Lyfjameðferð í skaðaminnkun Bjarni Össurarson Rafnar og Valgerður Rúnarsdóttir skrifa 17. desember 2023 10:01 Tilefni þessara skrifa er umræða sem hefur átt sér stað vegna ávísana sjálfstætt starfandi læknis á morfíntöflum í nafni skaðaminnkunar, til handa fólks sem sprautar í æð. Í BNA hefur geisað ópíóíðafaraldur síðastliðin 20 ár. Þáttur lækna og lyfjafyrirtækja í honum er öllum ljós. Á Íslandi hefur misnotkun ópíóíða aukist mikið á síðustu árum og jafnvel er talað um faraldur. Ávísanir lækna á ópíóíðum á Íslandi hefur aukist á síðustu 10 árum. Tölur SÁÁ sýna mikla fjölgun einstaklinga sem eiga við ópíóíðavanda að stríða. Að lokum hefur dauðsföllum vegna ópíóíða fjölgað. Allir eru sammála um að misnotkun ópíóíða er alvarlegt vandamál sem þarf að bregðast við. Miklvægt er að einstaklingar sem vilja taka á ópíóíðavanda hafi greiðan aðgang að meðferð. Á hverjum tíma er hins vegar hópur sem ekki getur eða vill hætta allri neyslu. Fyrir þennan hóp er miklvægt að bjóða upp á svo kallaða skaðaminnkun. Í hugtakinu felst að reynt er af bestu getu að minnka skaðann af neyslunni og standa að öðru leyti með einstaklingnum og hans réttindum. Beinn skaði á líkamlega heilsu einstaklinga sem sprauta í æð er f.o.f. tvenns konar. Fyrst er sprautunotkunin sjálf sem ber með sér hættu á alvarlegum bakteríusýkingum (t.d. sýking á hjartalokum) og veirusýkingum sem smitast milli manna með blóði (HIV og lifrarbólga). Síðan er hættan af lyfjaflokknum sjálfum sem í tilfelli ópíóíða er dauði við ofskammt. Að skrifa morfíntöflur á stofu tekur ekki á neinum af þessum þáttum. Fólk sprautar sig áfram og er áfram í hættu hvað varðar sýkingar og ofskammt. Vissulega veit neytandinn hversu mikið magn er í hverri töflu sem gæti minnkað hættu á ofskammti. Hins vegar eru töflur ekki hannaðar til að sprauta þeim muldum beint í æð, í þeim eru margs konar aukaefni sem geta haft skaðleg áhrif á ýmiss líffæri. Grunngildi heilbrigðisstétta er að valda ekki skaða. Þess vegna verða allar meðferðir og inngrip að hafa traustan vísindalegan grunn. Engin vísindaleg gögn liggja fyrir sem sýna fram á að ávísun morfíns á töfluformi á stofu minnki skaða hjá fólki sem sprautar í æð. Það er enginn eðlismunur á að ávísa morfíntöflum eða OxyContin, bæði efnin eru ópíóíðar sem valda dauða í ofskammti. Hver er ábyrgð læknis ef einstaklingur í fíknivanda fær hjá honum ávísað morfíntöflum og deyr síðan úr ofskammti? Eða þá þegar þriðji aðili deyr sem keypti efnið af skjólstæðingi læknisins? Nú vill svo til að það er til mjög góð meðferð við ópíóíðafíkn. Hún byggir á áratuga rannsóknum sem hafa sýnt frábæran árangur. Meðferðin kallast viðhaldsmeðferð og byggir á reglulegum stuðningi fagaðila ásamt lyfjagjöf. Þessi meðferð er veitt hjá SÁÁ og í minna mæli á fíknigeðdeild Landspítala. Upprunalega var lyfið methadone notað en síðustu 20 ár hefur lyfið buprenorphine (Suboxoneâ, Buvidalâ) tekið við. Ástæðan er að þetta lyf er öflugt, öruggt og hreinlega ver fólk gegn ofskammti. Ekki er hægt að sprauta því í æð og það veldur ekki dauða í ofskammti. Í seinni tíð er buprenorphine í vaxandi notkun hjá þeim sem stunda skaðaminnkandi meðferð þ.e.s. þröskuldur fyrir að ávísa þessu örugga lyfi hefur sífellt lækkað. Ef styðja á enn frekar skaðaminnkun fyrir fólk sem sprautar ópíóíðum í æð, ætti að styðja við ráðlagða lyfjameðferð (viðhaldsmeðferð) sem nú er veitt i vel skilgreindu og faglegu umhverfi og auðvelda aðgengi að henni t.d. í nær umhverfi með faglegri skaðaminnkun. Lyfjagjöf er einungis einn af mörgum þáttum skaðaminnkunar. Skaðaminnkun er mikilvæg og er í dag stunduð af mörgum aðilum á Íslandi t.d. Frú Ragnheiði, SÁÁ, geðdeild og smitsjúkdómadeild Lanspítala og VOR teymi Reykavíkurborgar. Stefnumörkun í þessum málaflokki stendur nú yfir í Heilbrigðisráðuneytinu. Bjarni Össurarson Rafnar er geðlæknir á fíknigeðdeild Landspítala og Valgerður Rúnarsdóttir er framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Heilbrigðismál