Segir gamlan vin valda sér vonbrigðum Jón Þór Stefánsson skrifar 7. desember 2023 00:21 „Enn heldur minn ágæti gamli vinur, Sigmar Guðmundsson, áfram að valda mér vonbrigðum með málflutningi sínum,“ segir Bjarni Benediktsson. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra, segir gamlan vin sinn, Sigmar Guðmundsson þingmann Viðreisnar, valda sér vonbrigðum með málflutningi sínum. Báðir hafa þeir fjallað um Kveiksþátt sem var sýndur í Ríkissjónvarpinu í gær og varðaði íslensku krónuna. Bjarni tók Kveiksþáttinn fyrir á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi og sagði hann þáttinn hneyksli. Sigmar tók þá málið fyrir í ræðu á Alþingi og sagði hann stórgóðan, hið raunverulega hneyksli væru viðbrögð Bjarna. „Enn heldur minn ágæti gamli vinur, Sigmar Guðmundsson, áfram að valda mér vonbrigðum með málflutningi sínum,“ skrifar Bjarni í nýrri Facebook-færslu. Þar segir hann þáttinn fá falleinkunn frá sér. Hann segir sorglegt að íslenska krónan hafi orðið að blóraböggli fyrir krefjandi aðstæður í efnahagi landsins. Bjarni nefnir aðra þætti líkt og framboð af húsnæði, stríð, orkukreppu, og erfiðleika í kjara- og vinnumarkaðsmálum. „Þessi viðfangsefni hverfa ekki með öðrum gjaldmiðli,“ fullyrðir hann. RÚV megi ekki vera yfir gagnrýni hafið Bjarni minnist á að Viðreisn hafi ítrekað reynt að koma evrunni og aðild að Evrópusambandinu að, en án árangurs. Þá skýtur hann á Sigmar, sem starfaði í tvo áratugi rúma hjá RÚV, sem og aðra starfsmenn stofnunarinnar, sem hann segir eiga erfitt með að sjá hana gagnrýnda. „Sigmar ætti e.t.v. að taka upp samtal við fólkið í landinu að nýju í stað þess að hneykslast á því að ég hafi skoðun á umfjöllun Ríkisútvarpsins. Hann biður um rök fyrir gagnrýni minni líkt og hann sé enn starfsmaður Ríkisútvarpsins. Þeir eru allnokkrir núverandi og fyrrverandi starfsmenn sem sjá rautt ef orði er hallað á þessa stofnun sem við þó eigum öll saman. Hún er hvorki eign núverandi né fyrrverandi starfsmanna. Og má aldrei vera yfir gagnrýni hafin.“ Í erindi sínu á Alþingi í dag fullyrti Sigmar að Bjarni hefði ekki bent á neina staðreyndavillu varðandi þátt Kveiks. Bjarni biður hann um að lesa færslu sína á ný og minnist á umræðu sem var á Alþingi árið 2002 um hvort fyrirtæki ættu að mega að gera upp í erlendri mynt. „Sigmar segir mig ekki benda á staðreyndavillur. Ég bendi honum á að lesa færslu mína að nýju og velta fyrir sér hvort það sé í alvöru óeðlilegt sé að fyrirtæki með meginþorra tekna sinna í erlendri mynt fái að gera upp í þeirri mynt. Auðvitað er það sjálfsagt mál og formaður Viðreisnar greiddi því atkvæði árið 2002 á Alþingi. Er reyndar eini þingmaðurinn á Alþingi sem tók þátt í þeirri atkvæðagreiðslu og var ekki í vafa þá. Ég hvet alla, ekki síst Kveiksfólk, að lesa alla þá umræðu, nefndarálitin og ræðurnar sem fluttar voru,“ segir Bjarni og spyr: „Í Kveiksþættinum var gefið í skyn að heimilin ættu skilið að fá lágu evruvextina án þess að rætt væri með eðlilegum hætti um gengisáhættuna af slíku hættuspili. Þarf virkilega að ræða þetta eitthvað frekar eftir allt sem við höfum upplifað á öldinni í þeim efnum?“ Gefur þættinum falleinkunn Að lokum segir Bjarni að endanlegur mælikvarði á hagstjórn og efnahagsmál séu kjör fólksins í landinu. „Við Íslendingar höfum allt sem til þarf til að takast á við verðbólguna og endurheimta stöðugleika og lægri vexti,“ segir hann og bætir við að það verði eflaust ekki auðvelt og gerist ekki án fórna. „Þeir sem boða lausnir sem ekkert þarf að hafa fyrir eru enda almennt lýðskrumarar og tækifærissinnar.“ Hann fullyrðir að ekki þurfi nýjan gjaldmiðil til að tryggja stöðugleika og að með upptöku evru kæmu nýjar áskoranir. „Ekkert af þessu kom fram í slökum Kveiksþætti Ríkisútvarpsins í gær. Þar skorti allt heildarsamhengi hlutanna og þátturinn fær þess vegna falleinkunn hjá mér,“ segir hann. Ríkisútvarpið Efnahagsmál Íslenska krónan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Bjarni tók Kveiksþáttinn fyrir á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi og sagði hann þáttinn hneyksli. Sigmar tók þá málið fyrir í ræðu á Alþingi og sagði hann stórgóðan, hið raunverulega hneyksli væru viðbrögð Bjarna. „Enn heldur minn ágæti gamli vinur, Sigmar Guðmundsson, áfram að valda mér vonbrigðum með málflutningi sínum,“ skrifar Bjarni í nýrri Facebook-færslu. Þar segir hann þáttinn fá falleinkunn frá sér. Hann segir sorglegt að íslenska krónan hafi orðið að blóraböggli fyrir krefjandi aðstæður í efnahagi landsins. Bjarni nefnir aðra þætti líkt og framboð af húsnæði, stríð, orkukreppu, og erfiðleika í kjara- og vinnumarkaðsmálum. „Þessi viðfangsefni hverfa ekki með öðrum gjaldmiðli,“ fullyrðir hann. RÚV megi ekki vera yfir gagnrýni hafið Bjarni minnist á að Viðreisn hafi ítrekað reynt að koma evrunni og aðild að Evrópusambandinu að, en án árangurs. Þá skýtur hann á Sigmar, sem starfaði í tvo áratugi rúma hjá RÚV, sem og aðra starfsmenn stofnunarinnar, sem hann segir eiga erfitt með að sjá hana gagnrýnda. „Sigmar ætti e.t.v. að taka upp samtal við fólkið í landinu að nýju í stað þess að hneykslast á því að ég hafi skoðun á umfjöllun Ríkisútvarpsins. Hann biður um rök fyrir gagnrýni minni líkt og hann sé enn starfsmaður Ríkisútvarpsins. Þeir eru allnokkrir núverandi og fyrrverandi starfsmenn sem sjá rautt ef orði er hallað á þessa stofnun sem við þó eigum öll saman. Hún er hvorki eign núverandi né fyrrverandi starfsmanna. Og má aldrei vera yfir gagnrýni hafin.“ Í erindi sínu á Alþingi í dag fullyrti Sigmar að Bjarni hefði ekki bent á neina staðreyndavillu varðandi þátt Kveiks. Bjarni biður hann um að lesa færslu sína á ný og minnist á umræðu sem var á Alþingi árið 2002 um hvort fyrirtæki ættu að mega að gera upp í erlendri mynt. „Sigmar segir mig ekki benda á staðreyndavillur. Ég bendi honum á að lesa færslu mína að nýju og velta fyrir sér hvort það sé í alvöru óeðlilegt sé að fyrirtæki með meginþorra tekna sinna í erlendri mynt fái að gera upp í þeirri mynt. Auðvitað er það sjálfsagt mál og formaður Viðreisnar greiddi því atkvæði árið 2002 á Alþingi. Er reyndar eini þingmaðurinn á Alþingi sem tók þátt í þeirri atkvæðagreiðslu og var ekki í vafa þá. Ég hvet alla, ekki síst Kveiksfólk, að lesa alla þá umræðu, nefndarálitin og ræðurnar sem fluttar voru,“ segir Bjarni og spyr: „Í Kveiksþættinum var gefið í skyn að heimilin ættu skilið að fá lágu evruvextina án þess að rætt væri með eðlilegum hætti um gengisáhættuna af slíku hættuspili. Þarf virkilega að ræða þetta eitthvað frekar eftir allt sem við höfum upplifað á öldinni í þeim efnum?“ Gefur þættinum falleinkunn Að lokum segir Bjarni að endanlegur mælikvarði á hagstjórn og efnahagsmál séu kjör fólksins í landinu. „Við Íslendingar höfum allt sem til þarf til að takast á við verðbólguna og endurheimta stöðugleika og lægri vexti,“ segir hann og bætir við að það verði eflaust ekki auðvelt og gerist ekki án fórna. „Þeir sem boða lausnir sem ekkert þarf að hafa fyrir eru enda almennt lýðskrumarar og tækifærissinnar.“ Hann fullyrðir að ekki þurfi nýjan gjaldmiðil til að tryggja stöðugleika og að með upptöku evru kæmu nýjar áskoranir. „Ekkert af þessu kom fram í slökum Kveiksþætti Ríkisútvarpsins í gær. Þar skorti allt heildarsamhengi hlutanna og þátturinn fær þess vegna falleinkunn hjá mér,“ segir hann.
Ríkisútvarpið Efnahagsmál Íslenska krónan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira