Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – grundvöllur farsællar framtíðar Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 28. nóvember 2023 08:30 Holl og góð næring er grunnþáttur í þroska barna og ungmenna. Matarmenning og viðhorf til matar mótast einnig í grundvallaratriðum á skólaaldri. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir stuðla að jafnrétti, þar sem allir nemendur fá hollan og næringarríkan mat óháð stöðu forsjáraðila. Því getur skólamatur og stuðningur skólanna við mataruppeldi haft afgerandi áhrif á heilsufar til framtíðar. Með tillögu minni um gjaldfrjálsar skólamáltíðir er horft til þess að útvíkka hlutverk matmálstíma í skólum svo þeir verði gagnvirkur hluti af námi þar sem nemendur fræðast um mat og mataræði í samræmi við markmið aðalnámskrár grunnskóla í heimilisfræði. Þannig verður matur sem borðaður er í skólanum ekki einungis mikilvægur næringar- og orkugjafi heldur einnig hluti af sjálfbærnikennslu, næringarfræði og lífsleikni. Matartímar barna í grunnskólum einkennast því miður oftar en ekki af tímaskorti sem stuðlar ekki að góðum matarvenjum og getur ýtt undir streitu nemenda sem getur leitt til óheilbrigðs sambands við mat, til dæmis í formi átraskana af ýmsum toga. Börn eiga, rétt eins og annað fólk, að geta borðað í ró og notið matarins, jafnframt því að kynnast nýjum matvælum og læra að borða heilsusamlega. Með góðu og heilnæmu umhverfi og næringarríkum skólamáltíðum er hægt að stuðla að góðum matarvenjum og auka matargleði. Matmálstíma má einnig nota sem undirstöðu í kennsluefni um sjálfbærni, svo sem um það hvaðan maturinn kemur, hvernig hann er ræktaður, hvernig vinna má gegn matarsóun og nýta afganga í moltugerð. Upplýsingar um framleiðslu og matarsóun eru mikilvægur þáttur í bættum matarvenjum. Þannig má auka þekkingu nemenda og meðvitund um áhrif daglegrar neyslu tiltekinna fæðutegunda, neyslumynstur, uppruna matvæla og heilnæmi matar, en þetta eru lykilþættir í því að móta ábyrga neytendur framtíðarinnar ásamt því að kenna börnum að huga að heilsu sinni til langframa. Þá er að sjálfsögðu mikilvægt að fyrirbyggja að gripið verði til þess að nota unna, ódýrari matvöru til að framleiða skólamáltíðir. Samkvæmt upplýsingum frá umboðsmanni barna hefur töluvert verið rætt um skólamál og skólamáltíðir á barnaþingum liðinna ára. Áhersla hefur þar verið lögð á að öll börn ættu að fá mat, að hollur og góður matur eigi að vera ódýrari og að boðið sé upp á fjölbreyttara og betra fæði. Sjónarmið dýravelferðar hafa einnig komið fram í áherslum barnaþinga og einnig vilja nemendur fá að hafa aðkomu að ákvörðunum um hvað er í matinn í skólanum. Í skýrslu norskra heilbrigðisyfirvalda um áhrif endurgjaldslausra skólamáltíða kemur m.a. fram að jákvæð áhrif megi greina með tilliti til bættrar næringar, betri námsárangurs og mætingar, lýðheilsu og mataröryggis. Samkvæmt annarri norskri rannsókn jókst neysla nemenda á hollum mat, sérstaklega þeirra með lægri félagslega og efnahagslega stöðu. Þar kom fram að hugsanlega gætu ókeypis skólamáltíðir dregið úr ójöfnuði í heilsu. Næring er þýðingarmikil fyrir þroska nemenda og starfsorku. Börn sem eru vel nærð og sæl hljóta að njóta skólagöngu sinnar betur. Skólamáltíðir eiga að standa öllum börnum til boða, óháð fjárhagsstöðu aðstandenda þeirra. Þau eiga að hafa skýlausan rétt til að njóta þeirrar líkamlegu, ekki síður en andlegu, næringar sem samfélagið er sammála um að sé forsenda lífs og starfs í lýðræðisþjóðfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Vinstri græn Mest lesið Við viljum styðja ungmenni í að velja rétt fyrir sig og sína framtíð Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvernig eiga umsækjendur í opinbera sjóði að fylgja forsendum sem eru þversagnakenndar? Bogi Ragnarsson Skoðun Verið brjáluð. Ég fer ekki neitt Ian McDonald Skoðun Veitingastaðir eru ekki kjarnorkuver Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Frá stjórnun til tengsla – Endurmat á atferlismeðferð í ljósi tilfinningagreindar Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Kaldar kveðjur frá forsætisráðherrra til ferðaþjónustunnar Pétur Óskarsson Skoðun Ríkisstjórnarflokkarnir fylgja Landsvirkjun – gegn Þjórsárverum Svandís Svavarsdóttir,Álfheiður Ingadóttir Skoðun Það skiptir máli hvernig gervigreind er notuð í kennslu Hjörvar Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Verið brjáluð. Ég fer ekki neitt Ian McDonald skrifar Skoðun Hvernig eiga umsækjendur í opinbera sjóði að fylgja forsendum sem eru þversagnakenndar? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Við viljum styðja ungmenni í að velja rétt fyrir sig og sína framtíð Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veitingastaðir eru ekki kjarnorkuver Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Nýr vegvísir Evrópusambandsins um jafnrétti kynjanna Clara Ganslandt skrifar Skoðun Frá stjórnun til tengsla – Endurmat á atferlismeðferð í ljósi tilfinningagreindar Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Blaður 35 Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá forsætisráðherrra til ferðaþjónustunnar Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Nú hefst samræmt próf í stærðfræði Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur Viðskiptaráðs Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sanngirni í Kópavogsmódelinu Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnarflokkarnir fylgja Landsvirkjun – gegn Þjórsárverum Svandís Svavarsdóttir,Álfheiður Ingadóttir skrifar Skoðun Skapandi framtíð – forvarnir og félagsstarf í Hafnarfirði Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Upplýsingar um mataræði barna og unglinga á landsvísu eru of gamlar – það er óásættanlegt Birna Þórisdóttir,Sigurbjörg Bjarnadóttir,Inga Þórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða orka? Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Það skiptir máli hvernig gervigreind er notuð í kennslu Hjörvar Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar Skoðun Sóknaráætlanir landshlutanna – lykillinn að sterkara Íslandi Páll Snævar Brynjarsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir,Sveinbjörg Rut Pétursdóttir,Albertína Friðbjörg Elíasdóttir,Bryndís Fiona Ford,Ingunn Jónsdóttir,Berglind Kristinsdóttir,Páll Björgvin Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum samstöðuna á kvennaári – Stöndum vörð um mannréttindi Kristín Ástgeirsdóttir skrifar Skoðun Langar þig að vera sjóklár? Steinunn Ása Þorvaldsdóttir,Jakob Frímann Þorsteinsson skrifar Skoðun Við fögnum en gleymum ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Mun gervigreind skapa stafræna stéttaskiptingu á Íslandi? Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvorki „allt lokað“ né „allt opið“ Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Aukin neysla á ávöxtum og grænmeti í kjölfar nýrra ráðlegginga um mataræði Jóhanna Eyrún Torfadóttir,Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti og ábyrg fjármálastjórn- skynsamleg nálgun á bætt kjör bótaþega almannatrygginga Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaða í grímulausri sérhagsmunagæzlu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Að breyta leiknum Hera Grímsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn er ekki afsökun fyrir óraunhæfa stefnu Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Sjófólksdagurinn Sighvatur Björgvinsson skrifar Sjá meira
Holl og góð næring er grunnþáttur í þroska barna og ungmenna. Matarmenning og viðhorf til matar mótast einnig í grundvallaratriðum á skólaaldri. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir stuðla að jafnrétti, þar sem allir nemendur fá hollan og næringarríkan mat óháð stöðu forsjáraðila. Því getur skólamatur og stuðningur skólanna við mataruppeldi haft afgerandi áhrif á heilsufar til framtíðar. Með tillögu minni um gjaldfrjálsar skólamáltíðir er horft til þess að útvíkka hlutverk matmálstíma í skólum svo þeir verði gagnvirkur hluti af námi þar sem nemendur fræðast um mat og mataræði í samræmi við markmið aðalnámskrár grunnskóla í heimilisfræði. Þannig verður matur sem borðaður er í skólanum ekki einungis mikilvægur næringar- og orkugjafi heldur einnig hluti af sjálfbærnikennslu, næringarfræði og lífsleikni. Matartímar barna í grunnskólum einkennast því miður oftar en ekki af tímaskorti sem stuðlar ekki að góðum matarvenjum og getur ýtt undir streitu nemenda sem getur leitt til óheilbrigðs sambands við mat, til dæmis í formi átraskana af ýmsum toga. Börn eiga, rétt eins og annað fólk, að geta borðað í ró og notið matarins, jafnframt því að kynnast nýjum matvælum og læra að borða heilsusamlega. Með góðu og heilnæmu