Svartur föstudagur allt árið um kring Andrés Ingi Jónsson skrifar 24. nóvember 2023 12:45 Nóvember virðist orðinn að sérstökum útsölu- og tilboðsmánuði, góð kaup birtast í hverju horni, dag eftir dag. Það er auðvelt að fyllast kaupæði við þessar aðstæður og ætli við upplifum ekki mörg að vera sífellt að missa af tækifæri, að við nánast töpum á því að eyða ekki pening þessa dagana? Þegar hillur verslana fyllast af vörum með miklum afslætti er eðlilega freistandi að stökkva til. En er ekki eitthvað skakkt við efnahagskerfi þar sem það getur verið hagstæðara að kaupa nýjar buxur, ryksugu eða þvottavél, en að láta gera við hlutina sem við eigum nú þegar. Það er nefnilega ekkert náttúrulögmál að fólk vilji helst hlaupa til og kaupa nýja hluti – samfélaginu okkar hefur bara verið stillt þannig upp að oft er auðveldari og ódýrari kosturinn sá sem er verstur fyrir umhverfið. Markmiðið hlýtur að vera að gera það auðveldara fyrir fólk að velja umhverfisvæna og skynsama kostinn í hverri stöðu, frekar en að viðhalda ósjálfbæru hagkerfi og skamma fólk fyrir að gera ekki hið ómögulega. Hér er kjörið tækifæri fyrir hið opinbera að stíga fram og hjálpa almenningi: Að einfalda fólki að láta gera við hluti. Með því að styðja fólk til að lengja líftíma hluta með viðgerðum vinna stjórnvöld í átt að eigin skuldbindingum í loftslagsmálum, en hjálpa jafnframt almenningi að taka virkan þátt í grænni umbyltingu samfélagsins. Viljinn er sannarlega til staðar hjá almenningi þó að ríkisstjórnin hafi til þessa nær eingöngu haft hugarflug í að virkja þann vilja með því að hjálpa hluta fólks að kaupa nýja, dýra rafmagnsbíla. Þingflokkur Pírata lagði nýlega leið til að ná þessu í frumvarpi um hringrásarstyrki. Þar leggjum við til að fólk geti fengið endurgreiddan kostnað við viðgerðir á hlutum eins og húsgögnum, raf- og rafeindatækjum, reiðhjólum, fatnaði og skóm. Aðferðafræðin er vel þekkt því þetta hefur verið prófað í nokkrum löndum með góðum árangri. Þannig má nefna að í Frakklandi getur fólk sótt um endurgreiðslu vegna fataviðgerða og undanfarið ár hefur verið hægt að sækja um styrk til endurgreiðslu vegna viðgerða á raftækjum í Austurríki. Hringrásarstyrkir væru einföld leið til að ná mörgum jákvæðum markmiðum; þeir væru góðir fyrir umhverfið og loftslagið, myndu létta pyngjuna hjá neytendum og skapa atvinnu hjá fjölda fólks í viðgerðaþjónustu. Styrkurinn myndi nema helmingi af kostnaði við viðgerð, að hámarki 25 þúsund krónur í hvert skipti og mest 100 þúsund krónur á ári. Hversu miklu meira myndi fólk nýta sér viðgerðarþjónustu ef það gæti fengið góðan afslátt – ekki bara á svörtum föstudögum heldur allt árið um hring? Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Píratar Neytendur Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Nóvember virðist orðinn að sérstökum útsölu- og tilboðsmánuði, góð kaup birtast í hverju horni, dag eftir dag. Það er auðvelt að fyllast kaupæði við þessar aðstæður og ætli við upplifum ekki mörg að vera sífellt að missa af tækifæri, að við nánast töpum á því að eyða ekki pening þessa dagana? Þegar hillur verslana fyllast af vörum með miklum afslætti er eðlilega freistandi að stökkva til. En er ekki eitthvað skakkt við efnahagskerfi þar sem það getur verið hagstæðara að kaupa nýjar buxur, ryksugu eða þvottavél, en að láta gera við hlutina sem við eigum nú þegar. Það er nefnilega ekkert náttúrulögmál að fólk vilji helst hlaupa til og kaupa nýja hluti – samfélaginu okkar hefur bara verið stillt þannig upp að oft er auðveldari og ódýrari kosturinn sá sem er verstur fyrir umhverfið. Markmiðið hlýtur að vera að gera það auðveldara fyrir fólk að velja umhverfisvæna og skynsama kostinn í hverri stöðu, frekar en að viðhalda ósjálfbæru hagkerfi og skamma fólk fyrir að gera ekki hið ómögulega. Hér er kjörið tækifæri fyrir hið opinbera að stíga fram og hjálpa almenningi: Að einfalda fólki að láta gera við hluti. Með því að styðja fólk til að lengja líftíma hluta með viðgerðum vinna stjórnvöld í átt að eigin skuldbindingum í loftslagsmálum, en hjálpa jafnframt almenningi að taka virkan þátt í grænni umbyltingu samfélagsins. Viljinn er sannarlega til staðar hjá almenningi þó að ríkisstjórnin hafi til þessa nær eingöngu haft hugarflug í að virkja þann vilja með því að hjálpa hluta fólks að kaupa nýja, dýra rafmagnsbíla. Þingflokkur Pírata lagði nýlega leið til að ná þessu í frumvarpi um hringrásarstyrki. Þar leggjum við til að fólk geti fengið endurgreiddan kostnað við viðgerðir á hlutum eins og húsgögnum, raf- og rafeindatækjum, reiðhjólum, fatnaði og skóm. Aðferðafræðin er vel þekkt því þetta hefur verið prófað í nokkrum löndum með góðum árangri. Þannig má nefna að í Frakklandi getur fólk sótt um endurgreiðslu vegna fataviðgerða og undanfarið ár hefur verið hægt að sækja um styrk til endurgreiðslu vegna viðgerða á raftækjum í Austurríki. Hringrásarstyrkir væru einföld leið til að ná mörgum jákvæðum markmiðum; þeir væru góðir fyrir umhverfið og loftslagið, myndu létta pyngjuna hjá neytendum og skapa atvinnu hjá fjölda fólks í viðgerðaþjónustu. Styrkurinn myndi nema helmingi af kostnaði við viðgerð, að hámarki 25 þúsund krónur í hvert skipti og mest 100 þúsund krónur á ári. Hversu miklu meira myndi fólk nýta sér viðgerðarþjónustu ef það gæti fengið góðan afslátt – ekki bara á svörtum föstudögum heldur allt árið um hring? Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar