Hinn ríkisrekni einkamarkaður Jódís Skúladóttir skrifar 17. nóvember 2023 10:00 Mín skoðun er sú að allir mikilvægir innviðir í þessu landi, hvort heldur þeir snúa að heilbrigðisþjónustu, orkumálum, menntakerfi og svo framvegis, eiga auðvitað að vera í eigu almennings og arður af þeim ef einhver er að ganga inn í sameign til að standa undir rekstri samfélagsins. Þessu eru ekki öll sammála og hægt og rólega gegnum áratugina hefur einkavæðingin kroppað meira og meira til sín. Ríkisapparötin eru svelt innanfrá til þess að það líti út fyrir að einkageirinn komi svo til bjargar með því að stytta biðlista eða bjóða fjölbreyttari og heppilegri þjónustu. Þetta er dapurt, býður upp á tvöfalt kerfi sem sum hafa aðgang að en önnur ekki. Svo greiða fyrirtækin sér arð þegar vel gengur en ætlast til þess að ríkið taki skellinn þegar bjátar á. Þetta sjáum við í nánast öllum geirum og ég hef kallað þetta “hinn ríkisrekna einkamarkað” . Frelsi einstaklinga til að stofna og reka fyrirtæki er stjórnarskrárvarið og það er mikilvægt. En öllum rekstri fylgir àhætta, það eru uppgangs ár en svo koma líka mögru árin. Á Íslandi sjáum við milljarða veltu í sumum atvinnugreinum ár eftir ár með tilheyrandi vexti og arðgreiðslum. Svo kemur eitt ár þar sem af einhverjum ófyrirséðum ástæðum gengur verr og þá er allt á vonarvöl og ákall berst um að ríkið bjargi málunum. Þetta gengur ekki upp. Það er mikið í tísku að tala um sprota, frumkvöðla og nýsköpun enda mikilvægt að styðja og verja slíkt svo við fáum stöðugt nýtt blóð í æðar hagkerfisins. En greinar sem starfað hafa í áratugi, staðið rækilega undir sér og greitt sér arð, falla ekki lengur þar undir. Svo er það samviskuspurningin. Þegar búið er að einkavæða grunninnviði sem tugþúsundir þurfa að stóla á, bæði einstaklingar og fyrirtæki, hvað á þá ríkið að gera? Láta hlutina bara sökkva? Leyfa hrauni að renna yfir Svartsengi sem mun stöðva streymi vatns og orku til 30 þúsund íbúa? Nei það gengur ekki. Ættu einkafyrirtæki að borga brúsann eða amk hluta hans? Já að sjálfsögðu. Hefur ríkið boðvald yfir fyrirtækjum í einkaeigu (þó að hluti sé í eigu lífeyrissjóða landsmanna)? Nei. Það fylgdi ekki með í samningnum. Lærum af þessu ástandi. Skynsamlegast væri að við hefðum alla okkar mikilvægu innviði, grunnþjónustu sem þjóðin á allt undir, í eigu ríkisins. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Vinstri græn Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Sjá meira
Mín skoðun er sú að allir mikilvægir innviðir í þessu landi, hvort heldur þeir snúa að heilbrigðisþjónustu, orkumálum, menntakerfi og svo framvegis, eiga auðvitað að vera í eigu almennings og arður af þeim ef einhver er að ganga inn í sameign til að standa undir rekstri samfélagsins. Þessu eru ekki öll sammála og hægt og rólega gegnum áratugina hefur einkavæðingin kroppað meira og meira til sín. Ríkisapparötin eru svelt innanfrá til þess að það líti út fyrir að einkageirinn komi svo til bjargar með því að stytta biðlista eða bjóða fjölbreyttari og heppilegri þjónustu. Þetta er dapurt, býður upp á tvöfalt kerfi sem sum hafa aðgang að en önnur ekki. Svo greiða fyrirtækin sér arð þegar vel gengur en ætlast til þess að ríkið taki skellinn þegar bjátar á. Þetta sjáum við í nánast öllum geirum og ég hef kallað þetta “hinn ríkisrekna einkamarkað” . Frelsi einstaklinga til að stofna og reka fyrirtæki er stjórnarskrárvarið og það er mikilvægt. En öllum rekstri fylgir àhætta, það eru uppgangs ár en svo koma líka mögru árin. Á Íslandi sjáum við milljarða veltu í sumum atvinnugreinum ár eftir ár með tilheyrandi vexti og arðgreiðslum. Svo kemur eitt ár þar sem af einhverjum ófyrirséðum ástæðum gengur verr og þá er allt á vonarvöl og ákall berst um að ríkið bjargi málunum. Þetta gengur ekki upp. Það er mikið í tísku að tala um sprota, frumkvöðla og nýsköpun enda mikilvægt að styðja og verja slíkt svo við fáum stöðugt nýtt blóð í æðar hagkerfisins. En greinar sem starfað hafa í áratugi, staðið rækilega undir sér og greitt sér arð, falla ekki lengur þar undir. Svo er það samviskuspurningin. Þegar búið er að einkavæða grunninnviði sem tugþúsundir þurfa að stóla á, bæði einstaklingar og fyrirtæki, hvað á þá ríkið að gera? Láta hlutina bara sökkva? Leyfa hrauni að renna yfir Svartsengi sem mun stöðva streymi vatns og orku til 30 þúsund íbúa? Nei það gengur ekki. Ættu einkafyrirtæki að borga brúsann eða amk hluta hans? Já að sjálfsögðu. Hefur ríkið boðvald yfir fyrirtækjum í einkaeigu (þó að hluti sé í eigu lífeyrissjóða landsmanna)? Nei. Það fylgdi ekki með í samningnum. Lærum af þessu ástandi. Skynsamlegast væri að við hefðum alla okkar mikilvægu innviði, grunnþjónustu sem þjóðin á allt undir, í eigu ríkisins. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun