Týndu afkvæmin Ynda Eldborg skrifar 16. nóvember 2023 08:00 Svo virðist sem afstaða íslenskra myndlistarstofnana til þess að hinsegja (e. queering) safneignirnar sem þar eru geymdar fyrir hönd fólksins í landinu þeim til upplýsingar og fræðslu um listmenningu þjóðarinnar sé passíf. Í framhaldi af þessu er í ljósi safnasögu augljóst að afstaða safnafólks til safneigna hérlendis sé órjúfanlega bundin cis og hetrónormatífri afstöðu til listafólks, listmuna og annarar efnismenningar sem fyllir lagera safnanna. Að þessu leiti ráfa íslensk söfn í myrkviðum þar sem starfsfólk sér hvorki trén fyrir skóginum né býr yfir reynslu og þekkingu á hinsegin fræðum til að varpa ljósi nýrrar og hýrrar þekkingar inn í geymslurnar. Ljósleysið rænir söfnin vilja til að draga fram í dagsljósið reynslu og myndheim hinsegin myndlistarfólks. Þetta er ákaflega bagalegt í ljósi þess að Nýlistasafnið hefur nú þegar rutt brautina með því að opna safngeymslur sínar fyrir hinseginleikanum með sýningunni Til sýnis: Hinsegin umfram aðra sem var stýrt af Viktoríu Guðnadóttur og undirritaðri haustið 2022. Þetta framfaraskref virðist hinsvegar hafa farið framhjá þeim sem stýra söfnum í dag. Annað dæmi er verkefnið Regnbogaþráður sem opnaður var í Þjóðminjasafninu árið 2018 á fjörutíu ára afmæli Samtakanna ´78. Þráðurinn fagnar því 5 ára afmæli um þessar mundir. Þó okkur sem að verkefninu stóðum hafi ekki boðist að að fara í gegnum lagera safnsins til að lesa líf og tilveru hinsegin fólks í munina og búa til veglega hinsegin sýningu þá stendur þetta framtak uppi sem mikilvæg varða í hinsegin sögu þjóðarinnar. Það tókst að draga fram brot úr hinsegin sögunni með því að lesa grunnsýningu safnsins meðal annars í ljósi hinsegin safnafræða. Í þessu tilviki var næst besti kosturinn tekinn að sinni í þeirri von að áður en langt um líður skapist möguleiki til þess að hinsegja safneignamuni svo um munar og efna til viðamikillar og löngu tímabærrar sýningar. Reynsla og þekking hinsegin fræðafólks er þegar tiltæk. Þegar drög að Regnbogaþræðinum tóku að mótast vorið 2016 og í umræðum sem spunnust um áhugaleysi safna á borð við Þjóðminjasafnið á sögu hinsegin fólks fullyrti virt safnastýra hér á landi að samkvæmt siðareglum ICOM (e. International Council Of Museums) bæri söfnum engin skylda til að safna menningarminjum um sögu hinsegin fólks. Þessi afstaða virðist hafa orðið að áhrínsorðum á meðal safnafólks hér á landi nema Nýlistasafnsins því þess hefur ekki orðið vart að söfnin hafi sinnt þessu varðveisluverkefni eða hleypt hinsegin sýningarstýrum inn í geymslur sínar. Á meðan týnast þessar menningarminjar nema það sem varðveitt er í einkasöfnum. Fleira þessu líkt kom svo smátt og smátt í ljós hjá forstöðufólki safnanna eftir því sem árin hafa liðið, til dæmis það að virt safnsýra sagði að hér á landi væri engin hinsegin lista sena þegar safninu var boðið í samtal um að efna til veglegrar sýningar á íslenskri hinsegin myndlist. Í öðru tilviki var tekið líklega í slíka sýningu en um leið tilkynnt að það mætti ekki vera neitt kynferðislegt í verkunum. Svo var líka áhrifamikilli þögn beitt af einu leiðandi safni sem svaraði aldrei. Til hvers er ég að ryfja þetta upp núna mörgum árum seinna? Jú, það er vegna þess að það hefur ekkert breyst í söfnunum annað en að munum hefur fjölgað og sífellt færri hlutir dregnir fram í dagsljósið og allra síst það sem hægt væri að tengja við sögu, menningu, reynslu og myndlist hinsegin fólks. Hér væri hægt að líta til franska heimspekingsins Michael Foucault og kenningar hans um fornleifafræði þekkingarinnar, tengja þær við rannsóknir á safneignum og líta á þær sem fornleifauppgröft þar sem ný þekking og skilgreiningar á sögu og reynslu minnihlutahópa birtist í hverju nýju jarðlagi sem grafið er upp. Vandinn er hinsvegar sá að þrátt fyrir stöðugan uppgröft kemur starfsfólk safnanna alltaf upp sama cis-gagnkynhneigða söguþráðinn og staðfestir þannig og réttlætir viðtekna þekkingu sem aftur veitir þeim passíva staðfestingu á því að sem betur fer sé allt í föstum skorðum cis-hetisma og forréttinda þegar þau líta stolt yfir frammistöðu sína. Hvort sem söfnin sinna myndlistararfinum eða annarri efnismenningu eru þau fangar í sinni eigin Bastillu vélgengrar þekkingar, kynþátta fordóma og cis-hetrónormatífs skírlífis. Störf þeirra sýna vanhæfni til að gæða safneignir nýju lífi. Ofangreinda vankanta væri til dæmis auðvelt að laga með því að söfnin stofni rýnihópa fólks sem tilheyrir minnihluta hópum svo sem svörtu og brúnu fólki, fötluðu fólki, hinsegin fólki og innflytjendum sem tala allskyns tungumál til þess að þau geti sagt sínar sögur í samtali við safneignirnar í stað þess að segja stöðugt sömu yfirsögurnar ofan frá. Gott dæmi um nútímaleg vinnubrögð í þessum anda er sýningin How Dear You Make Me Feel This Way sem stendur til 14. maí næstkomandi í Museum Arnhem í Hollandi, sjá hér. Yfirlýst stefna safnsins er að vinna sýningar í samvinnu við ýmsa þjóðfélagshópa og er verkefnið kallað „Public-in-Residence“. Verkefninu er ætlað að kynna og skapa vetvang fyrir nýja þekkingu og framsetningu á sögum, reynslu og fjölbreytni minnihluta hópa. Þetta leiðir til lifandi sögu, inngildingar og samtvinnunar (e. intersectionality) sem við getum öll notað til að jarðtengja okkur og viðurkenna forréttindi, mismunun, kynþætti, stéttarmun, kyn og kynvitund. Með þessu móti getum við skoðað hvað er líkt og ólíkt með okkur og að hver einstaklingur getur verið í fleiri en einum minnihlutahópi og að við eigum meira sameiginlegt en við höldum í fljótu bragði. -Þetta þarf að hljóma skírt og greinilega í nútíma söfnum sem vilja tala við fjölmenningarsamfélög og koma í veg fyrir að dót sem hefur fjölþætta merkingu týnist og gleymist. Dr. Ynda Eldborg, sýningarstýri, listfræða og safnafræða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmenning Söfn Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Svo virðist sem afstaða íslenskra myndlistarstofnana til þess að hinsegja (e. queering) safneignirnar sem þar eru geymdar fyrir hönd fólksins í landinu þeim til upplýsingar og fræðslu um listmenningu þjóðarinnar sé passíf. Í framhaldi af þessu er í ljósi safnasögu augljóst að afstaða safnafólks til safneigna hérlendis sé órjúfanlega bundin cis og hetrónormatífri afstöðu til listafólks, listmuna og annarar efnismenningar sem fyllir lagera safnanna. Að þessu leiti ráfa íslensk söfn í myrkviðum þar sem starfsfólk sér hvorki trén fyrir skóginum né býr yfir reynslu og þekkingu á hinsegin fræðum til að varpa ljósi nýrrar og hýrrar þekkingar inn í geymslurnar. Ljósleysið rænir söfnin vilja til að draga fram í dagsljósið reynslu og myndheim hinsegin myndlistarfólks. Þetta er ákaflega bagalegt í ljósi þess að Nýlistasafnið hefur nú þegar rutt brautina með því að opna safngeymslur sínar fyrir hinseginleikanum með sýningunni Til sýnis: Hinsegin umfram aðra sem var stýrt af Viktoríu Guðnadóttur og undirritaðri haustið 2022. Þetta framfaraskref virðist hinsvegar hafa farið framhjá þeim sem stýra söfnum í dag. Annað dæmi er verkefnið Regnbogaþráður sem opnaður var í Þjóðminjasafninu árið 2018 á fjörutíu ára afmæli Samtakanna ´78. Þráðurinn fagnar því 5 ára afmæli um þessar mundir. Þó okkur sem að verkefninu stóðum hafi ekki boðist að að fara í gegnum lagera safnsins til að lesa líf og tilveru hinsegin fólks í munina og búa til veglega hinsegin sýningu þá stendur þetta framtak uppi sem mikilvæg varða í hinsegin sögu þjóðarinnar. Það tókst að draga fram brot úr hinsegin sögunni með því að lesa grunnsýningu safnsins meðal annars í ljósi hinsegin safnafræða. Í þessu tilviki var næst besti kosturinn tekinn að sinni í þeirri von að áður en langt um líður skapist möguleiki til þess að hinsegja safneignamuni svo um munar og efna til viðamikillar og löngu tímabærrar sýningar. Reynsla og þekking hinsegin fræðafólks er þegar tiltæk. Þegar drög að Regnbogaþræðinum tóku að mótast vorið 2016 og í umræðum sem spunnust um áhugaleysi safna á borð við Þjóðminjasafnið á sögu hinsegin fólks fullyrti virt safnastýra hér á landi að samkvæmt siðareglum ICOM (e. International Council Of Museums) bæri söfnum engin skylda til að safna menningarminjum um sögu hinsegin fólks. Þessi afstaða virðist hafa orðið að áhrínsorðum á meðal safnafólks hér á landi nema Nýlistasafnsins því þess hefur ekki orðið vart að söfnin hafi sinnt þessu varðveisluverkefni eða hleypt hinsegin sýningarstýrum inn í geymslur sínar. Á meðan týnast þessar menningarminjar nema það sem varðveitt er í einkasöfnum. Fleira þessu líkt kom svo smátt og smátt í ljós hjá forstöðufólki safnanna eftir því sem árin hafa liðið, til dæmis það að virt safnsýra sagði að hér á landi væri engin hinsegin lista sena þegar safninu var boðið í samtal um að efna til veglegrar sýningar á íslenskri hinsegin myndlist. Í öðru tilviki var tekið líklega í slíka sýningu en um leið tilkynnt að það mætti ekki vera neitt kynferðislegt í verkunum. Svo var líka áhrifamikilli þögn beitt af einu leiðandi safni sem svaraði aldrei. Til hvers er ég að ryfja þetta upp núna mörgum árum seinna? Jú, það er vegna þess að það hefur ekkert breyst í söfnunum annað en að munum hefur fjölgað og sífellt færri hlutir dregnir fram í dagsljósið og allra síst það sem hægt væri að tengja við sögu, menningu, reynslu og myndlist hinsegin fólks. Hér væri hægt að líta til franska heimspekingsins Michael Foucault og kenningar hans um fornleifafræði þekkingarinnar, tengja þær við rannsóknir á safneignum og líta á þær sem fornleifauppgröft þar sem ný þekking og skilgreiningar á sögu og reynslu minnihlutahópa birtist í hverju nýju jarðlagi sem grafið er upp. Vandinn er hinsvegar sá að þrátt fyrir stöðugan uppgröft kemur starfsfólk safnanna alltaf upp sama cis-gagnkynhneigða söguþráðinn og staðfestir þannig og réttlætir viðtekna þekkingu sem aftur veitir þeim passíva staðfestingu á því að sem betur fer sé allt í föstum skorðum cis-hetisma og forréttinda þegar þau líta stolt yfir frammistöðu sína. Hvort sem söfnin sinna myndlistararfinum eða annarri efnismenningu eru þau fangar í sinni eigin Bastillu vélgengrar þekkingar, kynþátta fordóma og cis-hetrónormatífs skírlífis. Störf þeirra sýna vanhæfni til að gæða safneignir nýju lífi. Ofangreinda vankanta væri til dæmis auðvelt að laga með því að söfnin stofni rýnihópa fólks sem tilheyrir minnihluta hópum svo sem svörtu og brúnu fólki, fötluðu fólki, hinsegin fólki og innflytjendum sem tala allskyns tungumál til þess að þau geti sagt sínar sögur í samtali við safneignirnar í stað þess að segja stöðugt sömu yfirsögurnar ofan frá. Gott dæmi um nútímaleg vinnubrögð í þessum anda er sýningin How Dear You Make Me Feel This Way sem stendur til 14. maí næstkomandi í Museum Arnhem í Hollandi, sjá hér. Yfirlýst stefna safnsins er að vinna sýningar í samvinnu við ýmsa þjóðfélagshópa og er verkefnið kallað „Public-in-Residence“. Verkefninu er ætlað að kynna og skapa vetvang fyrir nýja þekkingu og framsetningu á sögum, reynslu og fjölbreytni minnihluta hópa. Þetta leiðir til lifandi sögu, inngildingar og samtvinnunar (e. intersectionality) sem við getum öll notað til að jarðtengja okkur og viðurkenna forréttindi, mismunun, kynþætti, stéttarmun, kyn og kynvitund. Með þessu móti getum við skoðað hvað er líkt og ólíkt með okkur og að hver einstaklingur getur verið í fleiri en einum minnihlutahópi og að við eigum meira sameiginlegt en við höldum í fljótu bragði. -Þetta þarf að hljóma skírt og greinilega í nútíma söfnum sem vilja tala við fjölmenningarsamfélög og koma í veg fyrir að dót sem hefur fjölþætta merkingu týnist og gleymist. Dr. Ynda Eldborg, sýningarstýri, listfræða og safnafræða.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun