Ef samkennd væri drifkraftur stjórnmála Gísli Rafn Ólafsson skrifar 8. nóvember 2023 10:00 Myndir af látnum börnum sem grafin er upp úr húsarústum á Gaza. Myndir af 3 ára barni á strönd grískrar eyju eftir að það drukknaði á leið sinni frá Sýrlandi til Evrópu. Ungur albanskur drengur með bangsa í hönd sem starir út um dyragættina þegar verið er að vísa honum og foreldrum hans úr landi. Fatlaður einstaklingur sem tekinn er úr hjólastól og hent inn í lögreglubíl þegar flytja á hann úr landi. Allt eru þetta myndir sem vekja upp tilfinningar hjá öllum þeim sem þær sjá. Tilfinningar eins og reiði, sorg, vonleysi og samkennd. Já, það er okkur manneskjum eðlislægt að finna til þegar brotið er á öðrum manneskjum. Við finnum til samkenndar. Samkenndin er tilfinning ólík mörgum öðrum, því að hún er afleiðing þess að við setjum okkur í spor annarra, þeirra sem við sjáum mynd af eða heyrum frásögn frá. Við finnum því næst sömu tilfinningar og ef þetta væri okkar barn eða okkar fjölskylda sem lægi þarna undir húsarústunum. Læknum, hjúkrunarfólki og öðrum sem horfa upp á erfiða hluti er oft sagt að það megi ekki tengjast skjólstæðingum of persónulegum böndum, því að það geti verið þeim of flókið að starfa í þeim erfiðu aðstæðum sem framundan geta verið. Á sama hátt er okkur stjórnmálamönnum sagt að hugsa ekki um einstaka mál heldur hag heildarinnar. Þetta er hins vegar kolröng nálgun. Það er akkúrat með því að tengjast einstaklingunum og virkja þar með samkenndina sem við fáum drifkraftinn og skilninginn á því hvað þarf að gera, hvað þarf að bæta og hvað þurfi að setja fókusinn á. Ef samkennd væri drifkraftur stjórnmálanna, þá væru engin stríð, þá væri engin fátækt, því þá værum við löngu búin að nota þær sterku tilfinningar sem samkenndin vekur innanbrjósts hjá okkur til þess að bæta þann heim sem við lifum í. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Myndir af látnum börnum sem grafin er upp úr húsarústum á Gaza. Myndir af 3 ára barni á strönd grískrar eyju eftir að það drukknaði á leið sinni frá Sýrlandi til Evrópu. Ungur albanskur drengur með bangsa í hönd sem starir út um dyragættina þegar verið er að vísa honum og foreldrum hans úr landi. Fatlaður einstaklingur sem tekinn er úr hjólastól og hent inn í lögreglubíl þegar flytja á hann úr landi. Allt eru þetta myndir sem vekja upp tilfinningar hjá öllum þeim sem þær sjá. Tilfinningar eins og reiði, sorg, vonleysi og samkennd. Já, það er okkur manneskjum eðlislægt að finna til þegar brotið er á öðrum manneskjum. Við finnum til samkenndar. Samkenndin er tilfinning ólík mörgum öðrum, því að hún er afleiðing þess að við setjum okkur í spor annarra, þeirra sem við sjáum mynd af eða heyrum frásögn frá. Við finnum því næst sömu tilfinningar og ef þetta væri okkar barn eða okkar fjölskylda sem lægi þarna undir húsarústunum. Læknum, hjúkrunarfólki og öðrum sem horfa upp á erfiða hluti er oft sagt að það megi ekki tengjast skjólstæðingum of persónulegum böndum, því að það geti verið þeim of flókið að starfa í þeim erfiðu aðstæðum sem framundan geta verið. Á sama hátt er okkur stjórnmálamönnum sagt að hugsa ekki um einstaka mál heldur hag heildarinnar. Þetta er hins vegar kolröng nálgun. Það er akkúrat með því að tengjast einstaklingunum og virkja þar með samkenndina sem við fáum drifkraftinn og skilninginn á því hvað þarf að gera, hvað þarf að bæta og hvað þurfi að setja fókusinn á. Ef samkennd væri drifkraftur stjórnmálanna, þá væru engin stríð, þá væri engin fátækt, því þá værum við löngu búin að nota þær sterku tilfinningar sem samkenndin vekur innanbrjósts hjá okkur til þess að bæta þann heim sem við lifum í. Höfundur er þingmaður Pírata.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun