Hálshlíf verður skylda í íshokkí eftir banaslysið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2023 15:31 Adam Johnson var minnst fyrir íþróttakappaleiki víða um England þar á meðal fyrir leik Nottingham Forest og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Matthew Ashton Alþjóða íshokkísambandið hefur breytt reglum sínum í kjölfar slyssins hræðilega á dögunum þegar Bandaríkjamaðurinn Adam Johnson lést af sárum sínum eftir að skauti mótherja skar hann á háls í leik. Hér eftir verður það skylda hjá leikmönnum að vera með hálshlíf í öllum leikjum á vegum Alþjóða íshokkísambandsins. Ice Hockey-Neck guards mandatory in IIHF tournaments after Johnson's death https://t.co/EaAjybwGmo pic.twitter.com/yNe2Kb5vLv— Reuters (@Reuters) December 5, 2023 Þetta þýðir að allir leikmenn sem keppa á Ólympíuleikunum 2026 eða í heimsmeistarakeppni karla eða kvenna í framtíðinni þurfa að vera með hálfshlíf. Nýja reglan mun hins vegar ekki gilda í atvinnumannadeildum eins og NHL í Bandaríkjunum. Þar er enginn skylda um að leikmenn séu með hálshlífar. Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður dómaranefndar Íshokkísambands Íslands, vakti athygli á því stuttu eftir slysið að það væri skylda í yngri flokkum á nota hálshlíf en einnig hafði skapast mikil umræða um það hvort leikmenn þurfi ekki frekari vörn hjá fullorðnum líka. Alþjóða íshokkísambandið tók þetta mál fyrir og hefur nú komist að þeirrri rökréttu niðurstöðu að tryggja enn frekar öryggi leikmanna á svellinu. Adam Johnson lést eftir slys í leik Nottingham Panther í Englandi í október. Sökudólgurinn hefur verið ákærður um manndráp en var sleppt gegn tryggingu. Enska íshokkísambandið hafði lýst því yfir að hálshlíf yrði hér eftir skylda og deildir í Kanada hafa einnig farið sömu leið. Cole Koepke, leikmaður Syracuse Crunch, var góður vinur Johnson og hann ákvað að fara að byrja spila með hálshlíf í AHL-deildinni sem er b-deildin í bandaríska íshokkíinu. „Það truflar mig ekki að að vera með hálshlífina og það er því engin ástæða fyrir því að vera ekki með hana. Þetta er það rétta í stöðunni,“ sagði Koepke við CBS Minnesota. Íshokkí Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ Sjá meira
Hér eftir verður það skylda hjá leikmönnum að vera með hálshlíf í öllum leikjum á vegum Alþjóða íshokkísambandsins. Ice Hockey-Neck guards mandatory in IIHF tournaments after Johnson's death https://t.co/EaAjybwGmo pic.twitter.com/yNe2Kb5vLv— Reuters (@Reuters) December 5, 2023 Þetta þýðir að allir leikmenn sem keppa á Ólympíuleikunum 2026 eða í heimsmeistarakeppni karla eða kvenna í framtíðinni þurfa að vera með hálfshlíf. Nýja reglan mun hins vegar ekki gilda í atvinnumannadeildum eins og NHL í Bandaríkjunum. Þar er enginn skylda um að leikmenn séu með hálshlífar. Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður dómaranefndar Íshokkísambands Íslands, vakti athygli á því stuttu eftir slysið að það væri skylda í yngri flokkum á nota hálshlíf en einnig hafði skapast mikil umræða um það hvort leikmenn þurfi ekki frekari vörn hjá fullorðnum líka. Alþjóða íshokkísambandið tók þetta mál fyrir og hefur nú komist að þeirrri rökréttu niðurstöðu að tryggja enn frekar öryggi leikmanna á svellinu. Adam Johnson lést eftir slys í leik Nottingham Panther í Englandi í október. Sökudólgurinn hefur verið ákærður um manndráp en var sleppt gegn tryggingu. Enska íshokkísambandið hafði lýst því yfir að hálshlíf yrði hér eftir skylda og deildir í Kanada hafa einnig farið sömu leið. Cole Koepke, leikmaður Syracuse Crunch, var góður vinur Johnson og hann ákvað að fara að byrja spila með hálshlíf í AHL-deildinni sem er b-deildin í bandaríska íshokkíinu. „Það truflar mig ekki að að vera með hálshlífina og það er því engin ástæða fyrir því að vera ekki með hana. Þetta er það rétta í stöðunni,“ sagði Koepke við CBS Minnesota.
Íshokkí Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ Sjá meira