NBA-deildin setur Draymond Green í ótímabundið bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2023 07:15 Draymond Green spilar ekki með Golden State Warriors liðinu á næstunni og líklegast ekki fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. AP/Nate Billings Körfuboltamaðurinn Draymond Green má ekki spila með Golden State Warriors á næstunni en NBA-deildin hefur sett hann í bann. Það sérstaka við bannið er að það er ekki talið í leikjum, dögum eða vikum. Green er kominn í ótímabundið bann. Green fær bannið fyrir að slá niður Jusuf Nurkic í leik á þriðjudagskvöldið en fyrir það var hann rekinn út úr húsi. Þetta var í þriðja sinn sem Green er rekinn snemma í sturtu á þessu tímabili. Green var nýkominn úr fimm leikja banni fyrir að taka leikmann hálstaki í leik. BREAKING: The NBA will suspend Draymond Green INDEFINITELY, per Woj pic.twitter.com/KBz6o8ibPV— NBACentral (@TheDunkCentral) December 14, 2023 Alvarleiki málsins eru þessi síendurteknu brot Green. NBA-deildin segir að Green þurfi nú að uppfylla ákveðin skilyrði og skyldur áður en hann má spila aftur með Warriors. NBA-deildin segist ekki hafa viljað gefa út ramma utan um bannið heldur frekar gefa Green tækifæri til að vinna í sínum málum. Mike Dunleavy Jr., framkvæmdastjóri Golden State Warriors og umboðsmaður Green, Rich Paul, munu funda um framhaldið og finna leiðir til að hjálpa Green að ná bata en það er augljóslega eitthvað mikið að angra hann þessi misserin. Þetta bann mun líka kosta Green mikinn pening í töpuðum launum. Hann verður af 154 þúsund dollurum fyrir hvern leik sem hann missir af en það eru 21,6 milljónir króna. Verði bannið tuttugu leikir eða meira þá hækkar þessu upphæð upp í 203 þúsund Bandaríkjadali á leik sem eru meira en 28 milljónir króna. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn) NBA Mest lesið Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Feðgarnir slógust eftir leik Sport Leik lokið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í stig Íslenski boltinn „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Fleiri fréttir „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Sjá meira
Green fær bannið fyrir að slá niður Jusuf Nurkic í leik á þriðjudagskvöldið en fyrir það var hann rekinn út úr húsi. Þetta var í þriðja sinn sem Green er rekinn snemma í sturtu á þessu tímabili. Green var nýkominn úr fimm leikja banni fyrir að taka leikmann hálstaki í leik. BREAKING: The NBA will suspend Draymond Green INDEFINITELY, per Woj pic.twitter.com/KBz6o8ibPV— NBACentral (@TheDunkCentral) December 14, 2023 Alvarleiki málsins eru þessi síendurteknu brot Green. NBA-deildin segir að Green þurfi nú að uppfylla ákveðin skilyrði og skyldur áður en hann má spila aftur með Warriors. NBA-deildin segist ekki hafa viljað gefa út ramma utan um bannið heldur frekar gefa Green tækifæri til að vinna í sínum málum. Mike Dunleavy Jr., framkvæmdastjóri Golden State Warriors og umboðsmaður Green, Rich Paul, munu funda um framhaldið og finna leiðir til að hjálpa Green að ná bata en það er augljóslega eitthvað mikið að angra hann þessi misserin. Þetta bann mun líka kosta Green mikinn pening í töpuðum launum. Hann verður af 154 þúsund dollurum fyrir hvern leik sem hann missir af en það eru 21,6 milljónir króna. Verði bannið tuttugu leikir eða meira þá hækkar þessu upphæð upp í 203 þúsund Bandaríkjadali á leik sem eru meira en 28 milljónir króna. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn)
NBA Mest lesið Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Feðgarnir slógust eftir leik Sport Leik lokið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í stig Íslenski boltinn „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Fleiri fréttir „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Sjá meira