Körfubolti

Tommi Stein­dórs greindi hálstak Draymons Green

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tómas Steindórsson sýnir bragðið sem Draymond Green beitti á Rudy Gobert.
Tómas Steindórsson sýnir bragðið sem Draymond Green beitti á Rudy Gobert. stöð 2 sport 2

Meðal þess sem verður farið yfir í Lögmáli leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld er leikbannið sem Draymond Green fékk fyrir að taka Rudy Gobert hálstaki.

Green var dæmdur í fimm leikja bann fyrir að taka Gobert hálstaki í slagsmálunum sem brutust út í leik Golden State Warriors og Minnesota Timberwolves.

Sem sérlegur sérfræðingur Lögmáls leiksins í slagsmálum var Tómas Steindórsson fenginn til að greina árás Greens á Gobert.

„Mér sýnist hann bara fara í gamla góða „rear naked choke“. Maður vill að það læsist frekar hjá olnbogabótunum og nærð alveg undir hálsinn. Hann virðist ekki ná því og þar af leiðandi ekki að svæfa hann,“ sagði Tómas sem sýndi svo bragðið.

Klippa: Lögmál leiksins - Tommi Steindórs greinir slagsmálin

„Þetta gerist þegar menn verða lélegri en þeir voru, hvort sem það er í NBA eða bumbubolta, eiga þeir til í að vera árásargjarnari og ofbeldishneigðari. Því það er pirrandi að vera lélegri en maður var og þá er farið í pirring,“ sagði Tómas.

Lögmál leiksins verður á dagskrá á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20:00 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×