SÁÁ Landspítalinn Lyf Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Tilefni þessara skrifa er umræða sem hefur átt sér stað vegna ávísana sjálfstætt starfandi læknis á morfíntöflum í nafni skaðaminnkunar, til handa fólks sem sprautar í æð. Í BNA hefur geisað ópíóíðafaraldur síðastliðin 20 ár. Þáttur lækna og lyfjafyrirtækja í honum er öllum ljós. Á Íslandi hefur misnotkun ópíóíða aukist mikið á síðustu árum og jafnvel er talað um faraldur. Ávísanir lækna á ópíóíðum á Íslandi hefur aukist á síðustu 10 árum. Tölur SÁÁ sýna mikla fjölgun einstaklinga sem eiga við ópíóíðavanda að stríða. Að lokum hefur dauðsföllum vegna ópíóíða fjölgað. Allir eru sammála um að misnotkun ópíóíða er alvarlegt vandamál sem þarf að bregðast við. Miklvægt er að einstaklingar sem vilja taka á ópíóíðavanda hafi greiðan aðgang að meðferð. Á hverjum tíma er hins vegar hópur sem ekki getur eða vill hætta allri neyslu. Fyrir þennan hóp er miklvægt að bjóða upp á svo kallaða skaðaminnkun. Í hugtakinu felst að reynt er af bestu getu að minnka skaðann af neyslunni og standa að öðru leyti með einstaklingnum og hans réttindum. Beinn skaði á líkamlega heilsu einstaklinga sem sprauta í æð er f.o.f. tvenns konar. Fyrst er sprautunotkunin sjálf sem ber með sér hættu á alvarlegum bakteríusýkingum (t.d. sýking á hjartalokum) og veirusýkingum sem smitast milli manna með blóði (HIV og lifrarbólga). Síðan er hættan af lyfjaflokknum sjálfum sem í tilfelli ópíóíða er dauði við ofskammt. Að skrifa morfíntöflur á stofu tekur ekki á neinum af þessum þáttum. Fólk sprautar sig áfram og er áfram í hættu hvað varðar sýkingar og ofskammt. Vissulega veit neytandinn hversu mikið magn er í hverri töflu sem gæti minnkað hættu á ofskammti. Hins vegar eru töflur ekki hannaðar til að sprauta þeim muldum beint í æð, í þeim eru margs konar aukaefni sem geta haft skaðleg áhrif á ýmiss líffæri. Grunngildi heilbrigðisstétta er að valda ekki skaða. Þess vegna verða allar meðferðir og inngrip að hafa traustan vísindalegan grunn. Engin vísindaleg gögn liggja fyrir sem sýna fram á að ávísun morfíns á töfluformi á stofu minnki skaða hjá fólki sem sprautar í æð. Það er enginn eðlismunur á að ávísa morfíntöflum eða OxyContin, bæði efnin eru ópíóíðar sem valda dauða í ofskammti. Hver er ábyrgð læknis ef einstaklingur í fíknivanda fær hjá honum ávísað morfíntöflum og deyr síðan úr ofskammti? Eða þá þegar þriðji aðili deyr sem keypti efnið af skjólstæðingi læknisins? Nú vill svo til að það er til mjög góð meðferð við ópíóíðafíkn. Hún byggir á áratuga rannsóknum sem hafa sýnt frábæran árangur. Meðferðin kallast viðhaldsmeðferð og byggir á reglulegum stuðningi fagaðila ásamt lyfjagjöf. Þessi meðferð er veitt hjá SÁÁ og í minna mæli á fíknigeðdeild Landspítala. Upprunalega var lyfið methadone notað en síðustu 20 ár hefur lyfið buprenorphine (Suboxoneâ, Buvidalâ) tekið við. Ástæðan er að þetta lyf er öflugt, öruggt og hreinlega ver fólk gegn ofskammti. Ekki er hægt að sprauta því í æð og það veldur ekki dauða í ofskammti. Í seinni tíð er buprenorphine í vaxandi notkun hjá þeim sem stunda skaðaminnkandi meðferð þ.e.s. þröskuldur fyrir að ávísa þessu örugga lyfi hefur sífellt lækkað. Ef styðja á enn frekar skaðaminnkun fyrir fólk sem sprautar ópíóíðum í æð, ætti að styðja við ráðlagða lyfjameðferð (viðhaldsmeðferð) sem nú er veitt i vel skilgreindu og faglegu umhverfi og auðvelda aðgengi að henni t.d. í nær umhverfi með faglegri skaðaminnkun. Lyfjagjöf er einungis einn af mörgum þáttum skaðaminnkunar. Skaðaminnkun er mikilvæg og er í dag stunduð af mörgum aðilum á Íslandi t.d. Frú Ragnheiði, SÁÁ, geðdeild og smitsjúkdómadeild Lanspítala og VOR teymi Reykavíkurborgar. Stefnumörkun í þessum málaflokki stendur nú yfir í Heilbrigðisráðuneytinu. Bjarni Össurarson Rafnar er geðlæknir á fíknigeðdeild Landspítala og Valgerður Rúnarsdóttir er framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar