Flutti úr landi eftir rifrildið við Kim og Kanye Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. desember 2023 14:16 Taylor Swift segist hafa verið á botninum árið 2016. Nú sjö árum síðar er hún á allra vörum og manneskja ársins hjá TIME. AP Photo/Chris Pizzello Bandaríska söngkonan Taylor Swift segist hafa neyðst til að flytja af landi brott og upplifað sem svo að ferillinn sinn væri á enda eftir opinberar deilur sínar við þau Kim Kardashian og Kanye West árið 2016. Þetta kemur fram í viðtali TIME tímaritsins við söngkonuna, í tilefni af því að hún var valin manneskja ársins 2023. Í viðtalinu ræðir hún hápunktana á sínum ferli en líka erfiðu tímana, líkt og þegar Kanye West gerði hana að viðfangsefni í laginu Famous. Í laginu minntist Kanye á Taylor með nafni og sagðist enn halda að það væri möguleiki á því að þau myndu sofa saman. Hvers vegna? Hann hafi gert hana fræga. (e. „I feel like me and Taylor might still have sex, why? I made that b**** famous.“) Vísaði rapparinn þar til þess þegar hann hljóp upp á svið á VMA verðlaunahátíðinni árið 2009 þegar Swift vann verðlaun fyrir besta tónlistarmyndbandið. Söngkonan var í þann mund að fara að halda sigurræðu þegar rapparinn hljóp upp á svið og sagði öllum að Beyoncé hefði frekar átt verðlaunin skilið. Sagðist Kanye hafa fengið leyfi frá Taylor til þess að nota nafn hennar í laginu. Hún þvertók hins vegar fyrir það og brást Kim Kardashian, eiginkona rapparans og athafnakona, þá við með því að birta myndband á netinu þar sem Kanye ræddi málið við söngkonuna símleiðis. Svo virtist vera sem söngkonan hefði þrátt fyrir fullyrðingarnar samþykkt notkunina á nafni sínu í laginu. Síðar kom í ljós að rapparinn hefði ekki borið allan textann undir söngkonuna. Ferillinn hafður af henni Í samtali við TIME tímaritið segir Taylor Swift þetta hafa verið ömurlegan tíma. Þetta hafi verið endirinn á hennar ferli. „Þetta var þannig. Ferillinn minn var hafður af mér. Þetta var allt sett á svið. Ólögleg upptaka af símtali, sem Kim Kardashian klippti og birti svo til að koma því til skila til allra að ég væri lygari,“ segir Taylor Swift við TIME tímaritið. „Vegna þessa fór ég á einhvern stað sem ég hef aldrei verið á áður andlega. Ég flutti til annars lands. Ég fór ekki úr húsi í ár. Ég var hrædd um að taka símann. Ég ýtti flestum ástvinum frá mér af því að ég treysti engum. Ég var á botninum.“ Kim Kardashian hefur áður tjáð sig um erjurnar frá árinu 2016. Í röð tísta árið 2020 sagði Kim að staðan á milli Kanye og Taylor væri þannig að hún hefði neyðst til þess að koma honum til varnar. Sjö árum síðar er Taylor Swift á allt öðrum stað. Í samtali við TIME tímaritið segir hún að viðurkenning tímaritsins sé það sem hún sé líklega stoltust af á sínum ferli. Taylor hafði meðal annars betur en Karl Bretlandskonungur, Barbie og Donald Trump í vali tímaritsins. Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali TIME tímaritsins við söngkonuna, í tilefni af því að hún var valin manneskja ársins 2023. Í viðtalinu ræðir hún hápunktana á sínum ferli en líka erfiðu tímana, líkt og þegar Kanye West gerði hana að viðfangsefni í laginu Famous. Í laginu minntist Kanye á Taylor með nafni og sagðist enn halda að það væri möguleiki á því að þau myndu sofa saman. Hvers vegna? Hann hafi gert hana fræga. (e. „I feel like me and Taylor might still have sex, why? I made that b**** famous.“) Vísaði rapparinn þar til þess þegar hann hljóp upp á svið á VMA verðlaunahátíðinni árið 2009 þegar Swift vann verðlaun fyrir besta tónlistarmyndbandið. Söngkonan var í þann mund að fara að halda sigurræðu þegar rapparinn hljóp upp á svið og sagði öllum að Beyoncé hefði frekar átt verðlaunin skilið. Sagðist Kanye hafa fengið leyfi frá Taylor til þess að nota nafn hennar í laginu. Hún þvertók hins vegar fyrir það og brást Kim Kardashian, eiginkona rapparans og athafnakona, þá við með því að birta myndband á netinu þar sem Kanye ræddi málið við söngkonuna símleiðis. Svo virtist vera sem söngkonan hefði þrátt fyrir fullyrðingarnar samþykkt notkunina á nafni sínu í laginu. Síðar kom í ljós að rapparinn hefði ekki borið allan textann undir söngkonuna. Ferillinn hafður af henni Í samtali við TIME tímaritið segir Taylor Swift þetta hafa verið ömurlegan tíma. Þetta hafi verið endirinn á hennar ferli. „Þetta var þannig. Ferillinn minn var hafður af mér. Þetta var allt sett á svið. Ólögleg upptaka af símtali, sem Kim Kardashian klippti og birti svo til að koma því til skila til allra að ég væri lygari,“ segir Taylor Swift við TIME tímaritið. „Vegna þessa fór ég á einhvern stað sem ég hef aldrei verið á áður andlega. Ég flutti til annars lands. Ég fór ekki úr húsi í ár. Ég var hrædd um að taka símann. Ég ýtti flestum ástvinum frá mér af því að ég treysti engum. Ég var á botninum.“ Kim Kardashian hefur áður tjáð sig um erjurnar frá árinu 2016. Í röð tísta árið 2020 sagði Kim að staðan á milli Kanye og Taylor væri þannig að hún hefði neyðst til þess að koma honum til varnar. Sjö árum síðar er Taylor Swift á allt öðrum stað. Í samtali við TIME tímaritið segir hún að viðurkenning tímaritsins sé það sem hún sé líklega stoltust af á sínum ferli. Taylor hafði meðal annars betur en Karl Bretlandskonungur, Barbie og Donald Trump í vali tímaritsins.
Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira