Flutti úr landi eftir rifrildið við Kim og Kanye Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. desember 2023 14:16 Taylor Swift segist hafa verið á botninum árið 2016. Nú sjö árum síðar er hún á allra vörum og manneskja ársins hjá TIME. AP Photo/Chris Pizzello Bandaríska söngkonan Taylor Swift segist hafa neyðst til að flytja af landi brott og upplifað sem svo að ferillinn sinn væri á enda eftir opinberar deilur sínar við þau Kim Kardashian og Kanye West árið 2016. Þetta kemur fram í viðtali TIME tímaritsins við söngkonuna, í tilefni af því að hún var valin manneskja ársins 2023. Í viðtalinu ræðir hún hápunktana á sínum ferli en líka erfiðu tímana, líkt og þegar Kanye West gerði hana að viðfangsefni í laginu Famous. Í laginu minntist Kanye á Taylor með nafni og sagðist enn halda að það væri möguleiki á því að þau myndu sofa saman. Hvers vegna? Hann hafi gert hana fræga. (e. „I feel like me and Taylor might still have sex, why? I made that b**** famous.“) Vísaði rapparinn þar til þess þegar hann hljóp upp á svið á VMA verðlaunahátíðinni árið 2009 þegar Swift vann verðlaun fyrir besta tónlistarmyndbandið. Söngkonan var í þann mund að fara að halda sigurræðu þegar rapparinn hljóp upp á svið og sagði öllum að Beyoncé hefði frekar átt verðlaunin skilið. Sagðist Kanye hafa fengið leyfi frá Taylor til þess að nota nafn hennar í laginu. Hún þvertók hins vegar fyrir það og brást Kim Kardashian, eiginkona rapparans og athafnakona, þá við með því að birta myndband á netinu þar sem Kanye ræddi málið við söngkonuna símleiðis. Svo virtist vera sem söngkonan hefði þrátt fyrir fullyrðingarnar samþykkt notkunina á nafni sínu í laginu. Síðar kom í ljós að rapparinn hefði ekki borið allan textann undir söngkonuna. Ferillinn hafður af henni Í samtali við TIME tímaritið segir Taylor Swift þetta hafa verið ömurlegan tíma. Þetta hafi verið endirinn á hennar ferli. „Þetta var þannig. Ferillinn minn var hafður af mér. Þetta var allt sett á svið. Ólögleg upptaka af símtali, sem Kim Kardashian klippti og birti svo til að koma því til skila til allra að ég væri lygari,“ segir Taylor Swift við TIME tímaritið. „Vegna þessa fór ég á einhvern stað sem ég hef aldrei verið á áður andlega. Ég flutti til annars lands. Ég fór ekki úr húsi í ár. Ég var hrædd um að taka símann. Ég ýtti flestum ástvinum frá mér af því að ég treysti engum. Ég var á botninum.“ Kim Kardashian hefur áður tjáð sig um erjurnar frá árinu 2016. Í röð tísta árið 2020 sagði Kim að staðan á milli Kanye og Taylor væri þannig að hún hefði neyðst til þess að koma honum til varnar. Sjö árum síðar er Taylor Swift á allt öðrum stað. Í samtali við TIME tímaritið segir hún að viðurkenning tímaritsins sé það sem hún sé líklega stoltust af á sínum ferli. Taylor hafði meðal annars betur en Karl Bretlandskonungur, Barbie og Donald Trump í vali tímaritsins. Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fleiri fréttir Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali TIME tímaritsins við söngkonuna, í tilefni af því að hún var valin manneskja ársins 2023. Í viðtalinu ræðir hún hápunktana á sínum ferli en líka erfiðu tímana, líkt og þegar Kanye West gerði hana að viðfangsefni í laginu Famous. Í laginu minntist Kanye á Taylor með nafni og sagðist enn halda að það væri möguleiki á því að þau myndu sofa saman. Hvers vegna? Hann hafi gert hana fræga. (e. „I feel like me and Taylor might still have sex, why? I made that b**** famous.“) Vísaði rapparinn þar til þess þegar hann hljóp upp á svið á VMA verðlaunahátíðinni árið 2009 þegar Swift vann verðlaun fyrir besta tónlistarmyndbandið. Söngkonan var í þann mund að fara að halda sigurræðu þegar rapparinn hljóp upp á svið og sagði öllum að Beyoncé hefði frekar átt verðlaunin skilið. Sagðist Kanye hafa fengið leyfi frá Taylor til þess að nota nafn hennar í laginu. Hún þvertók hins vegar fyrir það og brást Kim Kardashian, eiginkona rapparans og athafnakona, þá við með því að birta myndband á netinu þar sem Kanye ræddi málið við söngkonuna símleiðis. Svo virtist vera sem söngkonan hefði þrátt fyrir fullyrðingarnar samþykkt notkunina á nafni sínu í laginu. Síðar kom í ljós að rapparinn hefði ekki borið allan textann undir söngkonuna. Ferillinn hafður af henni Í samtali við TIME tímaritið segir Taylor Swift þetta hafa verið ömurlegan tíma. Þetta hafi verið endirinn á hennar ferli. „Þetta var þannig. Ferillinn minn var hafður af mér. Þetta var allt sett á svið. Ólögleg upptaka af símtali, sem Kim Kardashian klippti og birti svo til að koma því til skila til allra að ég væri lygari,“ segir Taylor Swift við TIME tímaritið. „Vegna þessa fór ég á einhvern stað sem ég hef aldrei verið á áður andlega. Ég flutti til annars lands. Ég fór ekki úr húsi í ár. Ég var hrædd um að taka símann. Ég ýtti flestum ástvinum frá mér af því að ég treysti engum. Ég var á botninum.“ Kim Kardashian hefur áður tjáð sig um erjurnar frá árinu 2016. Í röð tísta árið 2020 sagði Kim að staðan á milli Kanye og Taylor væri þannig að hún hefði neyðst til þess að koma honum til varnar. Sjö árum síðar er Taylor Swift á allt öðrum stað. Í samtali við TIME tímaritið segir hún að viðurkenning tímaritsins sé það sem hún sé líklega stoltust af á sínum ferli. Taylor hafði meðal annars betur en Karl Bretlandskonungur, Barbie og Donald Trump í vali tímaritsins.
Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fleiri fréttir Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Sjá meira