Stuðningur vegna launa fólks sem starfar í Grindavík Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 18. nóvember 2023 10:31 Grindvíkingar takast nú á við nýjan veruleika fjarri heimilum sínum. Verkefnin fram undan eru mörg og snúa meðal annars að húsnæðismálum, skólagöngu barna, afkomu fólks og sálrænum stuðningi. Sveitarstjórn Grindavíkur er leiðandi í að halda utan um málefni íbúa sinna og nýtur stuðnings og aðstoðar annarra sveitarfélaga, ríkisins og ríkisstjórnarinnar. Sumu höfum við enga stjórn á – náttúruöflin eru einfaldlega miklu stærri en við. En annað getum við sannarlega haft áhrif á. Eitt af því er að draga úr áhyggjum fólks í Grindavík af afkomu sinni. Ríkisstjórnin kynnti í gær aðgerð til þess. Fólk sem ekki getur sótt vinnu í Grindavík Í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu höfum við undanfarna viku unnið að lagafrumvarpi sem hefur það að markmiði að vernda afkomu fólks vegna náttúruhamfaranna í og við Grindavík. Það er gert með því að veita stuðning vegna launa fólks sem starfar í bænum. Frumvarpið tekur til fólks sem ekki getur lengur sótt vinnu á Grindavíkursvæðinu vegna þeirra aðstæðna sem uppi eru. Ríkið greiðir fjárhæð upp að ákveðnu hámarki sem gengur upp í laun sem atvinnurekandi greiðir. Við vonumst til að með þessu getum við stuðlað að því að allir atvinnurekendur greiði áfram laun. Frumvarpinu er þannig líka ætlað að viðhalda ráðningarsambandi atvinnurekenda og starfsfólks sem er afar mikilvægt. Frumvarpið var samið í samráði við ASÍ og Samtök atvinnulífsins. Fyrir liggur að ríkið og Grindavíkurbær munu áfram greiða starfsfólki sínu á svæðinu laun og frumvarpið nær þannig eingöngu til launafólks og atvinnurekenda á almennum vinnumarkaði, auk sjálfstætt starfandi einstaklinga að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Framlag ríkisins auðveldar fyrirtækjum að greiða fólki laun og það er mikilvægt að atvinnulífið taki þátt eftir bestu getu til að tryggja sem best afkomuöryggi fólks sem starfar í Grindavík. Þess vegna eru í frumvarpinu sett þau eðlilegu skilyrði á fyrirtæki að þau geti ekki greitt út arð fyrir lok febrúar 2025 nema að endurgreiða stuðning stjórnvalda. Dregið úr áhyggjum af afkomu fólks Gert er ráð fyrir að ríkið greiði fjárhæð að ákveðnu hámarki sem gangi upp í laun og stuðningurinn geti numið allt að 633.000 krónum á mánuði, auk framlags í lífeyrissjóð. Þetta er sama hámarksfjárhæð og Ábyrgðasjóður launa greiðir. Reiknað er með að kostnaður ríkissjóðs geti orðið á bilinu 1-1,5 milljarður á mánuði. Gert er ráð fyrir að lögin gildi út febrúar á næsta ári, en vonandi skýrast aðstæður fólks sem mest á næstu vikum og mánuðum. Ákvörðun um framhaldið verður tekin þegar við sjáum hvernig mál þróast, enda erum við enn í atburðarásinni miðri. Mikilvægast einmitt nú er að draga úr áhyggjum fólks af afkomu sinni og lögin eru þýðingarmikil aðgerð til þess. Ríkisstjórnin stendur áfram vaktina Grindvíkingar hafa orðið fyrir fjölþættum áföllum og ég dáist að því hvernig íbúar, stjórnkerfi og fyrirtæki í Grindavík hafa tekist á við þetta gríðarlega stóra og óvelkomna verkefni. Ríkisstjórnin mun áfram standa vaktina með Grindvíkingum. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Félagsmál Vinnumarkaður Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Sjá meira
Grindvíkingar takast nú á við nýjan veruleika fjarri heimilum sínum. Verkefnin fram undan eru mörg og snúa meðal annars að húsnæðismálum, skólagöngu barna, afkomu fólks og sálrænum stuðningi. Sveitarstjórn Grindavíkur er leiðandi í að halda utan um málefni íbúa sinna og nýtur stuðnings og aðstoðar annarra sveitarfélaga, ríkisins og ríkisstjórnarinnar. Sumu höfum við enga stjórn á – náttúruöflin eru einfaldlega miklu stærri en við. En annað getum við sannarlega haft áhrif á. Eitt af því er að draga úr áhyggjum fólks í Grindavík af afkomu sinni. Ríkisstjórnin kynnti í gær aðgerð til þess. Fólk sem ekki getur sótt vinnu í Grindavík Í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu höfum við undanfarna viku unnið að lagafrumvarpi sem hefur það að markmiði að vernda afkomu fólks vegna náttúruhamfaranna í og við Grindavík. Það er gert með því að veita stuðning vegna launa fólks sem starfar í bænum. Frumvarpið tekur til fólks sem ekki getur lengur sótt vinnu á Grindavíkursvæðinu vegna þeirra aðstæðna sem uppi eru. Ríkið greiðir fjárhæð upp að ákveðnu hámarki sem gengur upp í laun sem atvinnurekandi greiðir. Við vonumst til að með þessu getum við stuðlað að því að allir atvinnurekendur greiði áfram laun. Frumvarpinu er þannig líka ætlað að viðhalda ráðningarsambandi atvinnurekenda og starfsfólks sem er afar mikilvægt. Frumvarpið var samið í samráði við ASÍ og Samtök atvinnulífsins. Fyrir liggur að ríkið og Grindavíkurbær munu áfram greiða starfsfólki sínu á svæðinu laun og frumvarpið nær þannig eingöngu til launafólks og atvinnurekenda á almennum vinnumarkaði, auk sjálfstætt starfandi einstaklinga að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Framlag ríkisins auðveldar fyrirtækjum að greiða fólki laun og það er mikilvægt að atvinnulífið taki þátt eftir bestu getu til að tryggja sem best afkomuöryggi fólks sem starfar í Grindavík. Þess vegna eru í frumvarpinu sett þau eðlilegu skilyrði á fyrirtæki að þau geti ekki greitt út arð fyrir lok febrúar 2025 nema að endurgreiða stuðning stjórnvalda. Dregið úr áhyggjum af afkomu fólks Gert er ráð fyrir að ríkið greiði fjárhæð að ákveðnu hámarki sem gangi upp í laun og stuðningurinn geti numið allt að 633.000 krónum á mánuði, auk framlags í lífeyrissjóð. Þetta er sama hámarksfjárhæð og Ábyrgðasjóður launa greiðir. Reiknað er með að kostnaður ríkissjóðs geti orðið á bilinu 1-1,5 milljarður á mánuði. Gert er ráð fyrir að lögin gildi út febrúar á næsta ári, en vonandi skýrast aðstæður fólks sem mest á næstu vikum og mánuðum. Ákvörðun um framhaldið verður tekin þegar við sjáum hvernig mál þróast, enda erum við enn í atburðarásinni miðri. Mikilvægast einmitt nú er að draga úr áhyggjum fólks af afkomu sinni og lögin eru þýðingarmikil aðgerð til þess. Ríkisstjórnin stendur áfram vaktina Grindvíkingar hafa orðið fyrir fjölþættum áföllum og ég dáist að því hvernig íbúar, stjórnkerfi og fyrirtæki í Grindavík hafa tekist á við þetta gríðarlega stóra og óvelkomna verkefni. Ríkisstjórnin mun áfram standa vaktina með Grindvíkingum. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun