„Þungu fargi af manni létt“ Siggeir Ævarsson skrifar 11. desember 2023 22:46 Ólafur Ólafsson hvetur Grindvíkinga til að fjölmenna á næsta leik sem er einmitt gegn Haukum á ný. Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingar eru komnir í 8-liða úrslit VÍS-bikarsins eftir sigur á Haukum í sveiflukenndum leik. Lokatölur 88-80 þar sem heimamenn náðu að standa af sér áhlaup gestanna í lokin. Haukar voru að skjóta hreint ótrúlega fyrir utan í þessum leik en skotsýning þeirra fyrir utan línuna lagði grunninn að endurkomu þeirra og komust þeir raunar yfir þegar skammt var til leiksloka. Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, sagði að hann og hans menn hefðu mögulega gefið þeim aðeins of auðveld skot. „Við vorum að klikka á einhverjum skiptingum og svona og svo held ég að Finninn þeirra hafi ekki ekki hitt úr einu tveggjastiga skoti, þegar hann fór inn fyrir þriggjastiga línuna þá hitti hann bara hringinn en ef hann er fyrir utan hittir hann alltaf. Sigvaldi datt líka í gang, „Pittsarinn“, við þekkjum hann, vitum að hann hittir og var að gera það en var held ég bara orðinn þreyttur í lokinn.“ Grindvíkingar hafa aðeins landað einum sigri eftir að Grindavíkurbær var rýmdur þann 10. nóvember og sagði Ólafur að þessi sigur væri afskaplega mikilvægur fyrir sálarlíf leikmanna. „Mikill, mikill, mikill léttir að vinna núna. Þungu fargi af manni létt. Hjartað í manni er eitthvað svo létt núna. Það er eins og maður hafi verið að vinna bara einhvern bikar. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu, þetta var geggjað.“ Persónulegar tengingar Grindavíkur og Hauka Damier Pitts fór mikinn í liði Hauka í kvöld og varð stigahæstur með 24 stig en Pitts lék með Grindvíkingum í fyrra. Þá lék Daniel Mortensen með Haukum. Ólafur tók undir að sennilega hefði þessi leikur haft einhverja persónulega þýðingu fyrir Pitts. „Alveg pottþétt. Hann ætlaði örugglega að sanna eitthvað. En ég held að það sé einn eftir sem var með Mortensen í fyrra. En þeir eiga inni stóru mennina sína, eru með einn stóran mann. Við vorum ekki nógu fljótir að notfæra okkur það en um leið og við fórum að gera það það opnaðist fyrir skot og „cut“ og allt þetta. En eins og ég segi, ég er bara sáttur, fer sáttur á koddann!“ Liðin mætast á ný á fimmtudaginn. Eru Grindvíkingar núna búnir að læra inn á Hauka og tilbúnir að rústa þeim næst? „Eigum við ekki bara að segja það? Við vitum núna hvað við getum lagað og gert betur á móti þeim og mætum bara klárir fyrir síðasta leik fyrir jól og fara með einn sigur inn í jólin. Þá förum við sáttir í jólafrí.“ Grindvíkingar hafa verið að mæta vel í Smárann enda er stór hluti þeirra tímabundið búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Það virðist reyndar vera eitthvað á reiki hvort leikur sé þar eða í Hafnarfirði en Ólafur sagði það engu máli skipta, að sjálfsögðu væri skyldumæting fyrir Grindvíkinga. „Ég held að hann sé samt í Ólafssalnum? Ég held að það sé búið að breyta því. En það er samt skyldumæting þangað! Það er bara næsti bær við. Hvet alla til að mæta og hafa gaman. Skemmta sér og svo eru jólatónleikar á eftir. Svo förum við bara bráðum heim!“ - Sagði Ólafur að lokum og endaði viðtalið á að taka blaðamann í eitt löðrandi sveitt bjarnarfaðmlag. Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Sjá meira
Haukar voru að skjóta hreint ótrúlega fyrir utan í þessum leik en skotsýning þeirra fyrir utan línuna lagði grunninn að endurkomu þeirra og komust þeir raunar yfir þegar skammt var til leiksloka. Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, sagði að hann og hans menn hefðu mögulega gefið þeim aðeins of auðveld skot. „Við vorum að klikka á einhverjum skiptingum og svona og svo held ég að Finninn þeirra hafi ekki ekki hitt úr einu tveggjastiga skoti, þegar hann fór inn fyrir þriggjastiga línuna þá hitti hann bara hringinn en ef hann er fyrir utan hittir hann alltaf. Sigvaldi datt líka í gang, „Pittsarinn“, við þekkjum hann, vitum að hann hittir og var að gera það en var held ég bara orðinn þreyttur í lokinn.“ Grindvíkingar hafa aðeins landað einum sigri eftir að Grindavíkurbær var rýmdur þann 10. nóvember og sagði Ólafur að þessi sigur væri afskaplega mikilvægur fyrir sálarlíf leikmanna. „Mikill, mikill, mikill léttir að vinna núna. Þungu fargi af manni létt. Hjartað í manni er eitthvað svo létt núna. Það er eins og maður hafi verið að vinna bara einhvern bikar. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu, þetta var geggjað.“ Persónulegar tengingar Grindavíkur og Hauka Damier Pitts fór mikinn í liði Hauka í kvöld og varð stigahæstur með 24 stig en Pitts lék með Grindvíkingum í fyrra. Þá lék Daniel Mortensen með Haukum. Ólafur tók undir að sennilega hefði þessi leikur haft einhverja persónulega þýðingu fyrir Pitts. „Alveg pottþétt. Hann ætlaði örugglega að sanna eitthvað. En ég held að það sé einn eftir sem var með Mortensen í fyrra. En þeir eiga inni stóru mennina sína, eru með einn stóran mann. Við vorum ekki nógu fljótir að notfæra okkur það en um leið og við fórum að gera það það opnaðist fyrir skot og „cut“ og allt þetta. En eins og ég segi, ég er bara sáttur, fer sáttur á koddann!“ Liðin mætast á ný á fimmtudaginn. Eru Grindvíkingar núna búnir að læra inn á Hauka og tilbúnir að rústa þeim næst? „Eigum við ekki bara að segja það? Við vitum núna hvað við getum lagað og gert betur á móti þeim og mætum bara klárir fyrir síðasta leik fyrir jól og fara með einn sigur inn í jólin. Þá förum við sáttir í jólafrí.“ Grindvíkingar hafa verið að mæta vel í Smárann enda er stór hluti þeirra tímabundið búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Það virðist reyndar vera eitthvað á reiki hvort leikur sé þar eða í Hafnarfirði en Ólafur sagði það engu máli skipta, að sjálfsögðu væri skyldumæting fyrir Grindvíkinga. „Ég held að hann sé samt í Ólafssalnum? Ég held að það sé búið að breyta því. En það er samt skyldumæting þangað! Það er bara næsti bær við. Hvet alla til að mæta og hafa gaman. Skemmta sér og svo eru jólatónleikar á eftir. Svo förum við bara bráðum heim!“ - Sagði Ólafur að lokum og endaði viðtalið á að taka blaðamann í eitt löðrandi sveitt bjarnarfaðmlag.
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins