Málstefna fyrir íslenskt táknmál Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 11. desember 2023 12:31 Í vikunni mælti menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, fyrir þingsályktunartillögu um málstefnu íslensks táknmáls og aðgerðaráætlun. Þar er gengið út frá að íslenskt táknmál sé hefðbundið minnihlutamál og fyrsta mál þeirra sem þurfa að reiða sig á það til tjáningar og samskipta og barna þeirra, sbr. lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls. Stjórnvöld stuðli að þróun, rannsóknum, kennslu og útbreiðslu íslensks táknmáls og styðji að öðru leyti við menningu og menntun táknmálsfólks og táknmálsbarna eins og segir í tillögunni. Með málstefnu íslensks táknmáls er gert ráð fyrir að hún taki til fimm meginstoða, þ.e. máltöku táknmálsbarna, jákvæðs viðhorfs, fjölgunar umdæma íslensks táknmáls, lagaumhverfis og máltækni. Tillögu um málstefnu fylgir aðgerðaáætlun til þriggja ára. Að þeim árum liðnum verða bæði málstefnan og aðgerðaráætlun endurskoðuð. Táknmál er ekki einka-mál Táknmál er ekki einkamál heyrnalausra, heldur er það tungumál stórs hóps og opinbert mál hér á landi og því tímabært að táknmáli sé gert hærra undir höfði. Þrátt fyrir að táknmál sé opinbert mál hér á landi er lítil sem engin fræðsla eða kennsla í skólum landsins. Lítið sem ekkert er gert til að kynna og kenna íslenskt táknmál sem og menningu og sögu heyrnarlausra fyrir nemendum, en það er með þetta eins og svo margt annað, því með því að auka fræðslu í samfélaginu myndu fordómar minnka og aukinn skilningur yrði á þörfum náungans. Táknmál er minnihlutamál og því vegur viðhorf til tungumálsins meira heldur en til meirihlutamáls. Táknmál er ekki einka-mál þeirra sem ekki heyra. Það er heyrnarlausum gagnlaust ef hann getur ekki haft samskipti við aðra á sínu tungumáli. Táknmálið er því mikilvægt inni á heimilum, skóla, vinnustað og í samfélaginu öllu. Á Íslandi eru tvö opinber tungumál, íslenska og íslenskt táknmál. Það er samt staðreynd að þeir sem tala táknmáli hafa ekki sama aðgengi að þjóðfélaginu og aðrir. Viðhorf til tungumálsins hefur áhrif á stöðu einstaklings í þjóðfélaginu og til að breyta því þarf að breyta viðhorfi þjóðfélagsins til táknmálsins. Jákvæð áhrif stjórnvalda hafa líka áhrif og áðurnefnd þingsályktunartillaga er til þess fallin að bæta viðhorf og gera íslenska táknmálinu hærra undir höfði. Eins og segir í greinagerð með þingsályktunartillögunni, þá er jákvætt viðhorf til íslensks táknmáls grundvöllur þess að táknmálstalandi fólk hafi tækifæri á við aðra og skiptir sköpum fyrir aðgengi aðstandenda og fagfólks að upplýsingum um tungumálið Talaðu við mig Þegar barn fæðist heyrnalaust eða einstaklingur missir heyrn er mikilvægt að bæði barnið/einstaklingurinn fái stuðning og ekki bara hann því fjölskyldan og nánasta umhverfi hennar þarfnast líka stuðnings. Í aðgerðaráætlun er talað um að ef barn reynist vera með skerta heyrn verði snemmtækri íhlutun beitt til að tryggja viðkomandi barni og fjölskyldu þess öll úrræði sem koma barninu að gagni. Sé ástæða til, verði foreldrum heyrnarlausra og heyrnarskertra barna bent á þjónustu Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra. Þetta er atriði sem getur skipt sköpum fyrir framtíð barns sem fæðist heyrnarlaust. Þá er mikilvægt að þessi úrræði grípi fjölskyldur um allt land. Samskiptamiðstöð hefur verið með slík verkefni á sinni könnu og gefist vel. Bæði við að styðja fjölskyldur og skóla sem viðkomandi þarf að sækja. Það er ósk mín að þessi málstefna íslensks táknmáls og aðgerðaráætlun verði virkjuð sem fyrst okkur öllum til bóta. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Táknmál Alþingi Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Í vikunni mælti menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, fyrir þingsályktunartillögu um málstefnu íslensks táknmáls og aðgerðaráætlun. Þar er gengið út frá að íslenskt táknmál sé hefðbundið minnihlutamál og fyrsta mál þeirra sem þurfa að reiða sig á það til tjáningar og samskipta og barna þeirra, sbr. lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls. Stjórnvöld stuðli að þróun, rannsóknum, kennslu og útbreiðslu íslensks táknmáls og styðji að öðru leyti við menningu og menntun táknmálsfólks og táknmálsbarna eins og segir í tillögunni. Með málstefnu íslensks táknmáls er gert ráð fyrir að hún taki til fimm meginstoða, þ.e. máltöku táknmálsbarna, jákvæðs viðhorfs, fjölgunar umdæma íslensks táknmáls, lagaumhverfis og máltækni. Tillögu um málstefnu fylgir aðgerðaáætlun til þriggja ára. Að þeim árum liðnum verða bæði málstefnan og aðgerðaráætlun endurskoðuð. Táknmál er ekki einka-mál Táknmál er ekki einkamál heyrnalausra, heldur er það tungumál stórs hóps og opinbert mál hér á landi og því tímabært að táknmáli sé gert hærra undir höfði. Þrátt fyrir að táknmál sé opinbert mál hér á landi er lítil sem engin fræðsla eða kennsla í skólum landsins. Lítið sem ekkert er gert til að kynna og kenna íslenskt táknmál sem og menningu og sögu heyrnarlausra fyrir nemendum, en það er með þetta eins og svo margt annað, því með því að auka fræðslu í samfélaginu myndu fordómar minnka og aukinn skilningur yrði á þörfum náungans. Táknmál er minnihlutamál og því vegur viðhorf til tungumálsins meira heldur en til meirihlutamáls. Táknmál er ekki einka-mál þeirra sem ekki heyra. Það er heyrnarlausum gagnlaust ef hann getur ekki haft samskipti við aðra á sínu tungumáli. Táknmálið er því mikilvægt inni á heimilum, skóla, vinnustað og í samfélaginu öllu. Á Íslandi eru tvö opinber tungumál, íslenska og íslenskt táknmál. Það er samt staðreynd að þeir sem tala táknmáli hafa ekki sama aðgengi að þjóðfélaginu og aðrir. Viðhorf til tungumálsins hefur áhrif á stöðu einstaklings í þjóðfélaginu og til að breyta því þarf að breyta viðhorfi þjóðfélagsins til táknmálsins. Jákvæð áhrif stjórnvalda hafa líka áhrif og áðurnefnd þingsályktunartillaga er til þess fallin að bæta viðhorf og gera íslenska táknmálinu hærra undir höfði. Eins og segir í greinagerð með þingsályktunartillögunni, þá er jákvætt viðhorf til íslensks táknmáls grundvöllur þess að táknmálstalandi fólk hafi tækifæri á við aðra og skiptir sköpum fyrir aðgengi aðstandenda og fagfólks að upplýsingum um tungumálið Talaðu við mig Þegar barn fæðist heyrnalaust eða einstaklingur missir heyrn er mikilvægt að bæði barnið/einstaklingurinn fái stuðning og ekki bara hann því fjölskyldan og nánasta umhverfi hennar þarfnast líka stuðnings. Í aðgerðaráætlun er talað um að ef barn reynist vera með skerta heyrn verði snemmtækri íhlutun beitt til að tryggja viðkomandi barni og fjölskyldu þess öll úrræði sem koma barninu að gagni. Sé ástæða til, verði foreldrum heyrnarlausra og heyrnarskertra barna bent á þjónustu Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra. Þetta er atriði sem getur skipt sköpum fyrir framtíð barns sem fæðist heyrnarlaust. Þá er mikilvægt að þessi úrræði grípi fjölskyldur um allt land. Samskiptamiðstöð hefur verið með slík verkefni á sinni könnu og gefist vel. Bæði við að styðja fjölskyldur og skóla sem viðkomandi þarf að sækja. Það er ósk mín að þessi málstefna íslensks táknmáls og aðgerðaráætlun verði virkjuð sem fyrst okkur öllum til bóta. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun