Skammist ykkar, Intuens! Eyjólfur Þorkelsson skrifar 24. nóvember 2023 14:00 Umræðan um segulómunarfyrirtækið Intuens hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum. Eftir að hafa farið illilega framúr sér með fyrirheitum sem ekki var nokkur fótur fyrir virðast þau hafa dregið í land með heilómunarórana. Þær upplýsingar voru í það minnsta fjarlægðar af vef þeirra í skjóli nætur og verðskrá uppfærð. Vona má að sú efnislega gagnrýni sem helstu fagfélög lækna heldu á lofti hafi náð eyrum fyrirtækisins og forvígismenn þess séð að sér. Það hefði verið meiri mannsbragur að koma hreint fram og viðurkenna mistökin en vissulega er gott og gilt að forðast að bera ábyrgð á frekari skaða en orðinn er. Þó er eitt sem ekki hefur enn komið fram opinberlega. Eitt sem veldur því að maður efast um að einungis hafi verið um vanhugsað frumhlaup að ræða hjá fyrirtækinu. Sem veldur því að fagurgali um aðstoð og valdeflingu sjúklinga hefur holan hljóm. Eitt meginatriðið í gagnrýni lækna á viðskiptahugmynd Intuens (eða markaðsmódel, heilbrigðisþjónusta er a.m.k. ekki rétta orðið) er að fyrirtækið er að selja falskt ”frískbevís” til fólks sem á ekki að þurfa á neinu slíku að halda. Þetta þó þeim eigi að vera fullljóst að slíkt sé ekki hægt. Eins og það sé ekki nóg, þá er sýnu verra hið fullkomna tómlæti fyrir því að svona tiltæki veldur ótta hjá því heilbrigða fólki sem reynist með einhverskonar frávik sem svo þarf að rannsaka, stinga á, jafnvel skera burt áður en hægt er að sefa þann ótta sem Intuens þáði 300.000 krónur fyrir að kynda upp. Ég var tilbúinn að fyrirgefa það sem ég hélt vera einskæran metnað sem hljóp með þau í gönur. Svo sá ég bréfið. “Tilboðið”. Intuens ákvað meðvitað og markvisst að herja á krabbameinssjúklinga. Bauð þeim “sérkjaradíl”. Fyrir litlar 75.000 krónur gætu þau séð hvort þau væru komin með krabbamein - aftur. Þeirra hugmynd að svörtum föstudegi með svörtum húmor. Orðið krabbamein vekur flestum ugg, fáum þó jafnmikinn og fólki sem þegar hefur þurft að ganga í gegnum tilfinningarússibanann og óvissuna sem fylgir þeirri greiningu. Að gera sér gróða úr ótta þess og örvæntingu og vísvitandi ýfa upp sár þess til þess að senda svo aftur frá sér - eitthvert. Mig skortir orð til að lýsa andstyggðinni sem þetta vekur. Ég sá fyrir mér að óska ykkur velfarnaðar á heilbrigðari starfsvettvangi. Hvers ég óska ykkur núna læt ég helst ósagt. Höfundur er sérfræðingur í heimilislækningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Umræðan um segulómunarfyrirtækið Intuens hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum. Eftir að hafa farið illilega framúr sér með fyrirheitum sem ekki var nokkur fótur fyrir virðast þau hafa dregið í land með heilómunarórana. Þær upplýsingar voru í það minnsta fjarlægðar af vef þeirra í skjóli nætur og verðskrá uppfærð. Vona má að sú efnislega gagnrýni sem helstu fagfélög lækna heldu á lofti hafi náð eyrum fyrirtækisins og forvígismenn þess séð að sér. Það hefði verið meiri mannsbragur að koma hreint fram og viðurkenna mistökin en vissulega er gott og gilt að forðast að bera ábyrgð á frekari skaða en orðinn er. Þó er eitt sem ekki hefur enn komið fram opinberlega. Eitt sem veldur því að maður efast um að einungis hafi verið um vanhugsað frumhlaup að ræða hjá fyrirtækinu. Sem veldur því að fagurgali um aðstoð og valdeflingu sjúklinga hefur holan hljóm. Eitt meginatriðið í gagnrýni lækna á viðskiptahugmynd Intuens (eða markaðsmódel, heilbrigðisþjónusta er a.m.k. ekki rétta orðið) er að fyrirtækið er að selja falskt ”frískbevís” til fólks sem á ekki að þurfa á neinu slíku að halda. Þetta þó þeim eigi að vera fullljóst að slíkt sé ekki hægt. Eins og það sé ekki nóg, þá er sýnu verra hið fullkomna tómlæti fyrir því að svona tiltæki veldur ótta hjá því heilbrigða fólki sem reynist með einhverskonar frávik sem svo þarf að rannsaka, stinga á, jafnvel skera burt áður en hægt er að sefa þann ótta sem Intuens þáði 300.000 krónur fyrir að kynda upp. Ég var tilbúinn að fyrirgefa það sem ég hélt vera einskæran metnað sem hljóp með þau í gönur. Svo sá ég bréfið. “Tilboðið”. Intuens ákvað meðvitað og markvisst að herja á krabbameinssjúklinga. Bauð þeim “sérkjaradíl”. Fyrir litlar 75.000 krónur gætu þau séð hvort þau væru komin með krabbamein - aftur. Þeirra hugmynd að svörtum föstudegi með svörtum húmor. Orðið krabbamein vekur flestum ugg, fáum þó jafnmikinn og fólki sem þegar hefur þurft að ganga í gegnum tilfinningarússibanann og óvissuna sem fylgir þeirri greiningu. Að gera sér gróða úr ótta þess og örvæntingu og vísvitandi ýfa upp sár þess til þess að senda svo aftur frá sér - eitthvert. Mig skortir orð til að lýsa andstyggðinni sem þetta vekur. Ég sá fyrir mér að óska ykkur velfarnaðar á heilbrigðari starfsvettvangi. Hvers ég óska ykkur núna læt ég helst ósagt. Höfundur er sérfræðingur í heimilislækningum.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun