Afhverju strætó? Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar 12. nóvember 2023 07:01 Strætó, stundum kallaður bussinn eða Gula limman, brunar um göturnar allan liðlangan daginn. Bílstjórarnir setjast upp í bílana fyrir sólarupprás og eru ekki farnir af götunum fyrr en komið er að háttatíma. Svo ekki sé minnst á sniðuga næturstrætóinn. Þrátt fyrir að bjóða auðveldan kost til þess að bæta umhverfisáhrif er aðeins brot af landsbúum sem nýta sér þessi fríðindi. Sum segja strætó of óútreiknanlegan, en bílar geta verið það líka og ef bíllinn bilar þá er nú alveg víst að það mætir ekki annar korteri seinna til að bjarga málunum. Stundum eru hnökrar sem leiðinlegt er að lenda í, en ef fleiri nýta sér Strætó er miklu meira rými fyrir bætingu. Ef farþegarnir vinna með strætókerfinu, láta heyra í sér þegar þarf og senda inn tillögur, þá er mun líklegra að eitthvað breytist. Ein ástæða fyrir seinagangi vagnanna er dagleg umferðarteppa sem bílandi fólk lendir líka í. Meira að segja má líta á það þannig að við sem keyrum bíl erum ekki að lenda í umferð heldur erum við umferðin. Klukkan hálf átta til hálf níu eru þúsundir bíla stopp á brautum höfuðborgarsvæðisins. Á sama tíma eru fleiri strætóar kallaðir inn til að koma til móts við álagstíma dagsins. Strætóinn er seinn út af bílaumferð og bílandi fólkið er það líka. Hvað ef fleiri skildu bílinn sinn eftir heima og nýttu sér almenningssamgöngur í staðinn? Það gæti minnkað umferð og aukið líkur á bætingu strætókerfisins. Svo má ekki gleyma sérstökum strætóbrautum í umferðinni, sem gera það að verkum að farþegar gulu limmunnar eru jafnvel í betri málum en bípandi reiðir einkabílar. Fyrir nokkru hækkaði bensínið gríðarlega í verði en svo virðist sem það hafi ekki breytt okkur miklu. Enda er mengandi spilliefnislosun mannréttindi, eða hitt þó heldur. Bensín er flokkað sem hættulegt umhverfinu af mörgum ástæðum, en auðvitað höfum við vanið okkur á óneitanleg þægindi einkabílsins og erfitt er að segja skilið við þau sí svona. Það þýðir samt ekki að það sé ómögulegt eða of erfitt til þess að taka eitt skref í einu. Ekki vita margir að auk gróðurhúsalofttegunda úr bensíninu þá kemur 75% af örplastinu í sjónum frá dekkjum bílanna á götunni. Þetta mengar fyrir sjávarlífi og hefur áhrif á hringrás lífsins. Bílar eru alger tískuvara sem skreyta okkur eins og litríkar páfagauksfjaðrir en eru vissulega þáttur í því að skemma umhverfið okkar. Það má færa rök fyrir því að í staðinn fyrir að kaupa nýjan bíl sé miklu meira cool að fjárfesta í einu strætókorti, hagstætt, umhverfisvænt og sýnir skynsaman karakter. Við þekkjum öll klisjurnar “Þetta reddast” og “Ég byrja bara á morgun” en það tekur tíma að byggja upp vana. Það að flokka, borða hollt, lesa meira og nota minna bensín eru vissulega venjur sem við verðum að tileinka okkur með því að byrja smátt. Það að nenna ekki er ekki góð afsökun alltaf því “þetta reddast” ekki nema að einhver “reddi því”. Húsið okkar brennur og við verðum að líta innávið og vera tilbúin að taka skrefin. Eitt skref í einu. Skvísurök fyrir því að taka strætó Ég skipulegg daginn minn betur. Ég held mér í betra formi. Ég er líklegri til að gera það sem ég ætlaði mér að gera Ég kom með ræktardót og skóladót svo get to work girl. Ég get svarað emailum í strætónum (time management queen) Ég þarf ekki að eyða pening í bensín ég þarf ekki að fara með bílinn í skoðum Ég þarf ekki að skafa, moka, hita hann upp Ég er umhverfisqueen sem er einu skrefi nær því að bjarga heiminum Höfundur er meðlimur Ungra umhverfissinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Strætó Samgöngur Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Strætó, stundum kallaður bussinn eða Gula limman, brunar um göturnar allan liðlangan daginn. Bílstjórarnir setjast upp í bílana fyrir sólarupprás og eru ekki farnir af götunum fyrr en komið er að háttatíma. Svo ekki sé minnst á sniðuga næturstrætóinn. Þrátt fyrir að bjóða auðveldan kost til þess að bæta umhverfisáhrif er aðeins brot af landsbúum sem nýta sér þessi fríðindi. Sum segja strætó of óútreiknanlegan, en bílar geta verið það líka og ef bíllinn bilar þá er nú alveg víst að það mætir ekki annar korteri seinna til að bjarga málunum. Stundum eru hnökrar sem leiðinlegt er að lenda í, en ef fleiri nýta sér Strætó er miklu meira rými fyrir bætingu. Ef farþegarnir vinna með strætókerfinu, láta heyra í sér þegar þarf og senda inn tillögur, þá er mun líklegra að eitthvað breytist. Ein ástæða fyrir seinagangi vagnanna er dagleg umferðarteppa sem bílandi fólk lendir líka í. Meira að segja má líta á það þannig að við sem keyrum bíl erum ekki að lenda í umferð heldur erum við umferðin. Klukkan hálf átta til hálf níu eru þúsundir bíla stopp á brautum höfuðborgarsvæðisins. Á sama tíma eru fleiri strætóar kallaðir inn til að koma til móts við álagstíma dagsins. Strætóinn er seinn út af bílaumferð og bílandi fólkið er það líka. Hvað ef fleiri skildu bílinn sinn eftir heima og nýttu sér almenningssamgöngur í staðinn? Það gæti minnkað umferð og aukið líkur á bætingu strætókerfisins. Svo má ekki gleyma sérstökum strætóbrautum í umferðinni, sem gera það að verkum að farþegar gulu limmunnar eru jafnvel í betri málum en bípandi reiðir einkabílar. Fyrir nokkru hækkaði bensínið gríðarlega í verði en svo virðist sem það hafi ekki breytt okkur miklu. Enda er mengandi spilliefnislosun mannréttindi, eða hitt þó heldur. Bensín er flokkað sem hættulegt umhverfinu af mörgum ástæðum, en auðvitað höfum við vanið okkur á óneitanleg þægindi einkabílsins og erfitt er að segja skilið við þau sí svona. Það þýðir samt ekki að það sé ómögulegt eða of erfitt til þess að taka eitt skref í einu. Ekki vita margir að auk gróðurhúsalofttegunda úr bensíninu þá kemur 75% af örplastinu í sjónum frá dekkjum bílanna á götunni. Þetta mengar fyrir sjávarlífi og hefur áhrif á hringrás lífsins. Bílar eru alger tískuvara sem skreyta okkur eins og litríkar páfagauksfjaðrir en eru vissulega þáttur í því að skemma umhverfið okkar. Það má færa rök fyrir því að í staðinn fyrir að kaupa nýjan bíl sé miklu meira cool að fjárfesta í einu strætókorti, hagstætt, umhverfisvænt og sýnir skynsaman karakter. Við þekkjum öll klisjurnar “Þetta reddast” og “Ég byrja bara á morgun” en það tekur tíma að byggja upp vana. Það að flokka, borða hollt, lesa meira og nota minna bensín eru vissulega venjur sem við verðum að tileinka okkur með því að byrja smátt. Það að nenna ekki er ekki góð afsökun alltaf því “þetta reddast” ekki nema að einhver “reddi því”. Húsið okkar brennur og við verðum að líta innávið og vera tilbúin að taka skrefin. Eitt skref í einu. Skvísurök fyrir því að taka strætó Ég skipulegg daginn minn betur. Ég held mér í betra formi. Ég er líklegri til að gera það sem ég ætlaði mér að gera Ég kom með ræktardót og skóladót svo get to work girl. Ég get svarað emailum í strætónum (time management queen) Ég þarf ekki að eyða pening í bensín ég þarf ekki að fara með bílinn í skoðum Ég þarf ekki að skafa, moka, hita hann upp Ég er umhverfisqueen sem er einu skrefi nær því að bjarga heiminum Höfundur er meðlimur Ungra umhverfissinna.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun