammti. Hver er ábyrgð læknis ef einstaklingur í fíknivanda fær hjá honum ávísað morfíntöflum og deyr síðan úr ofskammti? Eða þá þegar þriðji aðili deyr sem keypti efnið af skjólstæðingi læknisins? Nú vill svo til að það er til mjög góð meðferð við ópíóíðafíkn. Hún byggir á áratuga rannsóknum sem hafa sýnt frábæran árangur. Meðferðin kallast viðhaldsmeðferð og byggir á reglulegum stuðningi fagaðila ásamt lyfjagjöf. Þessi meðferð er veitt hjá SÁÁ og í minna mæli á fíknigeðdeild Landspítala. Upprunalega var lyfið methadone notað en síðustu 20 ár hefur lyfið buprenorphine (Suboxoneâ, Buvidalâ) tekið við. Ástæðan er að þetta lyf er öflugt, öruggt og hreinlega ver fólk gegn ofskammti. Ekki er hægt að sprauta því í æð og það veldur ekki dauða í ofskammti. Í seinni tíð er buprenorphine í vaxandi notkun hjá þeim sem stunda skaðaminnkandi meðferð þ.e.s. þröskuldur fyrir að ávísa þessu örugga lyfi hefur sífellt lækkað. Ef styðja á enn frekar skaðaminnkun fyrir fólk sem sprautar ópíóíðum í æð, ætti að styðja við ráðlagða lyfjameðferð (viðhaldsmeðferð) sem nú er veitt i vel skilgreindu og faglegu umhverfi og auðvelda aðgengi að henni t.d. í nær umhverfi með faglegri skaðaminnkun. Lyfjagjöf er einungis einn af mörgum þáttum skaðaminnkunar. Skaðaminnkun er mikilvæg og er í dag stunduð af mörgum aðilum á Íslandi t.d. Frú Ragnheiði, SÁÁ, geðdeild og smitsjúkdómadeild Lanspítala og VOR teymi Reykavíkurborgar. Stefnumörkun í þessum málaflokki stendur nú yfir í Heilbrigðisráðuneytinu. Bjarni Össurarson Rafnar er geðlæknir á fíknigeðdeild Landspítala og Valgerður Rúnarsdóttir er framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Heilbrigðismál SÁÁ Landspítalinn Lyf Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Sjá meira
Tilefni þessara skrifa er umræða sem hefur átt sér stað vegna ávísana sjálfstætt starfandi læknis á morfíntöflum í nafni skaðaminnkunar, til handa fólks sem sprautar í æð. Í BNA hefur geisað ópíóíðafaraldur síðastliðin 20 ár. Þáttur lækna og lyfjafyrirtækja í honum er öllum ljós. Á Íslandi hefur misnotkun ópíóíða aukist mikið á síðustu árum og jafnvel er talað um faraldur. Ávísanir lækna á ópíóíðum á Íslandi hefur aukist á síðustu 10 árum. Tölur SÁÁ sýna mikla fjölgun einstaklinga sem eiga við ópíóíðavanda að stríða. Að lokum hefur dauðsföllum vegna ópíóíða fjölgað. Allir eru sammála um að misnotkun ópíóíða er alvarlegt vandamál sem þarf að bregðast við. Miklvægt er að einstaklingar sem vilja taka á ópíóíðavanda hafi greiðan aðgang að meðferð. Á hverjum tíma er hins vegar hópur sem ekki getur eða vill hætta allri neyslu. Fyrir þennan hóp er miklvægt að bjóða upp á svo kallaða skaðaminnkun. Í hugtakinu felst að reynt er af bestu getu að minnka skaðann af neyslunni og standa að öðru leyti með einstaklingnum og hans réttindum. Beinn skaði á líkamlega heilsu einstaklinga sem sprauta í æð er f.o.f. tvenns konar. Fyrst er sprautunotkunin sjálf sem ber með sér hættu á alvarlegum bakteríusýkingum (t.d. sýking á hjartalokum) og veirusýkingum sem smitast milli manna með blóði (HIV og lifrarbólga). Síðan er hættan af lyfjaflokknum sjálfum sem í tilfelli ópíóíða er dauði við ofskammt. Að skrifa morfíntöflur á stofu tekur ekki á neinum af þessum þáttum. Fólk sprautar sig áfram og er áfram í hættu hvað varðar sýkingar og ofskammt. Vissulega veit neytandinn hversu mikið magn er í hverri töflu sem gæti minnkað hættu á ofskammti. Hins vegar eru töflur ekki hannaðar til að sprauta þeim muldum beint í æð, í þeim eru margs konar aukaefni sem geta haft skaðleg áhrif á ýmiss líffæri. Grunngildi heilbrigðisstétta er að valda ekki skaða. Þess vegna verða allar meðferðir og inngrip að hafa traustan vísindalegan grunn. Engin vísindaleg gögn liggja fyrir sem sýna fram á að ávísun morfíns á töfluformi á stofu minnki skaða hjá fólki sem sprautar í æð. Það er enginn eðlismunur á að ávísa morfíntöflum eða OxyContin, bæði efnin eru ópíóíðar sem valda dauða í ofskammti. Hver er ábyrgð læknis ef einstaklingur í fíknivanda fær hjá honum ávísað morfíntöflum og deyr síðan úr ofskammti? Eða þá þegar þriðji aðili deyr sem keypti efnið af skjólstæðingi læknisins? Nú vill svo til að það er til mjög góð meðferð við ópíóíðafíkn. Hún byggir á áratuga rannsóknum sem hafa sýnt frábæran árangur. Meðferðin kallast viðhaldsmeðferð og byggir á reglulegum stuðningi fagaðila ásamt lyfjagjöf. Þessi meðferð er veitt hjá SÁÁ og í minna mæli á fíknigeðdeild Landspítala. Upprunalega var lyfið methadone notað en síðustu 20 ár hefur lyfið buprenorphine (Suboxoneâ, Buvidalâ) tekið við. Ástæðan er að þetta lyf er öflugt, öruggt og hreinlega ver fólk gegn ofskammti. Ekki er hægt að sprauta því í æð og það veldur ekki dauða í ofskammti. Í seinni tíð er buprenorphine í vaxandi notkun hjá þeim sem stunda skaðaminnkandi meðferð þ.e.s. þröskuldur fyrir að ávísa þessu örugga lyfi hefur sífellt lækkað. Ef styðja á enn frekar skaðaminnkun fyrir fólk sem sprautar ópíóíðum í æð, ætti að styðja við ráðlagða lyfjameðferð (viðhaldsmeðferð) sem nú er veitt i vel skilgreindu og faglegu umhverfi og auðvelda aðgengi að henni t.d. í nær umhverfi með faglegri skaðaminnkun. Lyfjagjöf er einungis einn af mörgum þáttum skaðaminnkunar. Skaðaminnkun er mikilvæg og er í dag stunduð af mörgum aðilum á Íslandi t.d. Frú Ragnheiði, SÁÁ, geðdeild og smitsjúkdómadeild Lanspítala og VOR teymi Reykavíkurborgar. Stefnumörkun í þessum málaflokki stendur nú yfir í Heilbrigðisráðuneytinu. Bjarni Össurarson Rafnar er geðlæknir á fíknigeðdeild Landspítala og Valgerður Rúnarsdóttir er framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar