Mannréttindi fatlaðra kvenna Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 7. desember 2023 09:00 Ofbeldi gegn konum er alþjóðlegt vandamál sem herjar á konur um allan heim. Kynbundið ofbeldi fyrirfinnst í öllum samfélögum en er dulið þar sem það á sér gjarnan stað bak við luktar dyr heimilisins. Kynbundið ofbeldi er hluti af birtingarmynd þess valda- og kynjakerfis sem hvert samfélag býr við. Fatlaðar konur eru í einna mestri hættu á að verða beittar ofbeldi í samfélaginu. Fatlaðar konur geta verið þolendur ofbeldis með sama hætti og ófatlaðar konur. Auk þess að verða fyrir samskonar ofbeldi og ófatlaðar konur eru þær í aukinni hættu á að verða beittar ofbeldi sem sérstaklega er bundið við stuðningsþarfir þeirra og jaðarsetta stöðu í samfélaginu. Þegar rætt er um ofbeldi gegn fötluðum konum verður að horfa til þess að fatlaðar konur tilheyra öllum minnihluta- og jaðarsettum hópum hvers samfélags, en fatlaðar konur eru líka hinsegin, heimilislausar, af erlendum uppruna, aldraðar og með fíknivanda. Nokkrar staðreyndir um ofbeldi gegn fötluðum konum og aðstæður þeirra: Fatlaðar konur eiga á hættu að verða fyrir ofbeldi af margvíslegu tagi – vanrækslu, líkamlegu ofbeldi, kynferðislegu ofbeldi, andlegu ofbeldi og fjárhagslegu ofbeldi. Fatlaðar konur eiga á hættu á að verða fyrir ofbeldi af hálfu umönnunaraðila. Fatlaðar konur eru líklegri til að verða fyrir ofbeldi en aðrir hópar samfélagsins. Fatlaðar konur eru líklegri til að þola ofbeldi yfir lengri tíma. Fatlaðar konur verða fyrir margskonar ofbeldi á lífsleiðinni af hálfu ólíkra gerenda. Fatlaðar konur er líklegri til að hafa þolað ofbeldi af hendi maka eða kærasta en aðrar konur. Fatlaðar konur eru líklegri til þess að tilkynna ekki um ofbeldi af ótta við að missa sjálfstæði sitt og að börnin verði tekin frá þeim. Fatlaðar konur er líklegri til að geta ekki varið sig. Fatlaðar konur eru líklegri til að vera með lágt sjálfsmat og búa við félagslega einangrun en ófatlaðar konur. Fatlaðar konur eru fjölbreyttur hópur og ofbeldi sem þær verða fyrir er margbreytilegt. Það þykja sjálfsögð réttindi hvers manns að lifa lífinu laus við ofbeldi. Allir eru fæddir jafnir og eiga jafnan rétt til lífs. Árið 1948 var lagður grunnur að alþjóðlegum mannréttindum með Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Í kjölfar Mannréttindayfirlýsingarinnar hafa margir mannréttindasamningar orðið til, þ.á m. samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það er ekki að ástæðulausu að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var saminn, en hann áréttar mikilvægi þess í 6. gr. að aðildarríki að honum sjái til þess að ráðstafanir verði gerðar til þess að tryggja fatlaðar konur fái notið til fulls allra mannréttinda og grundvallarfrelsis til jafns við aðra. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Ofbeldi gegn konum er alþjóðlegt vandamál sem herjar á konur um allan heim. Kynbundið ofbeldi fyrirfinnst í öllum samfélögum en er dulið þar sem það á sér gjarnan stað bak við luktar dyr heimilisins. Kynbundið ofbeldi er hluti af birtingarmynd þess valda- og kynjakerfis sem hvert samfélag býr við. Fatlaðar konur eru í einna mestri hættu á að verða beittar ofbeldi í samfélaginu. Fatlaðar konur geta verið þolendur ofbeldis með sama hætti og ófatlaðar konur. Auk þess að verða fyrir samskonar ofbeldi og ófatlaðar konur eru þær í aukinni hættu á að verða beittar ofbeldi sem sérstaklega er bundið við stuðningsþarfir þeirra og jaðarsetta stöðu í samfélaginu. Þegar rætt er um ofbeldi gegn fötluðum konum verður að horfa til þess að fatlaðar konur tilheyra öllum minnihluta- og jaðarsettum hópum hvers samfélags, en fatlaðar konur eru líka hinsegin, heimilislausar, af erlendum uppruna, aldraðar og með fíknivanda. Nokkrar staðreyndir um ofbeldi gegn fötluðum konum og aðstæður þeirra: Fatlaðar konur eiga á hættu að verða fyrir ofbeldi af margvíslegu tagi – vanrækslu, líkamlegu ofbeldi, kynferðislegu ofbeldi, andlegu ofbeldi og fjárhagslegu ofbeldi. Fatlaðar konur eiga á hættu á að verða fyrir ofbeldi af hálfu umönnunaraðila. Fatlaðar konur eru líklegri til að verða fyrir ofbeldi en aðrir hópar samfélagsins. Fatlaðar konur eru líklegri til að þola ofbeldi yfir lengri tíma. Fatlaðar konur verða fyrir margskonar ofbeldi á lífsleiðinni af hálfu ólíkra gerenda. Fatlaðar konur er líklegri til að hafa þolað ofbeldi af hendi maka eða kærasta en aðrar konur. Fatlaðar konur eru líklegri til þess að tilkynna ekki um ofbeldi af ótta við að missa sjálfstæði sitt og að börnin verði tekin frá þeim. Fatlaðar konur er líklegri til að geta ekki varið sig. Fatlaðar konur eru líklegri til að vera með lágt sjálfsmat og búa við félagslega einangrun en ófatlaðar konur. Fatlaðar konur eru fjölbreyttur hópur og ofbeldi sem þær verða fyrir er margbreytilegt. Það þykja sjálfsögð réttindi hvers manns að lifa lífinu laus við ofbeldi. Allir eru fæddir jafnir og eiga jafnan rétt til lífs. Árið 1948 var lagður grunnur að alþjóðlegum mannréttindum með Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Í kjölfar Mannréttindayfirlýsingarinnar hafa margir mannréttindasamningar orðið til, þ.á m. samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það er ekki að ástæðulausu að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var saminn, en hann áréttar mikilvægi þess í 6. gr. að aðildarríki að honum sjái til þess að ráðstafanir verði gerðar til þess að tryggja fatlaðar konur fái notið til fulls allra mannréttinda og grundvallarfrelsis til jafns við aðra. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun