Sport

Kærasta Adams John­­son fann trú­lofunar­hring í í­búð þeirra

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Adam Johnson, 1994-2023.
Adam Johnson, 1994-2023. getty/Joe Sargent

Svo virðist sem Adam Johnson, sem lést á sviplegan hátt í slysi í íshokkíleik á Englandi, hafi ætlað að biðja kærustu sinnar.

Johnson lést þegar hann skarst á hálsi í leik Nottingham Panthers og Sheffield Steelers í ensku íshokkídeildinni 28. október síðastliðinn. Hann var 29 ára.

Johnson lét eftir sig kærustu, hina 24 ára Ryan Wolfe, og hann virðist hafa viljað eyða ævinni með henni. Hún fann nefnilega trúlofunarhring á heimili þeirra eftir að hann lést.

Talið er að Johnson hafi keypt hringinn áður en þau Wolfe fluttust til Englands þegar hann gekk í raðir Nottingham Panthers.

Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi er með málið til rannskóknar og nú hefur einn verið handtekinn, grunaður um manndráp af gáleysi.

Johnson var jarðsunginn í heimaríki sínu, Minnesota, í síðustu viku. Hún hélt tilfinningaþrungna ræðu í jarðarför hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×