Hjalti Þór: „Bara ljótt. Það er bara eina orðið“ Siggeir Ævarsson skrifar 19. nóvember 2023 21:46 Hjalti Þór Vilhjálmsson þjálfari Vals var ekki sáttur með sínar konur í kvöld Vísir/Vilhelm Endurkoma Hjalta Þórs Vilhjálmssonar til Keflavíkur fór heldur betur ekki eins og hann hafði vonast eftir en hans konur í Val náðu sér aldrei á strik í kvöld. Lokatölur í Keflavík 70-50 þar sem úrslitin voru í raun ráðin eftir þriðja leikhluta. „Við vorum rosalega flatar og bara taktlausar í rauninni frá upphafi. Við áttum einhverjar fimm mínútur í fyrri hálfleik sem þetta gekk þokkalega smurt og við vorum að fá boltann inn í. En fyrir utan þessar fimm mínútur var þetta bara eins og við hefðum ekki spilað í mjög langan tíma eins og var svo sem raunin.“ Hjalti tók undir að það hafi verið hálfgerður haustbragur á þessum leik, sem var alls ekki áferðarfallegur hjá báðum liðum. „Já, þetta var rosalega lélegur körfuboltaleikur, báðum megin. Þó þær hafi unnið okkur með 20 þá voru Keflvíkingar bara lélegir líka.“ Annar leikhluti var ágætur hjá gestunum en þær unnu hann 19-14 og virtust vera að gera sig líklegar til að bjóða upp á spennandi leik en Keflvíkingar voru fljótir að slökkva í þeim vonum í seinni hálfleik. „Ég hélt að þetta væri bara ryð í byrjun og við myndum koma gíraðar inn í seinni hálfleikinn en einhvern veginn kom ryðið aftur og við náðum aldrei takti í seinni hálfleik.“ Það væri hægt að velja mörg sterk lýsingarorð til að lýsa þessum leik en ég bað Hjalta um að kjarna leikinn fyrir mig á hreinni íslensku og það stóð ekki á svari. „Bara ljótt. Það er bara eina orðið“. Þetta var rosalega aumt og ljótt einhvern veginn. Þurrt líka, það var engin stemming í þessu eða neitt. Það var eins og allir þyrftu bara að vera hérna. Það vantaði kannski trú hjá mínum stelpum líka, ég veit það ekki.“ Eftir langa pásu er stutt á milli leikja, næsti leikur hjá Keflavík á þriðjudag. Hjalti sagði að þó það væri stutt væri þetta samt betra en þessi löngu frí sem er boðið upp á í deildinni í vetur. „Nú er bara stutt á milli leikja eins og við viljum hafa þetta. Þessar þrjár vikur er rosalegt erfitt og svo koma aftur þrjár vikur þegar jólafríið kemur. Þannig að það eru snarpar núna þrjár vikur og svo aftur þrjár vikur í pásu en þetta er bara eins og það er.“ Ég spurði Hjalta að lokum hvort að nýji Bandaríkjamaðurinn yrði með í næsta leik, en hann sagðist einfaldlega ekki hafa hugmynd um það. „Ekki hugmynd. Maður veit aldrei. Þetta getur tekið tvo daga, þetta getur tekið þrjá eða tíu, maður veit bara aldrei hvernig þetta er. Við bara vonum það besta!“ - Sagði Hjalti að lokum, með von í hjarta um betri tíð og blóm í haga. Körfubolti Subway-deild kvenna Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir Sparkaði í og trampaði á mótherja Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Sjá meira
„Við vorum rosalega flatar og bara taktlausar í rauninni frá upphafi. Við áttum einhverjar fimm mínútur í fyrri hálfleik sem þetta gekk þokkalega smurt og við vorum að fá boltann inn í. En fyrir utan þessar fimm mínútur var þetta bara eins og við hefðum ekki spilað í mjög langan tíma eins og var svo sem raunin.“ Hjalti tók undir að það hafi verið hálfgerður haustbragur á þessum leik, sem var alls ekki áferðarfallegur hjá báðum liðum. „Já, þetta var rosalega lélegur körfuboltaleikur, báðum megin. Þó þær hafi unnið okkur með 20 þá voru Keflvíkingar bara lélegir líka.“ Annar leikhluti var ágætur hjá gestunum en þær unnu hann 19-14 og virtust vera að gera sig líklegar til að bjóða upp á spennandi leik en Keflvíkingar voru fljótir að slökkva í þeim vonum í seinni hálfleik. „Ég hélt að þetta væri bara ryð í byrjun og við myndum koma gíraðar inn í seinni hálfleikinn en einhvern veginn kom ryðið aftur og við náðum aldrei takti í seinni hálfleik.“ Það væri hægt að velja mörg sterk lýsingarorð til að lýsa þessum leik en ég bað Hjalta um að kjarna leikinn fyrir mig á hreinni íslensku og það stóð ekki á svari. „Bara ljótt. Það er bara eina orðið“. Þetta var rosalega aumt og ljótt einhvern veginn. Þurrt líka, það var engin stemming í þessu eða neitt. Það var eins og allir þyrftu bara að vera hérna. Það vantaði kannski trú hjá mínum stelpum líka, ég veit það ekki.“ Eftir langa pásu er stutt á milli leikja, næsti leikur hjá Keflavík á þriðjudag. Hjalti sagði að þó það væri stutt væri þetta samt betra en þessi löngu frí sem er boðið upp á í deildinni í vetur. „Nú er bara stutt á milli leikja eins og við viljum hafa þetta. Þessar þrjár vikur er rosalegt erfitt og svo koma aftur þrjár vikur þegar jólafríið kemur. Þannig að það eru snarpar núna þrjár vikur og svo aftur þrjár vikur í pásu en þetta er bara eins og það er.“ Ég spurði Hjalta að lokum hvort að nýji Bandaríkjamaðurinn yrði með í næsta leik, en hann sagðist einfaldlega ekki hafa hugmynd um það. „Ekki hugmynd. Maður veit aldrei. Þetta getur tekið tvo daga, þetta getur tekið þrjá eða tíu, maður veit bara aldrei hvernig þetta er. Við bara vonum það besta!“ - Sagði Hjalti að lokum, með von í hjarta um betri tíð og blóm í haga.
Körfubolti Subway-deild kvenna Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir Sparkaði í og trampaði á mótherja Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Sjá meira