Orkugjöf í nýsköpun – mikilvægi Vísindasjóðs Orkuveitu Reykjavíkur Hera Grímsdóttir skrifar 2. desember 2023 12:31 Í heimi þar sem loftslagsváin vofir yfir þurfum við að hugsa upp nýjar leiðir til sjálfbærni í orkumálum. Við hjá Orkuveitu Reykjavíkur erum viss um að besti orkugjafinn í þeirri leit er nýsköpun, auðlind sem er jafn mikilvæg og orkan sem við framleiðum. Það er ástæðan fyrir því að OR styður við nýsköpun með því að fjárfesta í rannsóknarverkefnum í gegnum Vísindasjóð OR, sem gengur undir nafninu VOR. Úthlutað var úr sjóðnum á dögunum og hlutu 30 rannsóknarverkefni styrki fyrir um 100 milljónir króna. Nýjar hugmyndir nauðsynlegar Markmið sjóðsins eru að styrkja rannsóknir og verkefni sem tengjast starfssviði fyrirtækisins með áherslu á þau heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sem eru í forgangi hverju sinni í samræmi við stefnu fyrirtækisins. Við sem vinnum hjá Orkuveitunni störfum í grein sem einkennist af framförum í tækni og áskorunum tengdum umhverfismálum. Því er okkur nauðsynlegt að nýjar hugmyndir og ólík sjónarhorn fái að blómstra, VOR er okkar leið til þess að styðja við það og á sama tíma, leið til að fjárfesta í framtíðinni. Með því að styðja við vísindafólk, nýtum við okkur uppsprettu nýsköpunar sem getur leitt til framfara í orkuframleiðslu, dreifingu og jafnvel neyslu orkunnar. Áhrif á samfélagið Fjárfesting í rannsóknum er ekki aðeins gagnleg fyrir Orkuveituna, hún hefur víðtæk áhrif á bæði samfélag og efnahag. Framfarir í orkuframleiðslu geta leitt til skilvirkari nýtingar auðlinda, minni umhverfisáhrifa og sköpun nýrra atvinnutækifæra. Með því að fjármagna rannsóknarverkefni, erum við því ekki bara að móta framtíð orkunnar heldur einnig að leggja til framþróunar og velferðar samfélagsins alls. Stuðningur til skapandi frumkvöðla Styrkir eru einnig mikilvægir fyrir vísinda- og rannsóknafólkið sjálft og í mörgum tilvikum forsenda þess að hugmyndir þeirra geti orðið að veruleika. Með VOR-inu getum við veitt þessum skapandi frumkvöðlum það fjármagn og þann stuðning sem þeir þurfa til að blómstra og breyta orkuheiminum til betri vegar. Fjárfesting til framtíðar Við hjá Orkuveitunni trúum því að með því að hlúa að rannsóknum og vísindastarfi náum við árangri. Við viljum ekki einungis vera orkufyrirtæki, við viljum stuðla að nýsköpun og vera hvati til framfara. Með því að styðja við vísindin erum við ekki aðeins að fjárfesta í framtíð fyrirtækisins heldur einnig í framtíð samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastýra Rannsókna og nýsköpunar hjá Orkuveitunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Í heimi þar sem loftslagsváin vofir yfir þurfum við að hugsa upp nýjar leiðir til sjálfbærni í orkumálum. Við hjá Orkuveitu Reykjavíkur erum viss um að besti orkugjafinn í þeirri leit er nýsköpun, auðlind sem er jafn mikilvæg og orkan sem við framleiðum. Það er ástæðan fyrir því að OR styður við nýsköpun með því að fjárfesta í rannsóknarverkefnum í gegnum Vísindasjóð OR, sem gengur undir nafninu VOR. Úthlutað var úr sjóðnum á dögunum og hlutu 30 rannsóknarverkefni styrki fyrir um 100 milljónir króna. Nýjar hugmyndir nauðsynlegar Markmið sjóðsins eru að styrkja rannsóknir og verkefni sem tengjast starfssviði fyrirtækisins með áherslu á þau heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sem eru í forgangi hverju sinni í samræmi við stefnu fyrirtækisins. Við sem vinnum hjá Orkuveitunni störfum í grein sem einkennist af framförum í tækni og áskorunum tengdum umhverfismálum. Því er okkur nauðsynlegt að nýjar hugmyndir og ólík sjónarhorn fái að blómstra, VOR er okkar leið til þess að styðja við það og á sama tíma, leið til að fjárfesta í framtíðinni. Með því að styðja við vísindafólk, nýtum við okkur uppsprettu nýsköpunar sem getur leitt til framfara í orkuframleiðslu, dreifingu og jafnvel neyslu orkunnar. Áhrif á samfélagið Fjárfesting í rannsóknum er ekki aðeins gagnleg fyrir Orkuveituna, hún hefur víðtæk áhrif á bæði samfélag og efnahag. Framfarir í orkuframleiðslu geta leitt til skilvirkari nýtingar auðlinda, minni umhverfisáhrifa og sköpun nýrra atvinnutækifæra. Með því að fjármagna rannsóknarverkefni, erum við því ekki bara að móta framtíð orkunnar heldur einnig að leggja til framþróunar og velferðar samfélagsins alls. Stuðningur til skapandi frumkvöðla Styrkir eru einnig mikilvægir fyrir vísinda- og rannsóknafólkið sjálft og í mörgum tilvikum forsenda þess að hugmyndir þeirra geti orðið að veruleika. Með VOR-inu getum við veitt þessum skapandi frumkvöðlum það fjármagn og þann stuðning sem þeir þurfa til að blómstra og breyta orkuheiminum til betri vegar. Fjárfesting til framtíðar Við hjá Orkuveitunni trúum því að með því að hlúa að rannsóknum og vísindastarfi náum við árangri. Við viljum ekki einungis vera orkufyrirtæki, við viljum stuðla að nýsköpun og vera hvati til framfara. Með því að styðja við vísindin erum við ekki aðeins að fjárfesta í framtíð fyrirtækisins heldur einnig í framtíð samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastýra Rannsókna og nýsköpunar hjá Orkuveitunni.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun