„Guðni var búinn að panta bikarinn á Bessastaði“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. desember 2023 08:31 Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur verið öflug milli stanganna. EPA-EFE/Beate Oma Dahle Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur verið á meðal betri leikmanna Íslands á HM kvenna í handbolta en Ísland lýkur keppni í kvöld. Sigri liðið Kongó verður bikar með í farteskinu heim til Íslands, svokallaður Forsetabikar. Ísland féll á svekkjandi hátt úr leik í riðlakeppninni eftir jafntefli við Angóla þar sem þær angólsku voru með betri markatölu. Sigur hefði dugað Íslandi í milliriðil og segir Elín að það hafi reynst liðinu erfitt að kyngja jafnteflinu, sem í raun hafi virkað sem tap. „Þetta var smá brekka til að byrja með. Við vorum rosa sárar og svekktar að komast ekki í milliriðilinn, sérstaklega af því það var bara eitt mark á milli. Þetta var alveg erfitt og það hefur verið smá erfitt að gíra sig inn í þessa leiki sem maður er að fara í en samt hafa þeir gefið okkur mjög mikið. Við erum mjög þakklátar. Við erum búnar að læra rosa mikið inn á hvora aðra og þetta hefur gefið mikið,“ segir Elín Jóna. Angólska liðið stóð sig vel í milliriðli og vann tvo leiki, við Austurríki og Suður-Kóreu. En er þá sárt fyrir stelpurnar að sjá þær vinna leiki þar sem Ísland hefði hæglega getað verið? „Já og nei, það er alveg flott að sjá að þær séu að vinna þessi lið vegna þess að þá hefur maður mikla trú á því að við myndum líka gera það ef við værum þarna. Þetta gefur manni ákveðið sjálfstraust að sjá, við getum unnið Angóla, og það að þær vinni Austurríki og Suður-Kóreu sýnir að við getum líka gert það.“ Markmiðið í Forsetabikarnum, sem Ísland fór í sem neðsta lið síns riðils, hafi þá alltaf verið skýrt. Liðið er nú aðeins einum sigri frá því markmiði. „Þetta var leikurinn sem við vildum fá eftir að við fréttum að við værum að fara í Forsetabikarinn. Við erum gríðarlega vel stemmdar. Kongó er með sterkt lið og þetta verður hörkuleikur,“ segir Elín Jóna. Þá eigi að koma bikarnum til forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, sem var í stúkunni á leiknum við Angóla í Stafangri. „Guðni var búinn að panta bikarinn á Bessastaði þannig að við verðum að sækja hann.“ HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Elín Jóna með flest varin víti á HM Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur varið flest víti allra markvarða á heimsmeistaramótinu í handbolta til þessa. 5. desember 2023 15:00 „Verðum bara Forsetabikarsmeistarar í staðinn“ Þórey Rósa Stefánsdóttir var eðlilega, líkt og aðrir leikmenn Íslands, svekkt eftir jafntefli kvöldsins við Angóla. Angóla fer í milliriðil á kostnað Íslands. 4. desember 2023 20:04 Skýrsla Vals: Franska 103 – staðið Ísland tók þungan grunnkúrs í frönsku á HM kvenna í handbolta í Stafangri í dag. Námsáætlunin var þétt og kennarinn strangur. 2. desember 2023 22:31 Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Ísland féll á svekkjandi hátt úr leik í riðlakeppninni eftir jafntefli við Angóla þar sem þær angólsku voru með betri markatölu. Sigur hefði dugað Íslandi í milliriðil og segir Elín að það hafi reynst liðinu erfitt að kyngja jafnteflinu, sem í raun hafi virkað sem tap. „Þetta var smá brekka til að byrja með. Við vorum rosa sárar og svekktar að komast ekki í milliriðilinn, sérstaklega af því það var bara eitt mark á milli. Þetta var alveg erfitt og það hefur verið smá erfitt að gíra sig inn í þessa leiki sem maður er að fara í en samt hafa þeir gefið okkur mjög mikið. Við erum mjög þakklátar. Við erum búnar að læra rosa mikið inn á hvora aðra og þetta hefur gefið mikið,“ segir Elín Jóna. Angólska liðið stóð sig vel í milliriðli og vann tvo leiki, við Austurríki og Suður-Kóreu. En er þá sárt fyrir stelpurnar að sjá þær vinna leiki þar sem Ísland hefði hæglega getað verið? „Já og nei, það er alveg flott að sjá að þær séu að vinna þessi lið vegna þess að þá hefur maður mikla trú á því að við myndum líka gera það ef við værum þarna. Þetta gefur manni ákveðið sjálfstraust að sjá, við getum unnið Angóla, og það að þær vinni Austurríki og Suður-Kóreu sýnir að við getum líka gert það.“ Markmiðið í Forsetabikarnum, sem Ísland fór í sem neðsta lið síns riðils, hafi þá alltaf verið skýrt. Liðið er nú aðeins einum sigri frá því markmiði. „Þetta var leikurinn sem við vildum fá eftir að við fréttum að við værum að fara í Forsetabikarinn. Við erum gríðarlega vel stemmdar. Kongó er með sterkt lið og þetta verður hörkuleikur,“ segir Elín Jóna. Þá eigi að koma bikarnum til forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, sem var í stúkunni á leiknum við Angóla í Stafangri. „Guðni var búinn að panta bikarinn á Bessastaði þannig að við verðum að sækja hann.“
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Elín Jóna með flest varin víti á HM Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur varið flest víti allra markvarða á heimsmeistaramótinu í handbolta til þessa. 5. desember 2023 15:00 „Verðum bara Forsetabikarsmeistarar í staðinn“ Þórey Rósa Stefánsdóttir var eðlilega, líkt og aðrir leikmenn Íslands, svekkt eftir jafntefli kvöldsins við Angóla. Angóla fer í milliriðil á kostnað Íslands. 4. desember 2023 20:04 Skýrsla Vals: Franska 103 – staðið Ísland tók þungan grunnkúrs í frönsku á HM kvenna í handbolta í Stafangri í dag. Námsáætlunin var þétt og kennarinn strangur. 2. desember 2023 22:31 Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Elín Jóna með flest varin víti á HM Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur varið flest víti allra markvarða á heimsmeistaramótinu í handbolta til þessa. 5. desember 2023 15:00
„Verðum bara Forsetabikarsmeistarar í staðinn“ Þórey Rósa Stefánsdóttir var eðlilega, líkt og aðrir leikmenn Íslands, svekkt eftir jafntefli kvöldsins við Angóla. Angóla fer í milliriðil á kostnað Íslands. 4. desember 2023 20:04
Skýrsla Vals: Franska 103 – staðið Ísland tók þungan grunnkúrs í frönsku á HM kvenna í handbolta í Stafangri í dag. Námsáætlunin var þétt og kennarinn strangur. 2. desember 2023 22:31