umhverfi og næringarríkum skólamáltíðum er hægt að stuðla að góðum matarvenjum og auka matargleði. Matmálstíma má einnig nota sem undirstöðu í kennsluefni um sjálfbærni, svo sem um það hvaðan maturinn kemur, hvernig hann er ræktaður, hvernig vinna má gegn matarsóun og nýta afganga í moltugerð. Upplýsingar um framleiðslu og matarsóun eru mikilvægur þáttur í bættum matarvenjum. Þannig má auka þekkingu nemenda og meðvitund um áhrif daglegrar neyslu tiltekinna fæðutegunda, neyslumynstur, uppruna matvæla og heilnæmi matar, en þetta eru lykilþættir í því að móta ábyrga neytendur framtíðarinnar ásamt því að kenna börnum að huga að heilsu sinni til langframa. Þá er að sjálfsögðu mikilvægt að fyrirbyggja að gripið verði til þess að nota unna, ódýrari matvöru til að framleiða skólamáltíðir. Samkvæmt upplýsingum frá umboðsmanni barna hefur töluvert verið rætt um skólamál og skólamáltíðir á barnaþingum liðinna ára. Áhersla hefur þar verið lögð á að öll börn ættu að fá mat, að hollur og góður matur eigi að vera ódýrari og að boðið sé upp á fjölbreyttara og betra fæði. Sjónarmið dýravelferðar hafa einnig komið fram í áherslum barnaþinga og einnig vilja nemendur fá að hafa aðkomu að ákvörðunum um hvað er í matinn í skólanum. Í skýrslu norskra heilbrigðisyfirvalda um áhrif endurgjaldslausra skólamáltíða kemur m.a. fram að jákvæð áhrif megi greina með tilliti til bættrar næringar, betri námsárangurs og mætingar, lýðheilsu og mataröryggis. Samkvæmt annarri norskri rannsókn jókst neysla nemenda á hollum mat, sérstaklega þeirra með lægri félagslega og efnahagslega stöðu. Þar kom fram að hugsanlega gætu ókeypis skólamáltíðir dregið úr ójöfnuði í heilsu. Næring er þýðingarmikil fyrir þroska nemenda og starfsorku. Börn sem eru vel nærð og sæl hljóta að njóta skólagöngu sinnar betur. Skólamáltíðir eiga að standa öllum börnum til boða, óháð fjárhagsstöðu aðstandenda þeirra. Þau eiga að hafa skýlausan rétt til að njóta þeirrar líkamlegu, ekki síður en andlegu, næringar sem samfélagið er sammála um að sé forsenda lífs og starfs í lýðræðisþjóðfélagi.
Við viljum styðja ungmenni í að velja rétt fyrir sig og sína framtíð Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Hvernig eiga umsækjendur í opinbera sjóði að fylgja forsendum sem eru þversagnakenndar? Bogi Ragnarsson Skoðun
Frá stjórnun til tengsla – Endurmat á atferlismeðferð í ljósi tilfinningagreindar Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Ríkisstjórnarflokkarnir fylgja Landsvirkjun – gegn Þjórsárverum Svandís Svavarsdóttir,Álfheiður Ingadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig eiga umsækjendur í opinbera sjóði að fylgja forsendum sem eru þversagnakenndar? Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Við viljum styðja ungmenni í að velja rétt fyrir sig og sína framtíð Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá stjórnun til tengsla – Endurmat á atferlismeðferð í ljósi tilfinningagreindar Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnarflokkarnir fylgja Landsvirkjun – gegn Þjórsárverum Svandís Svavarsdóttir,Álfheiður Ingadóttir skrifar
Skoðun Upplýsingar um mataræði barna og unglinga á landsvísu eru of gamlar – það er óásættanlegt Birna Þórisdóttir,Sigurbjörg Bjarnadóttir,Inga Þórsdóttir skrifar
Skoðun Sóknaráætlanir landshlutanna – lykillinn að sterkara Íslandi Páll Snævar Brynjarsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir,Sveinbjörg Rut Pétursdóttir,Albertína Friðbjörg Elíasdóttir,Bryndís Fiona Ford,Ingunn Jónsdóttir,Berglind Kristinsdóttir,Páll Björgvin Guðmundsson skrifar
Skoðun Aukin neysla á ávöxtum og grænmeti í kjölfar nýrra ráðlegginga um mataræði Jóhanna Eyrún Torfadóttir,Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Réttlæti og ábyrg fjármálastjórn- skynsamleg nálgun á bætt kjör bótaþega almannatrygginga Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Við viljum styðja ungmenni í að velja rétt fyrir sig og sína framtíð Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Hvernig eiga umsækjendur í opinbera sjóði að fylgja forsendum sem eru þversagnakenndar? Bogi Ragnarsson Skoðun
Frá stjórnun til tengsla – Endurmat á atferlismeðferð í ljósi tilfinningagreindar Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Ríkisstjórnarflokkarnir fylgja Landsvirkjun – gegn Þjórsárverum Svandís Svavarsdóttir,Álfheiður Ingadóttir Skoðun