Boston Celtics án lykilmanns í átta liða úrslitunum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2023 13:00 Kristaps Porzingis hefur verið að spila vel með Boston Celtics en getur ekki hjálpað liðinu á úrslitastund í deildarbikarnum. Getty/Justin Ford Fyrri tveir leikirnir í átta liða úrslitum NBA deildarbikarsins fara fram í kvöld en átta liða úrslitunum lýkur svo aðra nótt með hinum tveimur leikjunum. Leikir átta liða úrslitanna fá heldur betur sviðið því enginn annar leikur fer fram á sama tíma. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi keppni fer fram og það eru stórar fjárhæðir í boði fyrir leikmenn liðanna. Leikmenn liða í undanúrslitum eru öryggir með hundrað þúsund dollara (14 milljónir króna), leikmenn í úrslitaleiknum fá tvö hundruð þúsund dollara (28 milljónir króna) og leikmenn bikarmeistaranna fá hálfa milljón dollara hver eða sjötíu milljónir íslenskra króna. Liðin sem vinna leikina í átta liða úrslitum tryggja sér sæti á úrslitahelginni í Las Vegas en hún verður strax um næstu helgi. Boston Celtics mætir Indiana Pacers í fyrri leik kvöldsins en það er þegar ljóst að Boston verður án lykilmanns í leiknum. Joe Mazzulla, þjálfari Celtics, staðfesti að Kristaps Porzingis verði ekki með liðinu í þessum leik. Porzingis er meiddur á kálfa og staðan á honum verður metin að nýju eftir viku. Hann verður því heldur ekkert með í Vegas takist Boston að komast þangað. ESPN segir frá. Porzingis hefur verið að spila vel á sínu fyrsta tímabili með Boston Celtics en hann er með 19 stig í leik og 55 prósent skotnýtingu. WIN OR GO HOME With a trip to Vegas on the line we re less than 24 hours from Knockout Rounds action getting underway!The first-ever NBA In-Season Tournament continues with the Quarterfinals on Monday, 12/4 and Tuesday, 12/5 on TNT. pic.twitter.com/M3gCWVpLUR— NBA (@NBA) December 4, 2023 Indiana er líka með menn í meiðslum. Hinn öflugi Tyrese Haliburton missti af síðasta leik vegna veikinda og meiðsla í hné og það er ekki öruggt að hann verði með í kvöld. Jalen Smith verður ekki með liðinu vegna meiðsla. Haliburton hefur verið frábær á leiktíðinni, með 27 stig og 11,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Það er því lífsnauðsynlegt fyrir Indiana að hann verði leikfær í nótt. Pacers og Celtics unnu bæði riðla sína í riðlakeppninni en Indiana vann þar alla fjóra leiki sína á meðan Boston nægði að vinna þrjá af fjórum. Leikur liðanna verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan hálfeitt eftir miðnætti. Í hinum leiknum í nótt tekur Sacramento Kings á móti New Orleans Pelicans. After ELECTRIC action in group play, the 8 teams are set. Win or go home. The Knockout Rounds for the first-ever NBA In-Season Tournament tip off with the Quarterfinals on Monday, 12/4 and Tuesday, 12/5 on TNT pic.twitter.com/AugXn4XX11— NBA (@NBA) December 3, 2023 NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Sjá meira
Leikir átta liða úrslitanna fá heldur betur sviðið því enginn annar leikur fer fram á sama tíma. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi keppni fer fram og það eru stórar fjárhæðir í boði fyrir leikmenn liðanna. Leikmenn liða í undanúrslitum eru öryggir með hundrað þúsund dollara (14 milljónir króna), leikmenn í úrslitaleiknum fá tvö hundruð þúsund dollara (28 milljónir króna) og leikmenn bikarmeistaranna fá hálfa milljón dollara hver eða sjötíu milljónir íslenskra króna. Liðin sem vinna leikina í átta liða úrslitum tryggja sér sæti á úrslitahelginni í Las Vegas en hún verður strax um næstu helgi. Boston Celtics mætir Indiana Pacers í fyrri leik kvöldsins en það er þegar ljóst að Boston verður án lykilmanns í leiknum. Joe Mazzulla, þjálfari Celtics, staðfesti að Kristaps Porzingis verði ekki með liðinu í þessum leik. Porzingis er meiddur á kálfa og staðan á honum verður metin að nýju eftir viku. Hann verður því heldur ekkert með í Vegas takist Boston að komast þangað. ESPN segir frá. Porzingis hefur verið að spila vel á sínu fyrsta tímabili með Boston Celtics en hann er með 19 stig í leik og 55 prósent skotnýtingu. WIN OR GO HOME With a trip to Vegas on the line we re less than 24 hours from Knockout Rounds action getting underway!The first-ever NBA In-Season Tournament continues with the Quarterfinals on Monday, 12/4 and Tuesday, 12/5 on TNT. pic.twitter.com/M3gCWVpLUR— NBA (@NBA) December 4, 2023 Indiana er líka með menn í meiðslum. Hinn öflugi Tyrese Haliburton missti af síðasta leik vegna veikinda og meiðsla í hné og það er ekki öruggt að hann verði með í kvöld. Jalen Smith verður ekki með liðinu vegna meiðsla. Haliburton hefur verið frábær á leiktíðinni, með 27 stig og 11,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Það er því lífsnauðsynlegt fyrir Indiana að hann verði leikfær í nótt. Pacers og Celtics unnu bæði riðla sína í riðlakeppninni en Indiana vann þar alla fjóra leiki sína á meðan Boston nægði að vinna þrjá af fjórum. Leikur liðanna verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan hálfeitt eftir miðnætti. Í hinum leiknum í nótt tekur Sacramento Kings á móti New Orleans Pelicans. After ELECTRIC action in group play, the 8 teams are set. Win or go home. The Knockout Rounds for the first-ever NBA In-Season Tournament tip off with the Quarterfinals on Monday, 12/4 and Tuesday, 12/5 on TNT pic.twitter.com/AugXn4XX11— NBA (@NBA) December 3, 2023
NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Sjá meira