Hjalti Þór: „Bara ljótt. Það er bara eina orðið“ Siggeir Ævarsson skrifar 19. nóvember 2023 21:46 Hjalti Þór Vilhjálmsson þjálfari Vals var ekki sáttur með sínar konur í kvöld Vísir/Vilhelm Endurkoma Hjalta Þórs Vilhjálmssonar til Keflavíkur fór heldur betur ekki eins og hann hafði vonast eftir en hans konur í Val náðu sér aldrei á strik í kvöld. Lokatölur í Keflavík 70-50 þar sem úrslitin voru í raun ráðin eftir þriðja leikhluta. „Við vorum rosalega flatar og bara taktlausar í rauninni frá upphafi. Við áttum einhverjar fimm mínútur í fyrri hálfleik sem þetta gekk þokkalega smurt og við vorum að fá boltann inn í. En fyrir utan þessar fimm mínútur var þetta bara eins og við hefðum ekki spilað í mjög langan tíma eins og var svo sem raunin.“ Hjalti tók undir að það hafi verið hálfgerður haustbragur á þessum leik, sem var alls ekki áferðarfallegur hjá báðum liðum. „Já, þetta var rosalega lélegur körfuboltaleikur, báðum megin. Þó þær hafi unnið okkur með 20 þá voru Keflvíkingar bara lélegir líka.“ Annar leikhluti var ágætur hjá gestunum en þær unnu hann 19-14 og virtust vera að gera sig líklegar til að bjóða upp á spennandi leik en Keflvíkingar voru fljótir að slökkva í þeim vonum í seinni hálfleik. „Ég hélt að þetta væri bara ryð í byrjun og við myndum koma gíraðar inn í seinni hálfleikinn en einhvern veginn kom ryðið aftur og við náðum aldrei takti í seinni hálfleik.“ Það væri hægt að velja mörg sterk lýsingarorð til að lýsa þessum leik en ég bað Hjalta um að kjarna leikinn fyrir mig á hreinni íslensku og það stóð ekki á svari. „Bara ljótt. Það er bara eina orðið“. Þetta var rosalega aumt og ljótt einhvern veginn. Þurrt líka, það var engin stemming í þessu eða neitt. Það var eins og allir þyrftu bara að vera hérna. Það vantaði kannski trú hjá mínum stelpum líka, ég veit það ekki.“ Eftir langa pásu er stutt á milli leikja, næsti leikur hjá Keflavík á þriðjudag. Hjalti sagði að þó það væri stutt væri þetta samt betra en þessi löngu frí sem er boðið upp á í deildinni í vetur. „Nú er bara stutt á milli leikja eins og við viljum hafa þetta. Þessar þrjár vikur er rosalegt erfitt og svo koma aftur þrjár vikur þegar jólafríið kemur. Þannig að það eru snarpar núna þrjár vikur og svo aftur þrjár vikur í pásu en þetta er bara eins og það er.“ Ég spurði Hjalta að lokum hvort að nýji Bandaríkjamaðurinn yrði með í næsta leik, en hann sagðist einfaldlega ekki hafa hugmynd um það. „Ekki hugmynd. Maður veit aldrei. Þetta getur tekið tvo daga, þetta getur tekið þrjá eða tíu, maður veit bara aldrei hvernig þetta er. Við bara vonum það besta!“ - Sagði Hjalti að lokum, með von í hjarta um betri tíð og blóm í haga. Körfubolti Subway-deild kvenna Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
„Við vorum rosalega flatar og bara taktlausar í rauninni frá upphafi. Við áttum einhverjar fimm mínútur í fyrri hálfleik sem þetta gekk þokkalega smurt og við vorum að fá boltann inn í. En fyrir utan þessar fimm mínútur var þetta bara eins og við hefðum ekki spilað í mjög langan tíma eins og var svo sem raunin.“ Hjalti tók undir að það hafi verið hálfgerður haustbragur á þessum leik, sem var alls ekki áferðarfallegur hjá báðum liðum. „Já, þetta var rosalega lélegur körfuboltaleikur, báðum megin. Þó þær hafi unnið okkur með 20 þá voru Keflvíkingar bara lélegir líka.“ Annar leikhluti var ágætur hjá gestunum en þær unnu hann 19-14 og virtust vera að gera sig líklegar til að bjóða upp á spennandi leik en Keflvíkingar voru fljótir að slökkva í þeim vonum í seinni hálfleik. „Ég hélt að þetta væri bara ryð í byrjun og við myndum koma gíraðar inn í seinni hálfleikinn en einhvern veginn kom ryðið aftur og við náðum aldrei takti í seinni hálfleik.“ Það væri hægt að velja mörg sterk lýsingarorð til að lýsa þessum leik en ég bað Hjalta um að kjarna leikinn fyrir mig á hreinni íslensku og það stóð ekki á svari. „Bara ljótt. Það er bara eina orðið“. Þetta var rosalega aumt og ljótt einhvern veginn. Þurrt líka, það var engin stemming í þessu eða neitt. Það var eins og allir þyrftu bara að vera hérna. Það vantaði kannski trú hjá mínum stelpum líka, ég veit það ekki.“ Eftir langa pásu er stutt á milli leikja, næsti leikur hjá Keflavík á þriðjudag. Hjalti sagði að þó það væri stutt væri þetta samt betra en þessi löngu frí sem er boðið upp á í deildinni í vetur. „Nú er bara stutt á milli leikja eins og við viljum hafa þetta. Þessar þrjár vikur er rosalegt erfitt og svo koma aftur þrjár vikur þegar jólafríið kemur. Þannig að það eru snarpar núna þrjár vikur og svo aftur þrjár vikur í pásu en þetta er bara eins og það er.“ Ég spurði Hjalta að lokum hvort að nýji Bandaríkjamaðurinn yrði með í næsta leik, en hann sagðist einfaldlega ekki hafa hugmynd um það. „Ekki hugmynd. Maður veit aldrei. Þetta getur tekið tvo daga, þetta getur tekið þrjá eða tíu, maður veit bara aldrei hvernig þetta er. Við bara vonum það besta!“ - Sagði Hjalti að lokum, með von í hjarta um betri tíð og blóm í haga.
Körfubolti Subway-deild kvenna Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn