„Ég er ekki tilbúinn að horfa upp á svona vitleysu meir“ Kári Mímisson skrifar 3. desember 2023 19:44 Baldur Þorleifsson var afar ósáttur eftir 96-66 tap gegn Grindavík Vísir/Vilhelm Baldur Þorleifsson, þjálfari Snæfells, var verulega ósáttur þegar hann mætti í viðtal eftir 30 stiga tap hans liðs gegn Grindavík í dag. Fyrir leikinn reiknuðu flestir með öruggum sigri Grindavíkur sem raunin varð en á sama tíma má segja að sigurinn hafi verið full auðveldur fyrir lið Grindavíkur sem tók algjörlega yfir leikinn á fyrstu mínútu og sigldi svo sigrinum þægilega heim. „Þetta er auðvitað mikil vonbrigði. Við erum búin að vera á mikilli uppleið og átt góða leiki eins og gegn Haukum í síðustu umferð og fleiri liðum. Svo komum við hingað og sýnum bara nánast ekki neitt.“ Sagði afar ósáttur Baldur. Spurður að því hvort hann telji að þessi leikur hafi verið afturför hjá liðinu segir Baldur svo vera. Hann bendir þó á að það séu veikindi í hópnum en á sama tíma hafi frammistaðan í dag ekki verið boðleg. „Algjörlega, þetta er afturför. Það eru að vísu einhver veikindi í hópnum og svona en það er alveg sama þó að þú sért með smá kvef þá getur þú ekki komið hingað og látið sjá svona frammistöðu.“ Það mátti vel heyra óánægju í Baldri snemma leiks þegar hann skammaði sínar konur fyrir að vera brosandi og ánægðar á meðan lið Grindavíkur lék þær grátt „Ég hef ekkert á móti því að leikmenn hafi gaman af leiknum en það verður að vera á réttum tíma þegar það passar við. Þegar menn hafa verið jafn lengi í þessu og ég þá sér maður bara hvenær fókusinn er ekki í lagi og þá fara þær að fíflast þegar það á ekkert við.“ Snæfell situr á botni deildarinnar án stig þegar liðið hefur spila ellefu leiki. Spurður út í framhaldið segist Baldur að næstu leikir hjá liðinu verði erfiðir og að hann vilji ekki sjá fleiri frammistöður hjá sínum konum eins og þessa í dag. „Við eigum heimaleik núna á þriðjudaginn gegn Þór Akureyri sem hafa verið að sýna flotta takta í vetur. Svo eru það tveir leikir í röð á móti Stjörnunni, í deild og bikar. Þetta eru allt erfiðir leikir og ég er ekki tilbúinn að horfa upp á svona vitleysu meir.“ Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Grindavík-Snæfell 96-66 | Öruggur grindvískur sigur í Smáranum Snæfell heimsótti Grindavík á tímabundnum heimavelli þeirra í Smáranum. Þær gulklæddu áttu ekki í neinum vandræðum með neðsta lið deildarinnar og unnu að endingu þrjátíu stiga stórsigur. 3. desember 2023 18:00 Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Leik lokið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
„Þetta er auðvitað mikil vonbrigði. Við erum búin að vera á mikilli uppleið og átt góða leiki eins og gegn Haukum í síðustu umferð og fleiri liðum. Svo komum við hingað og sýnum bara nánast ekki neitt.“ Sagði afar ósáttur Baldur. Spurður að því hvort hann telji að þessi leikur hafi verið afturför hjá liðinu segir Baldur svo vera. Hann bendir þó á að það séu veikindi í hópnum en á sama tíma hafi frammistaðan í dag ekki verið boðleg. „Algjörlega, þetta er afturför. Það eru að vísu einhver veikindi í hópnum og svona en það er alveg sama þó að þú sért með smá kvef þá getur þú ekki komið hingað og látið sjá svona frammistöðu.“ Það mátti vel heyra óánægju í Baldri snemma leiks þegar hann skammaði sínar konur fyrir að vera brosandi og ánægðar á meðan lið Grindavíkur lék þær grátt „Ég hef ekkert á móti því að leikmenn hafi gaman af leiknum en það verður að vera á réttum tíma þegar það passar við. Þegar menn hafa verið jafn lengi í þessu og ég þá sér maður bara hvenær fókusinn er ekki í lagi og þá fara þær að fíflast þegar það á ekkert við.“ Snæfell situr á botni deildarinnar án stig þegar liðið hefur spila ellefu leiki. Spurður út í framhaldið segist Baldur að næstu leikir hjá liðinu verði erfiðir og að hann vilji ekki sjá fleiri frammistöður hjá sínum konum eins og þessa í dag. „Við eigum heimaleik núna á þriðjudaginn gegn Þór Akureyri sem hafa verið að sýna flotta takta í vetur. Svo eru það tveir leikir í röð á móti Stjörnunni, í deild og bikar. Þetta eru allt erfiðir leikir og ég er ekki tilbúinn að horfa upp á svona vitleysu meir.“
Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Grindavík-Snæfell 96-66 | Öruggur grindvískur sigur í Smáranum Snæfell heimsótti Grindavík á tímabundnum heimavelli þeirra í Smáranum. Þær gulklæddu áttu ekki í neinum vandræðum með neðsta lið deildarinnar og unnu að endingu þrjátíu stiga stórsigur. 3. desember 2023 18:00 Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Leik lokið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
Grindavík-Snæfell 96-66 | Öruggur grindvískur sigur í Smáranum Snæfell heimsótti Grindavík á tímabundnum heimavelli þeirra í Smáranum. Þær gulklæddu áttu ekki í neinum vandræðum með neðsta lið deildarinnar og unnu að endingu þrjátíu stiga stórsigur. 3. desember 2023 18:00