Daníel gagnrýnir þétta leikjaröð: Virðast ekki trúa á endurheimt hjá KKÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2023 14:01 Daníel Andri Halldórsson er að gera flotta hluti með Þórsliðið. Vísir/Hulda Margrét Nýliðar Þórs í Subway deild kvenna í körfubolta unnu óvæntasta sigur tímabilsins til þessa í gær þegar þær urðu fyrstar til að vinna topplið Keflavíkur. Daníel Andri Halldórsson, þjálfari liðsins, er að gera frábæra hluti með Þórsstelpurnar en þær eru að spila í fyrsta sinn í efstu deild síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Eftir sigurinn óvænta á Keflavík í gær er Þórsliðið í sjötta sætinu með fimm sigra og fjögur töp. Liðið hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum. Félögin að vanmeta ferðalagið norður En er ekki hægt að segja að þetta hafi verið óvænt úrslit í gær? „Bæði og. Ég held að liðin séu að vanmeta ferðalagið norður, sama hvernig liðin eru að ferðast hingað. Þetta var skrýtinn leikur og frestaður leikur. Við vitum líka að Keflavík eiga að mæta grönnum sínum í Njarðvík á miðvikudaginn. Mögulega voru þær byrjaðar að hugsa eitthvað út í þann leik,“ sagði Daníel Andri í samtali við Val Pál Eiríksson í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það er alltaf gaman að vinna og hundleiðinlegt að tapa. Það er sama við hvaða lið við erum að spila við. Það var geggjuð orka í húsinu, bæði í stúkunni og á bekknum hjá okkur. Tilfinningin góð megnið af leiknum. Við bara sleppum með tvö stig,“ sagði Daníel. Báðar stóru meiddust í sömu sókn Þórsliðið náði góðri forystu sem Keflavíkurkonur náðu að minnka niður í tvö stig. Fór eitthvað um hann þá? „Rétt fyrir hálfleik þá meiðast Maddie og Hulda, stóru leikmennirnir okkar, í sömu sókninni. Þær fara báðar út af í aðhlynningu hjá sjúkraþjálfara. Við vissum því að þetta yrði pínu strembið í seinni hálfleik með engan stóran leikmann inn á vellinum á móti gríðarlega breiðu Keflavíkurliði,“ sagði Daníel. „Við ræddum það inn í klefa að standa saman í þessu og halda áfram að berjast í gegnum þetta,“ sagði Daníel. Maddi Sutton kom aftur inn á og náði að klára leikinn. „Hún mátti víst spila fjórða leikhluta, Ég trúði því ekki alveg en sem betur fer þá áttum við hana inni á lokametrunum. Það hjálpaði alveg klárlega við það að sækja þessi tvö stig,“ sagði Daníel. Hann er ekki ánægður með leikjaskipulagið hjá KKÍ. Sex leikir á sautján dögum „Þetta var fyrsti leikur í sex leikja törn á sautján dögum. Það virðist ekki vera sem Körfuknattleikssambandið trúi á endurheimt. Við erum að taka einn leik í einu og vona að hópurinn verði ekki í henglum í restina fyrir jól,“ sagði Daníel. „Það er fullt af leikjum fram undan sem ég tel að séu hörkuleikir fyrir okkur og leikir sem við getum klárlega unnið. Reynt áfram að sækja á þetta fimmta sæti og verða þá í topppakkanum í lok janúar,“ sagði Daníel. Hann segir aftur á móti að mikið mæði á liðinu. „Við þurfum að æfa í kvöld og síðan er bara brottför suður á morgun í Stjörnuleikinn. Ég held að þetta verði líkara einhverjum gamlingja göngukörfubolta frekar en körfubolta í efstu deild,“ sagði Daníel. Þórsliðið spilaði við Keflavík í gær og síðan er Stjörnuleikurinn á morgun. Í framhaldinu er síðan leikur við Fjölni á heimavelli á laugardaginn, leikur við Snæfell í Stykkishólmi 5. desember og loks heimaleikur á móti Val 12. desember. Það má síðan ekki gleyma bikarleik á móti Aþenu á heimavelli laugardaginn 9. desember. Það verður því nóg að gera hjá Þórskonum á næstunni. Subway-deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
Daníel Andri Halldórsson, þjálfari liðsins, er að gera frábæra hluti með Þórsstelpurnar en þær eru að spila í fyrsta sinn í efstu deild síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Eftir sigurinn óvænta á Keflavík í gær er Þórsliðið í sjötta sætinu með fimm sigra og fjögur töp. Liðið hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum. Félögin að vanmeta ferðalagið norður En er ekki hægt að segja að þetta hafi verið óvænt úrslit í gær? „Bæði og. Ég held að liðin séu að vanmeta ferðalagið norður, sama hvernig liðin eru að ferðast hingað. Þetta var skrýtinn leikur og frestaður leikur. Við vitum líka að Keflavík eiga að mæta grönnum sínum í Njarðvík á miðvikudaginn. Mögulega voru þær byrjaðar að hugsa eitthvað út í þann leik,“ sagði Daníel Andri í samtali við Val Pál Eiríksson í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það er alltaf gaman að vinna og hundleiðinlegt að tapa. Það er sama við hvaða lið við erum að spila við. Það var geggjuð orka í húsinu, bæði í stúkunni og á bekknum hjá okkur. Tilfinningin góð megnið af leiknum. Við bara sleppum með tvö stig,“ sagði Daníel. Báðar stóru meiddust í sömu sókn Þórsliðið náði góðri forystu sem Keflavíkurkonur náðu að minnka niður í tvö stig. Fór eitthvað um hann þá? „Rétt fyrir hálfleik þá meiðast Maddie og Hulda, stóru leikmennirnir okkar, í sömu sókninni. Þær fara báðar út af í aðhlynningu hjá sjúkraþjálfara. Við vissum því að þetta yrði pínu strembið í seinni hálfleik með engan stóran leikmann inn á vellinum á móti gríðarlega breiðu Keflavíkurliði,“ sagði Daníel. „Við ræddum það inn í klefa að standa saman í þessu og halda áfram að berjast í gegnum þetta,“ sagði Daníel. Maddi Sutton kom aftur inn á og náði að klára leikinn. „Hún mátti víst spila fjórða leikhluta, Ég trúði því ekki alveg en sem betur fer þá áttum við hana inni á lokametrunum. Það hjálpaði alveg klárlega við það að sækja þessi tvö stig,“ sagði Daníel. Hann er ekki ánægður með leikjaskipulagið hjá KKÍ. Sex leikir á sautján dögum „Þetta var fyrsti leikur í sex leikja törn á sautján dögum. Það virðist ekki vera sem Körfuknattleikssambandið trúi á endurheimt. Við erum að taka einn leik í einu og vona að hópurinn verði ekki í henglum í restina fyrir jól,“ sagði Daníel. „Það er fullt af leikjum fram undan sem ég tel að séu hörkuleikir fyrir okkur og leikir sem við getum klárlega unnið. Reynt áfram að sækja á þetta fimmta sæti og verða þá í topppakkanum í lok janúar,“ sagði Daníel. Hann segir aftur á móti að mikið mæði á liðinu. „Við þurfum að æfa í kvöld og síðan er bara brottför suður á morgun í Stjörnuleikinn. Ég held að þetta verði líkara einhverjum gamlingja göngukörfubolta frekar en körfubolta í efstu deild,“ sagði Daníel. Þórsliðið spilaði við Keflavík í gær og síðan er Stjörnuleikurinn á morgun. Í framhaldinu er síðan leikur við Fjölni á heimavelli á laugardaginn, leikur við Snæfell í Stykkishólmi 5. desember og loks heimaleikur á móti Val 12. desember. Það má síðan ekki gleyma bikarleik á móti Aþenu á heimavelli laugardaginn 9. desember. Það verður því nóg að gera hjá Þórskonum á næstunni.
Subway-deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira