Handbolti

Mosfellingar sóttu stigin norður

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Árni Bragi Eyjólfsson skoraði 12 mörk fyrir Aftureldingu í kvöld.
Árni Bragi Eyjólfsson skoraði 12 mörk fyrir Aftureldingu í kvöld. vísir/Diego

Afturelding vann sterkan fjögurra marka sigur er liðið heimsótti KA norður á Akureyri í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 25-29.

Mosfellingar voru skrefinu frama stærstan hluta leiksins og náðu loks þriggja marka forystu í stöðunni 8-11 þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Gestirnir náðu svo fjögurra marka forskoti fyrir hálfleikshléið og staðan var 10-14, Aftureldingu í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Gestirnir héldu fjögurra marka forskoti lengst af í seinni hálfleik, en KA náði þó að skjóta gestunum skelk í bringu þegar um tíu mínútur voru til leiksloka og jafna metin í 22-22. Afturelding vaknaði þó til lífsins á ný og náði forskoti sínu upp á nýjan leik og vann að lokum fjögurra marka sigur, 25-29.

Árni Bragi Eyjólfsson átti sannkallaðan stórleik í liði Aftureldingar og skoraði 12 mörk úr 15 skotum, en Einar Rafn Eiðsson var atkvæðamestur í liði heimamanna með átta mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×